3 í haldi vegna sendingar á Skáksambandið

Þrír einstaklingar eru nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á innflutningi …
Þrír einstaklingar eru nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á innflutningi fíkniefna í sendingu sem merkt var Skáksambandi Íslands. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Þrír einstaklingar eru nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á innflutningi fíkniefna í sendingu sem merkt var Skáksambandi Íslands. „Rannsóknin er í þokkalegum farvegi,“ segir Margeir Sveinsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að vinna í þessu.“

Upphaflega voru tveir menn handteknir í tengslum við rannsóknina, en öðrum þeirra var sleppt í síðustu viku. Tveir einstaklingar til viðbótar voru hins vegar handteknir í tengslum við rannsókn málsins í lok síðustu viku, að sögn Margeirs og þeir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald. Sá sem lengst hefur setið í haldi vegna málsins sætir nú gæslu á grundvelli almannahagsmuna.

Margeir staðfestir í samtali við mbl.is að annar mannanna hafi verið handtekinn við komuna frá Spáni. Hann tjáir sig hins vegar ekki um það hvort sá maður hafi verið að koma frá Malaga, en Fréttablaðið hefur áður greint frá því að maður­inn hafi verið hand­tek­inn í Malaga á Spáni í tengsl­um við eig­in­konu hans sem hrygg­brotnaði og lamaðist eft­ir fall en var sleppt að lok­inni yf­ir­heyrslu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina