Allir ákærðu í Stím-málinu í dómsal

Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Eggert

All­ir þrír ákærðu í Stím-mál­inu  eru mætt­ir í dómsal nú þegar aðalmeðferð máls­ins er að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur Íslands ómerkti dóm héraðsdóms frá árinu 2015 vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, dómara í málinu, og því hefur það verið tekið upp að nýju. 

Reiknað er með að skýrslutökur standi yfir fram á þriðjudag í næstu viku en um fjörutíu manns munu bera vitni. 

Þeir Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi forstjóri Glitn­is, Jó­hann­es Bald­urs­son, sem var fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta Glitn­is, og Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Saga Capital eru ákærðir fyr­ir umboðssvik í tengsl­um við lán­veit­ing­ar Glitn­is til eign­ar­halds­fé­lags­ins Stím sem notaði þær til að kaupa hluta­bréf í Glitni og FL Group á árunum 2007 og 2008.

FL Group var á þess­um tíma stærsti hlut­hafi Glitn­is. Héraðsdóm­ur dæmdi alla ákærðu í fang­elsi í des­em­ber 2015 og var um að ræða 18 mánaða til 5 ára fang­elsi.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. mbl.is/Eggert
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, í dómsalnum í morgun.
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, í dómsalnum í morgun. mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is