Heimurinn stendur aðgerðalaus hjá

Khatt­ab al-Mohammad er enskukennari og leiðsögumaður frá Aleppo í Sýrlandi. ...
Khatt­ab al-Mohammad er enskukennari og leiðsögumaður frá Aleppo í Sýrlandi. Hann er flóttamaður og býr ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Khatt­ab al-Mohammad segir að loftárásir Bandaríkjanna, Frakka og Breta séu ekkert annað en vitleysa og sé ekki ætlað að koma sýrlensku þjóðinni til aðstoðar. Khattab býr á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni en þau komu hingað til lands í janúar 2016 úr flótta­manna­búðum í Líb­anon en hann flúði Sýr­land árið 2012.

AFP

Líkt og fram hefur komið gerðu ríkin þrjú árásir á birgðastöðvar sýrlenska hersins í gær í kjölfar efnavopnaárásar sýrlenska stjórnvalda á íbúa bæjarins Douma fyrir viku.

„Ég held að þetta sé enn ein vitleysan sem kemur frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna,“ segir Khattab í samtali við mbl.is. 

„Allur heimurinn hefur fylgst aðgerðarlaus með sýrlensku þjóðinni slátrað. Þar sem heimilum fólks eru jöfnuð við jörðu. Hvernig fólk er sent á milli staða og jafnvel efnavopnum beitt á íbúa á svæðum þar sem uppreisnarmenn eru án þess að gera nokkuð til þess að hjálpa íbúum Sýrlands,“ segirKhattab er einn þeirra milljóna Sýrlendinga sem eru landflótta eftir sjö ára stríð í landinu. 

AFP

„Með þessu er verið að segja við Bash­ar al-Assad, forseta Sýrlands, að hann megi ekki nota efnavopna á íbúa landsins en hann megi beita öðrum vopnum á þjóð sína, varpa sprengjum og hverju sem er svo lengi sem hann notar ekki efnavopn,“ segir Khattab, en um hálf milljón Sýrlendinga, hið minnsta, hefur verið drepin á þeim árum sem liðin eru frá því að almenningur í Sýrlandi fór að mótmæla harðstjórn landsins.

Að sögnKhattab þá er því yfirleitt þannig farið þegar nú handsamar glæpamann þá er hann ákærður og færður fyrir dómara. Ekki vopnið sem hann beitti við að fremja glæpinn. Þeir segja tilganginn með árásunum að eyða geymslum sem hýsa efnavopn en glæpamaðurinn sjálfur situr sem fastast. Stríðsglæpamaðurinn gengur laus,“ segir Khattab. 

AFP

Hann segist óttast hvað bíði íbúa Idlib-héraðs og bendir á hótanir háttsetts íransks embættismanns í Damaskus í síðustu viku um að næst sé það Idlib-hérað sem ráðist verði til atlögu. 

„Eins og venjulega mun öryggisráð Sameinuðu þjóðanna koma saman eftir að árásirnar hefjast þar. Síðan beita Rússar neitunarvaldi sínu og þar við situr. Þetta höfum við séð ítrekað og áfram verða mannréttindi íbúa Sýrlands og lýðræðið fótum troðið og heimurinn stendur hjá. Stjórnmálamenn út um allan heim láta þetta afskiptalaust og gera ekkert til þess að styðja við sýrlensku þjóðina sem verið er að slátra.“

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flestir frá Filippseyjum

09:30 Útlendingum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa fengið útgefin atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar sinnar til starfa hér á landi, hefur fjölgað mikið á seinustu þremur til fjórum árum. Meira »

Árshátíð frestað vegna ráðherraafskipta

09:06 Árshátíð Stjórnarráðsins, sem fara átti fram 6. október, hefur verið frestað til vors eftir afskipti tveggja ráðherra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, sem segir nokkurrar óánægju gæta meðal starfsmanna vegna afskiptasemi ráðherranna. Meira »

Almenningur hvattur til að taka þátt

08:33 Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við. Meira »

Hissa á sýndareftirliti bankanna

08:30 Reikningi í eigu Samtaka hernaðarandstæðinga var lokað hjá Arion banka vegna þess að afrit vantaði af persónuskilríkjum allra stjórnarmanna. Meira »

Rekstrarskilyrði í lyfjageira versnað

08:12 Íslensk þjónustufyrirtæki á heildsölumarkaði lyfja búa á margan hátt við erfið starfsskilyrði. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann að beiðni Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Meira »

Brýnt að ferðafólk kolefnisjafni

07:57 „Draumurinn er að koma þessu á markað erlendis og selja kolefnisjöfnunina bæði til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsskóga ehf. Meira »

Hætta á hvössum vindstrengjum við fjöll

07:41 Sunnan- og síðar suðvestanátt og rigning verður á landinu fyrri hluta dags í dag. Hvassast verður við ströndina. Búast má við hvössum vindstrengjum við fjöll. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum. Meira »

Ólíklegt að farið verði á túnfisk

07:37 Ólíklegt er að Vísir hf. í Grindavík geri út á túnfiskveiðar í haust, en skipið fékk leyfi til veiðanna frá sjávarútvegsráðuneytinu í sumar. Meira »

Ungt fólk undir of miklu álagi

07:12 Skólasálfræðingur MH segist vonast til þess að ekki verði hætt að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum en í vor lýkur tilraunaverkefni um þjónustuna. Alls leituðu 152 nem­end­ur til Bóas­ar síðasta vet­ur og ástæðurn­ar ýms­ar, svo sem kvíði og vanlíðan. Meira »

Stjórnarskrárvinnan gengur vel

05:30 Formenn stjórnmálaflokkanna með fulltrúa á Alþingi funduðu á föstudag vegna endurskoðunar á stjórnarskrá.  Meira »

Mikil aukning reiðufjár

05:30 Reiðufé í umferð utan Seðlabanka Íslands og innlánsstofnana jókst um 5,2 milljarða króna árið 2017 og nam alls um 60,3 milljörðum króna um síðustu áramót. Meira »

Hleypur á hundruðum milljóna

05:30 Rekja má stóran hluta af tapi Íslandspósts til niðurgreiðslna fyrirtækisins á erlendum póstsendingum en kostnaðurinn hleypur á hundruðum milljóna. Meira »

Vill „ofurbandalag“

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill láta á það reyna hvort ekki sé hægt að stofna til samstarfs á milli Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í vetur. Meira »

Rukkaðir um tæp tvö og sex þúsund

05:30 „Það má gera ráð fyrir því að bílar sem vega yfir þrjú og hálft tonn verði rukkaðir um allt að sex þúsund krónur en bílar sem vega minna verði rukkaðir um tæplega tvö þúsund krónur,“ segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Meira »

Segir einkabílinn ekki menga mikið

05:30 Útblástur frá einkabílum er aðeins 3-5% af þeirri mengun á Íslandi sem sporna verður gegn vegna loftslagsvanda. Mun meiri mengun stafar frá öðrum samgöngukostum. Meira »

WOW nýtir eldsneyti betur en Icelandair

Í gær, 22:59 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar á vegum samtakanna ICCT þar sem lagt var mat á hvaða flugfélög nýta þotueldsneytið best miðað við fjölda farþega og fluglengd, í flugi á milli Evrópu og Norður-Ameríku, er flugfélagið WOW air öðru sæti á eftir Norwegian. En WOW er með þrettán prósent lakari nýtingu en norska flugfélagið. Meira »

Fór hringinn um Ísland á rafhjóli

Í gær, 22:46 „Ferðin og upplifunin var gríðarlega áhugaverð og einstök fyrir mig enda kem ég frá Indlandi þar sem aðstæður og veðrið er gjörólíkt. Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og olli mér áhyggjum, sérstaklega vindurinn,“ segir Sushil Reddy, stofnandi Sun Pedal Ride, í samtali við mbl.is. Meira »

Ósátt við rangar fréttir af Kötlugosi

Í gær, 22:36 Eldfjallafræðingur sem gerði rannsóknir á útstreymi koltvísýring frá Kötlu, ásamt fleiri vísindamönnum, og ritaði grein um niðurstöðurnar í tímaritinu Geophysical Research Letters, er mjög ósáttur við grein um eldfjallið sem birtist í Sunday Times. Fyrirsögn greinarinnar er „Íslenskur risi að því kominn að gjósa“. Meira »

Drógu vélarvana skemmtibát í land

Í gær, 21:58 Í kvöld barst neyðarkall frá vélavana skemmtibáti í Eyjafirði og fór hópur frá björgunarsveitinni Ægi í Grenivík á staðinn. Tóku þeir bátinn í tog og drógu hann til hafnar á Svalbarðseyri þar sem honum var komið upp á land. Meira »
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Dæmi um handsmíðað par úr silfri með alexandrite-steini, sem gefur mikið litafló...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 348.500,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Málarar
Málarar. Faglærðir málar geta bætt við sig verkefnum. Öll almenn málningarþjónus...