Hópur Kínverja vildi gefa blóð

Hópurnin ætlaði að gefa blóð á Landspítalanum á Hringbraut en …
Hópurnin ætlaði að gefa blóð á Landspítalanum á Hringbraut en var snúið við þar sem ekki var þá lengur þörf á blóðgjöfum. mbl.is/Eggert

Hópur kínverskra ungmenna gerði sér ferð upp á Landspítala á Hringbraut til þess að gefa blóð, eftir að þau fréttu að blóðgjafa vantaði vegna hópslyssins við Klaustur í gær.

Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, varð ungmennanna var þegar hann var á sjúkrahúsinu ásamt fulltrúa kínverska sendiráðsins í gær. Hann segir þau hafa verið átta til tíu saman í hóp.

„Við vorum á leið út úr spítalanum á Hringbraut þegar við mættum hópi af ungu fólki sem voru að spyrja hvar þau gætu gefið blóð,“ segir Ólafur. Hópurinn gaf þó ekki blóð þar sem ekki var þörf lengur á blóðgjöfum á þessum tímapunkti auk þess sem Blóðbankinn hafði biðlað til fyrstu blóðgjafa að bíða með blóðgjöf þangað til eftir áramót til að auka ekki á álagið.

„Þeim var þakkað mikið og kærlega fyrir að bjóða þetta. Þetta var fallega hugsað og það fannst öllum þetta fallega boðið af þeim,“ segir Ólafur. „Blóðbankinn okkar er gríðarlega öflugur og blóðgjafarnir mjög örlátir, þannig það var komið jafnvægi á blóðbirgðirnar svo það kom ekki til þess að þurfa að þiggja þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert