„Ég stóð varla í fæturna“

Fjölskylda Signýjar Bergsdóttur þurfti að flýja heimili sitt eftir að jarðskjálfti upp á 7,1 reið yfir Mexíkóborg í gær og eru sprungur í húsi þeirra. Hún stóð varla í fæturna er skjálftinn reið yfir og sá fjölda hruninna og skemmdra húsa á leið sinni heim. Signý segir hús enn vera að falla saman.

Signý, sem vinnur við tónlist, hefur verið búsett í Mexíkóborg sl. 13-14 ár ásamt Saul Rosas manni sínum og eins árs gömlum syni þeirra Steinari. Hún er því ekki óvön því að skjálfta verði vart í borginni öðru hverju.

„Það varð náttúrulega annar jarðskjálfti hér fyrir viku. Hann var fjær Mexíkóborg, hafði ekki sömu áhrif og það voru öðruvísi hreyfingar. Núna var þetta þannig að ég stóð varla í fæturna. Ég hélt raunar utan um ókunnugan einstakling bara til að geta staðið upprétt,“ segir Signý. 98 manns fórust í skjálftanum fyrir viku, en tala látinna vegna skjálftans í gær er nú komin upp í 225 og óttast er að hún eigi eftir að hækka enn frekar.

Signý Bergsdóttir og sonurinn Steinar. Fjölskyldan varð að flýja heimili ...
Signý Bergsdóttir og sonurinn Steinar. Fjölskyldan varð að flýja heimili sitt, en skemmdir eru á húsinu eftir skjálftann. Ljósmynd/Facebook

„Hrundu hús þar sem ég var og þar sem ég bý“

Signý var stödd í Roma Condesa-hverfinu í Mexíkóborg þegar skjálftinn varð, en hverfið er nálægt miðborginni og eitt þeirra hverfa sem urðu hvað verst úti. „Þetta var bara hrikalegt. Maður var skelfingu lostinn og sorgmæddur og náttúrulega hræddur um sína,“ segir Signý og kveður gasleka hafa verið úti um allt. „Svo þegar maður reyndi að komast til að sækja barnið í leikskólann, eftir að hafa komist að því að það væri í lagi með alla, þá voru margar götur lokaðar. Ég held að kaos sé bara eina orðið yfir þetta.“

Á leið sinni á leikskólann að sækja soninn og svo heim sá Signý fjölda bygginga sem ýmist höfðu hrunið eða skemmst. Hún segir sitt hverfi, Narvarde sem er í suðurhluta borgarinnar, einnig hafa orðið illa úti. „Það hrundu hús bæði þar sem ég var og þar sem ég bý.“

Húsið sem fjölskyldan býr í slapp heldur ekki við skemmdir og urðu þau að finna sér annan dvalarstað í nótt, en sprungur eru í veggjum hússins og segir Signý jarðhæð hússins til að mynda vera mjög sprungna. „Það á enn eftir að skoða okkar byggingu, en það verður vonandi gert í dag til að sjá hvort að hún sé íbúðarhæf eða ekki.“ Hún  efast þó um að þau muni búa þar áfram, þar sem hún sé ekki viss um að treysta húsinu.

Loftmynd sem sýnir björgunarsveitarmenn, slökkvilið, lögreglu og hermenn við rústabjörgun ...
Loftmynd sem sýnir björgunarsveitarmenn, slökkvilið, lögreglu og hermenn við rústabjörgun í Mexíkóborg. Hús hafa haldið áfram að hrynja í dag að sögn Signýjar. AFP

Ótrúlegt að sjá skemmdirnar

Í gærdag og nótt dvöldu þau hjá vinafólki, enda var rafmagnslaust. „Maður hafði voða lítinn áhuga á að fara út í bíl í gær, en nú erum við komin til frænda Sauls og verðum þar í nokkra daga.“

Signý segir ótrúlegt að sjá skemmdirnar, m.a. á háskólanum sem hún nam við þegar hún kom fyrst til Mexikó í skiptinám. „Margar brýr hrundu og það sama er að segja um þjóðvegi. Þetta á náttúrulega ekki bara við um Mexíkóborg,“ bætir hún við. „Skjálftinn var sterkari annars staðar, en þar eru ekki háhýsi af sömu stærðargráðu eða íbúafjöldinn jafnmikill.“

Vegir eru nú víða lokaðir og mikilvægar brýr milli landshluta hrundu í skjálftanum. „Það á eftir að taka langan tíma að vinna úr þessu,“ segir Signý og kveðst óttast að tala yfir fjölda látinna eigi eftir að hækka, ekki hvað síst utan höfuðborgarinnar.

Björgunarmenn ná hér manni á lífi úr rústum eins þeirra ...
Björgunarmenn ná hér manni á lífi úr rústum eins þeirra húsa sem hrundu í Mexíkóborg. AFP

Hús eru enn að hrynja

Signý segir hús enn vera að hrynja í Mexíkóborg og bæjum í nágrenni höfuðborgarinnar. „Það var ein bygging að hrynja fyrir 20 mínútum hérna skammt frá þar sem ég er. Hún var illa farinn eftir skjálftann,“ segir Signý og kveðst vona að ekki hrynji fleiri byggingar með fólki inni í.

Þó að verið sé að reyna að halda fólki frá skemmdum húsum þá eru margir sem vilji komast heim til sín þó ekki nema sé til að sækja nauðsynjar. „Fólk á náttúrulega aleigu sína í þessum húsum og er því að fá að fara inn og sækja dótið sitt. Stundum er þunginn af fólkinu nóg til að húsið hrynji.“

Signý kveðst sjálf hafa gert það sama. „Við fórum upp og náðum í pela fyrir barnið, vegabréf, pening svo við værum ekki algjörir strandaglópar.“

Hún segir rólegra yfir borginni í dag og flestir reyni að vera lítið á ferðinni, þó að margir séu einnig að aðstoða við rústabjörgun. „Síðan er verið að reyna að finna fólki staði til að dvelja á. Það eru eiginlega allir í sjokki og ofboðslega sorgmæddir og reyna að hjálpa til eftir bestu getu.“

mbl.is

Innlent »

Lögreglan leitar að Davíð Fannari

19:46 Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að Davíð Fannari Thorlacius, 19 ára.  Meira »

Átti ekki von á þessari niðurstöðu

19:19 „Frekar óvænt kom tækifærið núna og ég ákvað bara að stökkva á það,“ segir Hildur Björnsdóttir sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún segir áhugann alltaf hafa blundað í sér en hún hefur hefur starfað sem lögmaður síðustu ár. Meira »

Heimsþing kvenleiðtoga næstu 4 ár

19:11 Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa gert samkomulag við WPL, Women Political Leaders, Global Forum um að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi ár hvert næstu fjögur ár. Meira »

Kastað í djúpu laugina strax

18:40 Árdís Ilmur Petty er 21 árs Reykjavíkurmær sem hafði lengi langað til þess að flytja til útlanda. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 2016 og þaðan lá leið hennar til Bournemouth á Bretlandi þar sem hún leggur stund á viðburðastjórnun við Bournemouth University. Meira »

Fær 8,7 milljónir vegna umferðarslyss

18:29 Hæstiréttur dæmdi föður manns og tryggingafélag hans til bótaskyldu vegna alvarlegs bílslyss. Farþegi bílsins fær frá þeim tæpar 8,7 milljónir króna í skaðabætur en hann slasaðist töluvert í slysinu. Hann er þó talinn meðábyrgur en ökumaðurinn, sonur hins bótaskylda, lést í slysinu. Meira »

Framboðslistinn samþykktur í Valhöll

18:12 Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor var samþykktur nánast samhljóða á fundi í Valhöll. Þar fundaði Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Meira »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Síðasti „hvellurinn“ í langri hrinu

17:58 Spár gera ráð fyrir enn einu leiðindaveðrinu síðdegis á morgun og annað kvöld. Veðurfræðingur segir þó huggun harmi gegn að allt líti út fyrir að hvellurinn á morgun sé sá síðasti í bili. Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »

Skilur ekkert í „ísköldu mati“ Bjarna

17:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekkert skilja í nýjasta „ískalda hagsmunamati“ Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Arion banka. Meira »

Uppsagnir hjá sýslumanni Vestlendinga

17:22 Talsverðar breytingar eru fram undan í hagræðingarskyni á skrifstofum sýslumannsins á Vesturlandi. Starfsmönnum verður fækkað um þrjá og starfshlutfall þriggja annarra verður lækkað, en tilkynnt var um þessar breytingar í síðustu viku. Meira »

Sameining skilar lægri rekstrarkostnaði

17:12 Eftir að þrjár ríkisstofnanir voru sameinaðar í eina stofnun, Samgöngustofu, hefur rekstrarkostnaðurinn lækkað. Árið 2013 voru Siglingastofnun Íslands, Umferðarstofa og Flugmálastjórn Íslands sameinaðar undir einn hatt, Samgöngustofnun. Meira »

Fimm áskrifendur á leið til Cincinnati

16:42 Fimm áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins duttu í lukkupott­inn í morg­un þegar dregið var í happ­drætti Morg­un­blaðsins. Vinn­ings­haf­arn­ir hljóta hver fyr­ir sig gjafa­bréf fyr­ir tvo til Cincinnati í Banda­ríkj­un­um með WOW air. Meira »

Saur makað á útidyrahurðina

16:26 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að kona skuli sæta nálgunarbanni gagnvart barnsföður sínum í sex mánuði. Ekki var fallist á að konan skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart tveimur sonum þeirra eins og Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað. Meira »

Pawel gefur kost á sér í borginni

15:57 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að gefa kost á sér til framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Missti af 10 milljóna króna vinningi

16:33 Hæstiréttur sýknaði í dag Happdrætti Háskóla Íslands af skaðabótakröfu karlmanns. Maðurinn hafði samið um það við happdrættið að happdrættismiði yrði endurnýjaður mánaðarlega með skuldfærslu á kreditkort hans. Meira »

„Þetta er bara annað módel“

16:18 „Þetta er bara annað módel,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður út í áform félagsins um að stofna leigufélag á sama tíma og það er þátttakandi í slíku félagi innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og hvort það sé ekki ávísin á óhagræði. Meira »

Landsréttur metur Arnfríði hæfa

15:38 Landsréttur úrskurðaði rétt í þessu að kröfu þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti dómara í máli umbjóðanda Vilhjálms H. Vilhjálmssonar er hafnað. Meira »
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 3/9, 1/10, 29/10, 26/11: 4 weeks...
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
 
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...