Handtekinn við komuna til landsins

Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins.
Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Karlmaður var handtekinn við komuna til landsins seint á fimmtudagskvöld grunaður um aðild að innflutningi á fíkniefnum. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.  

Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. 

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er maðurinn grunaður um aðild að innflutningi fíkniefna í sendingu merktri Skáksambandi Íslands.

Einnig herma sömu heimildir að maðurinn hafi verið handtekinn í Malaga á Spáni í tengslum við eiginkonu hans sem hryggbrotnaði og lamaðist eftir fall en var sleppt að lokinni yfirheyrslu.  

mbl.is