Strokufangar hafa alltaf náðst aftur

Engum íslenskum fanga hefur tekist að strjúka án þess að komast á ný undir manna hendur. „Oftast tekur það skamman tíma,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.

Strok úr fangelsum hér á landi er raunar fátítt. Samkvæmt tölum sem Hafdís Guðmundsdóttir hjá Fangelsismálastofnun tók saman fyrir Morgunblaðið er aðeins um fjögur tilvik um strok að ræða úr lokuðum fangelsum hér á landi á áratugnum 2007 til 2017 og tvö úr opnum á sama tíma. Um tvö tilvik um strok er að ræða á þessu ári, flótta Sindra Þórs Stefánssonar úr opna fangelsinu á Sogni í Ölfusi í vikunni og Mikaels Más Pálssonar frá áfangaheimilinu Vernd snemma í þessum mánuði.

Ef skoðaðar eru tölur um fangaflótta fyrir önnur norræn lönd kemur í ljós að árið 2016 er Ísland í þriðja sæti hvað flótta varðar úr opnum fangelsum miðað við hverja 100 þúsund fangadaga. Þetta er þó undantekning miðað við það sem vanalegt er og aðeins er um að ræða tvö atvik. Finnland er í efsta sæti það ár og Danmörk í öðru, Noregur er í fjórða sæti og Svíþjóð í fimmta. Í Finnlandi og Danmörku struku 55 úr opnum fangelsum árið 2016, 49 í Noregi og 13 í Danmörku. Þegar tölur fyrir önnur ár áratugarins eru skoðaðar sker Ísland sig úr. Enginn flýr þá úr opnu fangelsi hér á landi.

Mun minna er um flótta úr lokuðum fangelsum en opnum í öllum löndunum. Ef aftur er miðað við árið 2016 var um ekkert strok að ræða hér á landi og Svíþjóð úr lokuðu fangelsi, en 4 tilvik í Finnlandi og eitt í Danmörku og Noregi. Strok úr lokuðum fangelsum er að jafnaði sjaldgæft í þessum löndum, en einstök ár skera sig þó úr. Þannig struku 17 í Danmörku árið 2007 og 11 árið 2014, 13 í Finnlandi árið 2008 og 16 í Svíþjóð sama ár. Árið 2009 struku tveir úr lokuðu fangelsi hér á landi.

Af eftirminnilegu tilvikum um að fangi hafi strokið hér á landi má nefna flótta Matthíasar Mána Erlingssonar frá Litla-Hrauni í desember 2012. Hann fannst viku seinna í sumarbústað í Árnesi og var þá vopnaður riffli, hnífum og öxi. Árið 2004 strauk Annþór Kristján Karlsson úr fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu með því að brjóta glugga. Hann fannst sama dag í felum hjá félaga sínum í Mosfellsbæ. Ef horft er lengra aftur í tímann má nefna strok Donalds M. Feeney og Jóns Gests Ólafssonar frá Litla-Hrauni í ágúst 1993. Þeir náðust á flugvellinum í Eyjum og höfðu þá tekið flugvél á leigu sem þeir ætluðu með til Færeyja.

Innlent »

23% notuðu kannabis í rafrettur

08:47 Alls höfðu 23% þeirra sem tóku þátt í könnun SÁÁ á Vogi notað kannabisefni í rafrettur. Könnunin var gerð í lok júlí en mánuði fyrr var þetta hlutfall 13%. Meira »

Þrengt að umferð á Hellisheiði

08:16 Malbikaðar verða báðar akreinar til vesturs á Suðurlandsvegi, um 1 km á milli Litlu kaffistofunnar og vegamóta við Bolöldur, í dag. Ölfusárbrú við Selfoss er lokuð til hádegis. Meira »

Ölfusárbrú opnuð á hádegi

07:57 Brúin yfir Ölfusá verður opnuð fyrir umferð á hádegi í dag, þremur dögum á undan áætlun, að sögn Arons Bjarnasonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni. Meira »

Fleiri hyggja á ferðalög en í fyrra

07:37 Rúm 42% þátttakenda í könnun MMR um ferðavenjur Íslendinga í sumarfríinu kváðust ætla að ferðast bæði innan- og utanlands.   Meira »

Lilja Rannveig gefur kost á sér hjá SUF

07:03 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hefur tilkynnt um að hún gefi kost á sér til embættis formanns Sambands ungra framsóknarmanna á komandi sambandsþingi sem fram fer daganna 31. ágúst til 1. september. Meira »

Landið er á milli tveggja lægða

06:50 Landið er milli tveggja lægða, annarrar hægfara norðaustur af Langanesi, en hinnar suðvestur í hafi á fleygiferð til austurs og veldur því að fer að rigna syðra í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun. Meira »

Samkeppnin er að harðna

05:30 Útlit er fyrir að um 335 þúsundum færri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár en Isavia áætlaði í nóvember síðastliðnum. Það samsvarar rúmlega 900 farþegum á dag. Meira »

Enginn fyllir skarð lundans Tóta

05:30 Merlin Entertainment mun á næsta ári taka við rekstri Sæheima, fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja.   Meira »

Áhugi á heimilislækningum

05:30 Ásókn í sérnám í heimilislækningum hefur aukist í kjölfar aðgerða sem farið var í árið 2011. Nú eru 47 læknar í náminu sem fram fer í Reykjavík og á Akureyri. Meira »

Kortleggja Íslendingahópa á Facebook

05:30 Íslendingar sem búsettir eru utan landsins hafa stofnað með sér hundruð Facebook-hópa til þess að halda tengslum við samlanda sína og hjálpa þeim að setjast að á nýjum stað. Meira »

Gandálfsmörk og Móðsognismörk

05:30 Götunafnanefnd á vegum borgarráðs hefur komið með tillögur að götuheitum í þremur mismunandi hverfum í Reykjavík, þar á meðal á Hólmsheiði og við Landspítala. Meira »

Brýndi mikilvægið fyrir ráðamönnum

05:30 Utanríkisráðherra Noregs, Ine Marie Eriksen Søreide, segist hafa gert Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, og íslenskum þingmönnum grein fyrir mikilvægi þess að þriðji orkupakki ESB verði innleiddur sem hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Meira »

Ullað í borgarráði Reykjavíkur

Í gær, 22:36 Fulltrúar minnihlutans í borgarráði Reykjavíkur bókuðu í dag „alvarlegar athugasemdir“ við það að Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri græna, hefði ullað framan í annan borgarráðsfulltrúa í upphafi fundar. Meira »

95 ára skellti sér í fallhlífarstökk

Í gær, 22:07 Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, varð í dag ef til vill elsti Íslendingurinn til að fara í fallhlífarstökk. „Ljómandi huggulegt,“ segir Páll um upplifunina. Meira »

Staðsetning Íslands mikilvæg á ný

Í gær, 21:55 Ísland hefur orðið mikilvægari samstarfsaðili á sviði öryggis- og varnarmála vegna breyttrar stöðu í heimsmálunum og tengist það landfræðilegri legu landsins í Norður-Atlantshafi, segir Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, í samtali við blaðamann. Meira »

Andarnefjan komin á flot

Í gær, 21:25 „Hún er komin af stað og byrjuð að synda. Það er bátur að fylgja henni og við ætlum að reyna að hafa hann að fylgja henni þar til við missum sjónar af henni,“ segir Sverrir Tryggvason skipstjóri. Önnur andarnefjanna sem festust í sjálfheldu á Engey er komin til sjávar. Hin drapst fyrr í kvöld. Meira »

Datt illa nærri Glym

Í gær, 20:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ungan karlmann á Landspítala í kvöld, en sá hafði hrasað og dottið illa á gönguleiðinni að fossinum Glym í botni Hvalfjarðar. Meira »

Fiskidagurinn litli í boði mikla

Í gær, 20:50 „Það var mikil veðurblíða og fólkið á heimilinu horfði á Fiskidagstónleikana. Svo var súpa og fiskborgarar og KK spilaði, hann ætlaði ekki að geta hætt að því þau vildu alltaf meira,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdarstjóri Fiskidagsins mikla. Fiskidagurinn litli var haldinn í Mörkinni í dag. Meira »

Vill hjálpa öðrum með sama sjúkdóm

Í gær, 20:40 Um 15.000 manns reima á sig hlaupaskóna nú á laugardag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Á meðan margir láta sér nægja að hlaupa fyrir sjálfa sig þá vilja aðrir láta gott af sér leiða. Meðal þeirra er hinn 13 ára Sebastian Örn Adamsson sem hleypur til styrktar Andartaki. Meira »
Gler krukkur og smáflöskur..
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
Gler krukkur og smáflöskur
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Skrifstofuhúsnæði til leigu að Smiðjuvegi 3. Hentugt fyrir allt að 6 starfsmenn...