Ásmundur ræðir mál Hauks

Haukur Hilmarsson. Myndin er tekin úr myndskeiði sem útlendingahersveitin International …
Haukur Hilmarsson. Myndin er tekin úr myndskeiði sem útlendingahersveitin International Freedom Battalion birti fyrir helgi.

Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, ræddi leitina að Hauki Hilmarssyni við fjölskyldu- og félagsmálaráðherra Tyrklands, Fatma Betül Sayan Kaya, en þau hittust í gær á ráðstefnu kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í New York.

María Mjöll Jónsdóttir, sendiráðunautur, segir í samtali við mbl.is að Ásmundur hafi borið upp málið og að tyrkneski ráðherrann hafi tekið vil í það. Jafnframt séu starfsmenn utanríkisráðuneytisins að beita óformlegum og formlegum leiðum til þess að afla frekari upplýsingar, engin svör hafa fengist um afdrif Hauks Hilmarssonar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert