Laun útvarpsstjóra hækkuðu um 16%

Heildarlaun og þóknanir til Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra hækkuðu um 5,7 milljónir króna á síðasta ári miðað við árið á undan eða um rúmlega 33%. Þetta kemur fram í ársreikningi Ríkisútvarpsins sem birtur var í dag. 

Í áréttingu frá RÚV sem barst í kvöld segir að árið 2016 hafi útvarpsstjóri tekið fæðingarorlof sem lækkaði heildargreiðslur launa á því ári og því gefur samanburður á milli launa á árunum 2016 og 2017 ekki rétta mynd af þróun mála. „Hins vegar ákvað stjórn RÚV að hækka laun útvarpsstjóra á árinu 2017 úr u.þ.b. 1.550 þús í 1.800 þús krónur eða um u.þ.b. 16%,“ segir í tilkynningu frá RÚV. 

Þannig voru heildarlaun og þóknanir til Magnúsar 22,9 milljónir á síðasta ári eða 1,9 milljónir króna að meðaltali á mánuði og hækkuðu mánaðarlaunin um 475 þúsund krónur. Laun útvarpsstjóra á ársgrundvelli voru 17,2 milljónir árið 2016.

Laun stjórnarmanna Ríkisútvarpsins hækkuðu um 21%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert