„Þokast áleiðis“ í kjaradeilu kennara

Útskrift Kvennaskólans. Mynd úr safni.
Útskrift Kvennaskólans. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta var góður fundur. Það þokaðist áleiðis hjá okkur en það er heilmikil vinna framundan,“ segir Guðríður Arnardóttir formaður félags framhaldsskólakennara eftir fund félagsins með ríkissáttasemjara í dag.   

Næsti fundur í kjaradeilu þeirra hefur verið boðaður 13. febrúar næstkomandi. Í millitíðinni halda kennarar áfram að halda vinnufundi. 

Launakröfur kennara hafa verið hóflegar en þessi kjarasamningagerð snýr talsvert um útfærslur á tæknilegum atriði síðasta kjarasamnings, að sögn Guðríðar. „Það er að losna upp á ákveðnum hnútum sem hafa verið,“ segir Guðríður og bætir við: „Við erum sammála um margt en enn ósamála um eitthvað.“  

Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskólakennara.
Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskólakennara. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert