Tanndráttur án deyfingar

Þar sem kvennadeild Kópavogshælis var til húsa. Hún var reist …
Þar sem kvennadeild Kópavogshælis var til húsa. Hún var reist á sjötta áratug síðustu aldar. Þar er nú rekin endurhæfingarstöð fyrir fatlaða. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sólrún Þorsteinsdóttir fjallaði um minningar sex fyrrverandi starfsmanna á Kópavogshæli í BA-ritgerð sinni í þjóðfræði árið 2010. Þar er greint frá ofbeldi og illri meðferð á heimilisfólki hælisins á árum áður.

„Ég vann þarna sjálf 1995 - ´97, þá var þetta gjörbreytt og ég varð ekki vör við slíkt, en ég heyrði mikið af sögum um hvernig þetta var áður,“ segir Sólrún. Meðal þess voru sögur af notkun á spennitreyjum og að heimilisfólk hefði verið læst inni í sellum eða litlum herbergjum til að refsa því.

Sólrún Þorsteinsdóttir.
Sólrún Þorsteinsdóttir.

„Svo sagði einn samstarfsmaður minn mér frá því að hann hefði farið með íbúa til tannlæknis, því hann var með skemmda tönn. Tannlæknirinn ákvað að draga tönnina úr án deyfingar og bað samstarfsmann minn um að halda honum. Hann gerði það, hann vissi að ef hann hefði neitað því, þá hefði einhver annar gert það. Þetta hvíldi á honum í mörg ár. Annar sagði mér frá því að starfsfólkið á einni vakt lék sér oft að því að ýta eða kasta lömuðum manni á bakinu eftir löngum gangi. Það voru ofnar á veggjunum og kastið var mælt í ofnlengdum. Sá vann sem kastaði manninum flestar ofnlengdir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert