„Einfaldlega af því að það er engin glóra í þessu“

„Ég er miklu hræddari um að það flytji fleiri úr ...
„Ég er miklu hræddari um að það flytji fleiri úr þessu samfélagi vegna virkjunarinnar heldur en til þess,“ segir Valgeir Benediktsson. „Við þurfum á fleira fólki að halda. Þessari virkjun fylgir ekki fleira fólk.“ mbl.is/Golli

„Ég er algjörlega mótfallinn þessari virkjanahugmynd. Og verð sífellt ákveðnari í því að þetta sé ekki farsæl lausn fyrir þetta samfélag og ekki fjórðunginn heldur.“

Þetta segir Valgeir Benediktsson, sem býr að bænum Árnesi II í Árneshreppi á Ströndum. Þarna er hann að tala um Hvalárvirkjun sem fyrirtækið Vesturverk á Ísafirði áformar að reisa í Ófeigsfirði. Valgeir er alinn upp í hreppnum. Hann fór suður, eins og hann orðar það, í fjórtán ár, en hefur nú búið í Árneshreppi samfleytt í yfir þrjátíu ár. Valgeir kom á fót byggðasafninu Kört við heimili sitt fyrir nokkrum árum. Safnið er kennt við samnefnt sker í Trékyllisvíkinni. Þannig kallast safnið og skerið á yfir sjóinn.

Ferðamönnum fjölgar í Trékyllisvík og Norðurfirði ár hvert. Þar er nú að finna að sumarlagi vinsælt  kaffihús og gististaði. Ferðalangar skella sér gjarnan í sund í hinni sérstæðu sveitarlaug í Krossnesi og svo líta margir hverjir við hjá Valgeiri í Kört. Safnið geymir merka og langa sögu byggðarlagsins og þar er hægt að kynnast Strandamönnum sem bjuggu í þessari matarkistu við ysta haf í gegnum aldirnar. 

Óttast að fólk flytji í burt

Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins og í fyrra fluttust þaðan þrjár fjölskyldur, þeirra á meðal ungir bændur með börn. Slík blóðtaka er erfið fyrir viðkvæmt byggðarlag og ýmis þjónusta, svo sem grunnskóli og verslun, er í uppnámi.

Á sama tíma og þetta er að eiga sér stað hefur umræða um virkjanaáform í hreppnum orðið háværari. „Það má segja að síðasta árið hafi verið farið að ræða hér um Hvalárvirkjun af einhverri alvöru,“ segir Valgeir. „Ég er miklu hræddari um að það flytji fleiri úr þessu samfélagi vegna virkjunarinnar heldur en til þess. Við þurfum á fleira fólki að halda. Þessari virkjun fylgir ekki fleira fólk.“

Rennsli þriggja áa á Ófeigsfjarðarheiði yrði virkjað. (F.v.): Rjúkandi, Hvalá ...
Rennsli þriggja áa á Ófeigsfjarðarheiði yrði virkjað. (F.v.): Rjúkandi, Hvalá og Eyvindarfjarðará. mbl.is/Golli

Álit Skipulagsstofnunar á matsskýrslu umhverfisáhrifa virkjunarframkvæmdarinnar var gefið út í apríl. Í kjölfarið komst veruleg hreyfing á umræðuna, ekki aðeins í Árneshreppi heldur víða um land. Í sumar voru svo stofnuð náttúruverndarsamtökin Rjúkandi í hreppnum. Samtökin eru kennd við eina þeirra áa sem til stendur að virkja. Valgeir tók þátt í stofnun þeirra og á sæti í stjórninni.

„Það eru margir að átta sig á því núna að þetta lítur allt öðruvísi út en við héldum,“ segir hann um virkjanaáformin. „Það er auðvelt að afvegaleiða fólk með óljósum loforðum. Fólk kynnir sér ekki skýrslur. Sem er vont þegar stór framkvæmd, sem hefur svona gífurleg umhverfisáhrif, er annars vegar.“

Forsendur að mestu brostnar

Að sögn Valgeirs eru forsendurnar sem nefndar voru áður í tengslum við virkjunina að mestu brostnar. „Það var alltaf talað um að það myndu fylgja þessu bættar vegasamgöngur og rafstrengur úr virkjun og hingað. En það er að koma í ljós að hvorugt er líklega á leiðinni.“

Nú sé talað um línuveg yfir Ófeigsfjarðarheiði og vestur í Ísafjarðardjúp. Slíkt yrði engin samgöngubót fyrir heimamenn, sérstaklega í ljósi þess að vegurinn yrði undir snjó níu mánuði ársins. „Og við erum alveg búin að fá nóg af snjómokstri.“ Enda þykir Valgeiri ólíklegt að snjónum verði nokkurn tímann rutt af þeim fjallavegi.

mbl.is/Kristinn Garðarsson

En það eru umhverfisáhrif virkjunarinnar sem hvíla helst á Valgeiri. „Ég get ekki sætt mig við þau. Þau  eru svo miklu, miklu meiri en að hægt sé að réttlæta þetta.“

Blekkingarleikur

Margt er enn á huldu um framkvæmdina í heild að mati Valgeirs. Enn sé ekki búið að ákveða hvernig virkjunin verði tengd flutningskerfi raforku. Vesturverk og HS orka hafa sagt að tenging virkjunarinnar  suður til Kollafjarðar stórbæti afhendingaröryggi á Vestfjörðum. „Þetta hefur nú verið afhjúpað sem ein stór blekking,“ segir Valgeir. Landsnet, Rjúkandi, Jarðstrengir og fleiri hafi upplýst að tenging virkjunarinnar til suðurs bæti í engu raforkuöryggi á veitusvæði Mjólkárvirkjunar. Tenging virkjunarinnar til Ísafjarðar væri möguleg með sæstreng frá Nauteyri við Ísafjarðardjúp.“ Sá strengur, ef það er einhver möguleiki á lagningu hans, væri líklega um 15 kílómetrum lengri en strengurinn til Vestmannaeyja, og því væntanlega ekki á dagskrá næstu áratugina.“

Það er því skoðun Valgeirs að hringtengingin sem alltaf hafi verið talað um sé því „blöff frá upphafi. Það er verið að plata Vestfirðinga alla og það sorglega er að Fjórðungssamband Vestfirðinga tekur þátt í þessum blekkingarleik.“

 Valgeir minnir á að það standi ekki til að virkja aðeins eina á, eins og stundum sé talað um, heldur þrjú stór vatnsföll. Hann segir Hvalárvirjkun því rangnefni. Virkja eigi þrjár ár: Hvalá, Rjúkanda og Eyvindarfjarðará með því að stífla vötn og gera þrjú uppistöðulón á Ófeigsfjarðarheiði. Slíkt mun skerða óbyggð víðerni Vestfjarða verulega auk þess sem vatnsmagn í fossum mun minnka, stundum verulega.

Vinnuvegir að vötnum

Nú liggi fyrir hreppsnefnd að afgreiða tillögur um breytingar á aðal- og deiliskipulagi hreppsins þar sem m.a. er gert ráð fyrir 25 kílómetra löngum vinnuvegum um fyrirhugað virkjanasvæði.

 „Þetta er stór framkvæmd,“ segir Valgeir, „og þetta er sú veglagning sem mest andstaða gæti orðið við.“ Vegina eigi að leggja upp á heiðina og að vötnum sem til stendur að stífla. Þeir fari því um óbyggð víðerni í skilgreiningu náttúruverndarlaga. Slíkum svæðum skal ekki raska nema að brýna nauðsyn beri til og að almannahagsmunir séu í húfi. „Þegar þessir vegir eru komnir þá yrði erfitt að bakka út úr þessu. Með þeim myndi skapast þrýstingur á að halda áfram.“

Að mati Valgeirs gætu einhver jákvæð áhrif orðið á þjónustu í hreppnum á framkvæmdatímanum. Hann segir hins vegar alls óvíst hver þau yrðu þar sem stórum vinnubúðum yrði komið upp á virkjanasvæðinu og þar yrði starfrækt mötuneyti. „Þeir þurfa þá varla á versluninni í Norðurfirði að halda.“

Eftir að virkjunin yrði gangsett myndu engin heilsárstörf skapast í hreppnum. „Það er því langsótt að þetta muni skipta hreppinn einhverju verulegu máli til lengri tíma litið.“

Vesturverk sendi hreppsnefnd Árneshrepps í vor hugmyndalista yfir samfélagsverkefni sem fyrirtækið er tilbúið að taka þátt í yrði virkjunin að veruleika. Valgeir segist hafa heyrt um þennan lista en ekki séð hann. „Ef einhver loforðalisti er til, af hverju er hann ekki bara opinber og til umræðu?  Ég myndi fyrir mitt leyti ekki vilja fórna þessari heiði fyrir eina málningarfötu utan á skólann,“ segir Valgeir.

Valgeir kom á fót byggðasafninu Kört við heimili sitt í ...
Valgeir kom á fót byggðasafninu Kört við heimili sitt í Árneshreppi fyrir nokkrum árum. Safnið er kennt við samnefnt sker í Trékyllisvík. mbl.is/Golli

Málin lítið rædd

Valgeir á sér skoðanabræður og -systur í sveitinni en aðrir eru hlynntir virkjanaáformunum. Sumir gefa ekki upp afstöðu sína. Hann segir þessi mál þó lítið rædd. „Fólk forðast að tala um þetta en margir hugsa eflaust sitt.“

 Valgeir gagnrýnir að heildarsýn á verkefnið allt vanti. „Það er verið að setja hina og þessa þætti inn á skipulag. Sumt er farið í umhverfismat, annað ekki. Ég nefni sem dæmi áhrif framkvæmdanna á Eyvindarfjörðinn og línulagningar yfir heiðina. Ekkert af þessu liggur enn fyrir.“

Hann segist enn vongóður um að fallið verði frá virkjunaráformunum. „Einfaldlega af því að það er engin glóra í þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigríður fer fram á Seltjarnarnesi

10:44 Sigríður Sigmarsdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, gefur kost á sér í 3. sæti lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri þann 20. janúar næstkomandi. Meira »

Íbúar sjóði vatnið í Norðfirði

10:44 Fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum neysluvatnsreglugerðar í neysluvatni Norðfirðinga.  Meira »

UMFÍ kannar umfang ofbeldis

10:09 Rúmlega 300 stjórnendur sambandsaðila og aðildarfélaga Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) fengu í gær sendan ítarlegan lista með spurningum um ýmis mál sem varða möguleg kynferðisbrot, ofbeldisverk og kynbundna áreitni innan félaganna og úrlausn slíkra mála. Meira »

Heilsuspillandi lakkrís er víða

09:45 „Það er áhyggjuefni að lakkrís er kominn alls staðar. Þú ferð varla út að borða án þess að fá lakkrís í sósuna út á lambakjötið, lakkrís í eftirréttinn eða lakkrís í bjórnum sem er drukkinn með matnum,“ segir prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Meira »

Ekkert að hugsa um að hætta

09:14 Ég er ekkert að hugsa um að hætta, sagði Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins, i morgunþætti K-100 í dag og kveðst ekki hafa hug á að setjast í helgan stein á næstunni. „Ég er sjötugur eins og fram hefur komið. Mogginn, hann er 105 ára og ekki hætti hann þegar hann varð sjötugur.“ Meira »

Mál Glitnismanna til aðalmeðferðar

08:59 Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákært er fyrir meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik fyrir hrun bankans í október árið 2008. Meira »

Ástand vega á Austurlandi ógnar öryggi

08:18 „Þetta er bara fyrir neðan allar hellur. Það fyllast öll dekk hjá okkur og hefur áhrif á alla akstureiginleika bílanna,“ segir Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf. Meira »

Tímamót í endurnýtingu úrgangs

08:35 Fyrirtæki sem sem nota endurnýttan úrgang til framleiðslu geta nú flokkað afurðirnar sem vöru í stað úrgangs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun. Þar segir að stofnunin hafi í desember sl. gefið út fyrsta ráðgefandi álit sitt um endurnýtingu úrgangs. Meira »

Ekki bara Afríka

07:59 Þrátt fyrir að flest verkefni mannúðarsamtakanna Læknar án landamæra séu í Afríku þá sinna samtökin verkefnum í Evrópu. Meðal annars í Svíþjóð, Grikklandi og víðar. Þar eru það verkefni tengd flóttafólki og andlegri líðan þess sem eru efst á baugi. Meira »

Aldrei fleiri útlendingar í vinnu

07:57 Alls voru 24.340 útlendingar á vinnumarkaði hér á landi í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Fjölgaði þeim umtalsvert frá árinu 2016 en þá voru þeir 20.605. Pólverjar eru sem fyrr fjölmennastir útlendinga á vinnumarkaði hér, alls 10.766 í fyrra. Meira »

Auka þarf löggæsluna í Leifsstöð

07:37 Löggæslumönnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur ekki fjölgað samhliða fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll þó að þörf sé talin á því. Meira »

Lokað um Súðavíkurhlíð

07:34 Vegurinn um Súðavíkurhlíð er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en á Vestfjörðum er snjóþekja eða þæfingsfærð en unnið að hreinsun. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði. Meira »

„Ég er fædd á vitlausum áratug“

06:30 Salka Sól stígur á svið næstkomandi föstudag sem Janis Joplin. Hún segir að um leið og hún hafa uppgötvað Janis þá hafi henni liðið líkt og hún hafi fæðst á vitlausum áratug. Síðan þá hefur Salka verið undir miklum áhrif frá Janis og hennar söngstíl og túlkun. Meira »

Kólnar hressilega í veðri

05:55 Veðurstofan varar við allhvassri norðanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum á Vestfjörðum, einkum norðan til. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er lokaður vegna snjóflóðahættu en óvissustig er í gildi á norðanverðum Vestfjörum vegna snjóflóðahættu. Meira »

Ofrannsökum D-vítamín

05:30 Í fyrra fóru 31.000 Íslendingar í rannsókn á stöðu D-vítamíns í líkamanum. Er það áttföld aukning frá árinu 2010 þegar 4.000 íslendingar létu athuga D-vítamínið hjá sér. Meira »

Davíð Oddsson í viðtali á K100

06:18 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, verður gestur þeirra Ásgeirs Páls, Jóns Axels og Kristínar í morgunþætti K100 í dag. Davíð er sjötugur í dag og mætir í spjall til þeirra klukkan 8:30. Meira »

Stóðu í ströngu á Landspítalanum

05:30 Töluvert aukaálag myndaðist á Landspítalanum í gær í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lýsti því yfir að jarðvegsgerla væri að finna í neysluvatni í Reykjavík. Meira »

Afmælinu líka fagnað úti í heimi

05:30 Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær að veita 10 milljóna framlag vegna afmælisdagskrár á vegum sendiráðanna í Kaupmannahöfn og Berlín í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Jöklar - Fyrsta sending 2018 - Opið fyrir pantanir til 15. janúar
Erum að taka niður pantanir fyrir fyrstu sendingu 2018. Húsin eru áætluð til af...
 
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...