Heimurinn stendur aðgerðalaus hjá

Khatt­ab al-Mohammad er enskukennari og leiðsögumaður frá Aleppo í Sýrlandi. ...
Khatt­ab al-Mohammad er enskukennari og leiðsögumaður frá Aleppo í Sýrlandi. Hann er flóttamaður og býr ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Khatt­ab al-Mohammad segir að loftárásir Bandaríkjanna, Frakka og Breta séu ekkert annað en vitleysa og sé ekki ætlað að koma sýrlensku þjóðinni til aðstoðar. Khattab býr á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni en þau komu hingað til lands í janúar 2016 úr flótta­manna­búðum í Líb­anon en hann flúði Sýr­land árið 2012.

AFP

Líkt og fram hefur komið gerðu ríkin þrjú árásir á birgðastöðvar sýrlenska hersins í gær í kjölfar efnavopnaárásar sýrlenska stjórnvalda á íbúa bæjarins Douma fyrir viku.

„Ég held að þetta sé enn ein vitleysan sem kemur frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna,“ segir Khattab í samtali við mbl.is. 

„Allur heimurinn hefur fylgst aðgerðarlaus með sýrlensku þjóðinni slátrað. Þar sem heimilum fólks eru jöfnuð við jörðu. Hvernig fólk er sent á milli staða og jafnvel efnavopnum beitt á íbúa á svæðum þar sem uppreisnarmenn eru án þess að gera nokkuð til þess að hjálpa íbúum Sýrlands,“ segirKhattab er einn þeirra milljóna Sýrlendinga sem eru landflótta eftir sjö ára stríð í landinu. 

AFP

„Með þessu er verið að segja við Bash­ar al-Assad, forseta Sýrlands, að hann megi ekki nota efnavopna á íbúa landsins en hann megi beita öðrum vopnum á þjóð sína, varpa sprengjum og hverju sem er svo lengi sem hann notar ekki efnavopn,“ segir Khattab, en um hálf milljón Sýrlendinga, hið minnsta, hefur verið drepin á þeim árum sem liðin eru frá því að almenningur í Sýrlandi fór að mótmæla harðstjórn landsins.

Að sögnKhattab þá er því yfirleitt þannig farið þegar nú handsamar glæpamann þá er hann ákærður og færður fyrir dómara. Ekki vopnið sem hann beitti við að fremja glæpinn. Þeir segja tilganginn með árásunum að eyða geymslum sem hýsa efnavopn en glæpamaðurinn sjálfur situr sem fastast. Stríðsglæpamaðurinn gengur laus,“ segir Khattab. 

AFP

Hann segist óttast hvað bíði íbúa Idlib-héraðs og bendir á hótanir háttsetts íransks embættismanns í Damaskus í síðustu viku um að næst sé það Idlib-hérað sem ráðist verði til atlögu. 

„Eins og venjulega mun öryggisráð Sameinuðu þjóðanna koma saman eftir að árásirnar hefjast þar. Síðan beita Rússar neitunarvaldi sínu og þar við situr. Þetta höfum við séð ítrekað og áfram verða mannréttindi íbúa Sýrlands og lýðræðið fótum troðið og heimurinn stendur hjá. Stjórnmálamenn út um allan heim láta þetta afskiptalaust og gera ekkert til þess að styðja við sýrlensku þjóðina sem verið er að slátra.“

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Euro Market-rannsóknin á lokametrunum

11:50 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á svo nefndu Euro Market-máli er nú á lokametrunum að sögn Margeirs Sveinssonar yfirlögregluþjóns. „Það er verið að klára það,“ segir Margeir. „Það fer til héraðssaksóknara á næstunni.“ Meira »

Styrkja útgáfu 55 verka

11:38 Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 30 milljónum króna í útgáfustyrki til 55 verka og það er hækkun um 6,5 milljónir króna milli ára. Alls bárust 93 umsóknir og sótt var um ríflega 90 milljónir króna. Meira »

Guðmundur Helgi nýr formaður VM

11:26 Guðmundur Helgi Þórarinsson var í gær kjörinn formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) með 51,50% atkvæða.  Meira »

Mynduðu kross á Heimakletti

11:18 Um fjörutíu núverandi og fyrrverandi nemendur Grunnskólans í Vestmannaeyjum gengu upp á Heimaklett í gærkvöldi og tendruðu ljós til minningar um Sigurlás Þorleifsson, skólastjóra skólans, sem varð bráðkvaddur í göngu á Heimakletti síðastliðið þriðjudagskvöld. Meira »

Laxeldið mikilvægasta málið

11:15 Fiskeldi við Ísafjarðardjúp, sálfræðiþjónusta, samgöngur og íþrótta- og tómstundamál eru ofarlega í huga menntaskólanemanna Hákons Ernis Hrafnssonar og Kristínar Helgu Hagbarðsdóttur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Meira »

Hvað langar mig að læra?

11:10 „Það er mjög mikið af köttum í Reykjavík, ég hef tekið eftir því,“ segir bandaríski spennusagnahöfundurinn Dan Brown brosandi þegar hann snýr til baka úr gönguferð um miðborgina. Og hann bætir við að kettirnir séu vinalegir. Meira »

Rannsókn Skáksambandsmálsins enn í gangi

10:40 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að því að afla gagna í Skáksambandsmálinu svo kallaða. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Meira »

Fékk aðsvif í miðri sýningu

10:56 Leiksýningin Fólk, staðir og hlutir var stöðvuð eftir um hálftíma í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi eftir að einn af leikurunum, Björn Thors, fékk skyndilegt aðsvif uppi á sviði. Að sögn Kristínar Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra var Björn fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Meira »

Stór dagur fyrir Landspítalann

10:32 Í morgun birtist auglýsing um útboð á framkvæmdum við nýja Landspítalann við Hringbraut. Þar eru boðaðar miklar framkvæmdir, m.a. uprif gatna, göng undir Snorrabraut og fleira. Meira »

Ákærður fyrir að slá mann með kaffibolla

10:17 Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í sumarbústað í ágúst árið 2015 slegið annan mann með kaffibolla og veitt honum högg í andlitið. Meira »

Ákærð fyrir fljótandi kókaín

10:06 Portúgölsk kona hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa flutt 2.100 ml af vökva sem innihélt kókaín til landsins í lok síðasta árs. Var styrkleiki blöndunnar 51% og var kókaínið ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni að því er fram kemur í ákæru málsins. Meira »

Má ekki svara Heimi Hallgríms

09:40 Um mánaðamótin hækka sektir verulega og þeir sem nota síma, án handfrjáls búnaðar, gætu þurft að borga 40 þúsund krónur í sekt. Meira »

Bergur Ebbi og Ólafur Stefánsson í stjórn UN Women

09:36 Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur, ljóðskáld og ritgerðasmiður, og Ólafur Stefánsson, „hjartisti“ og frumkvöðull, voru kjörnir nýir inn í stjórn UN Women á Íslandi í gær. Meira »

Fyrsta konan sem verður alþjóðaforseti Lions

08:18 Íslenskir Lionsmenn heiðruðu Guðrúnu Björtu Yngvadóttur í Hörpunni í gær í tilefni af því að hún verður kjörin alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar. Meira »

Útboð á framkvæmdum við nýjan spítala

08:07 Nýr Landspítali ohf. hefur auglýst útboð, í samstarfi við Ríkiskaup og Framkvæmdasýslu ríkisins, vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið. Um er að ræða framkvæmdir vegna jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann, götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang, ásamt fyrirhuguðum bílakjallara. Meira »

Allir geta grætt á náttúruvernd

08:45 „Við Íslendingar erum enn fastir í þeim hugmyndum að ekki sé hægt að vernda svæði öðruvísi en að þar megi þá ekkert gera nema að anda,“ segir Sigurður Gísli Pálmason, stofnandi samtakanna Hrífandi sem standa fyrir ráðstefnu um verndarsvæði og þróun byggðar á morgun. Meira »

Verða að vinna stóru málin

08:11 Það kom Sigríði Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, alls ekki á óvart að heyra að í samtölum blaðamanns við Vestfirðinga um stærstu málin fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefðu mál sem fremur heyra undir ríkisvaldið en sveitarfélögin ítrekað verið nefnd. Meira »

Nýr fjölskylduvefur á mbl.is

07:57 Í dag verður hleypt af stokkunum nýjum undirvef mbl.is, með nafnið Fjölskyldan. Vefurinn verður í umsjá Dóru Magnúsdóttur fjölmiðlafræðings, en hún starfaði á árum áður á fréttadeild Morgunblaðsins. Meira »
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa klþ 9 og j...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Samkoma
Félagsstarf
Bænasamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...