Er sömu skoðunar og áður

Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir. mbl.is/Hari

„Ég er á sömu skoðun og ég var,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona VG, í samtali við mbl.is eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í kvöld. Rósa bað um fundinn til að ræða loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka á Sýrland en hún styður ekki árásirnar.

„Ég vildi fá upplýsingar um fundinn innan NATO og okkar afstöðu þar og áherslur okkar á þeim vettvangi. Það var meðal annars ástæðan fyrir því að ég bað um þennan fund,“ sagði Rósa Björk.

Hún sagðist einnig viljað ræða að haft væri lögmætt samráð utanríkisráðherra við utanríkismálanefnd þegar kemur að meiriháttar utanríkismálum. 

Aðspurð hvort hún myndi vilja að nefndin yrði kölluð saman áður en Ísland gæfi það út að það styddi árásir ef svipaðar aðstæður kæmu upp aftur svaraði Rósa því játandi. 

Ég hefði viljað að það hefði verið haldinn hér upplýsingafundur. Að því sögðu þá veit ég að hlutirnir gerast hratt og það er erfitt um vik, sérstaklega um helgi. En ég hefði viljað það, já.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert