„Þetta var nauðsynlegt vegna kosninganna“

Karlmenn hafa flutt lögheimili sitt inn á heimili kvenna í ...
Karlmenn hafa flutt lögheimili sitt inn á heimili kvenna í þeirra óþökk og mjög langan tíma hefur tekið að fá því hnekkt hjá Þjóðskrá. mbl.is/Árni Sæberg

Sviðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands segir dæmi um að mál hafi verið sett í forgang þar sem kona tilkynnti um að karlmaður hefði flutt lögheimili á hennar heimili án hennar vitundar og vilja. Því hafi lyktað með því að skráningin var felld úr gildi. Einnig séu dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til og hún beðin að sannreyna fasta búsetu í slíkum málum.

Hins vegar segir sviðsstjórinn það réttmæta gagnrýni að málsmeðferðin sé stundum allt of löng, oft fleiri mánuðir, sem skýrist m.a. af því að lögregla hafi ekki getað sett rannsókn málanna í forgang hjá sér. Flýtimeðferð hjá stofnuninni á lögheimilisflutningum í Árneshrepp skýrist hins vegar af sérstöðu þess máls og tímasetningunni. Skammt hafi verið til kosninga og aðkallandi að bregðast hratt við. Hinn hraði málsmeðferðartími í því máli sé í raun undantekning.

Ekki einsleit mál

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sagði í viðtali við mbl.is í gær að starfsmenn þar væru undrandi á því að Þjóðskrá hefði getað brugðist hratt við með aðstoð lögreglu í Árneshreppi. Það sama eigi ekki við í málum þar sem skjólstæðingar þeirra hafi lent í því að ofbeldismenn flyttu lögheimili sín á heimili þeirra að þeim forspurðum. Í þeim tilvikum hafi svör stofnunarinnar verið á þá leið að flókið, erfitt og jafnvel ómögulegt væri að afturkalla skráninguna. Velti hún fyrir sér forgangsröðun í samfélaginu í þessu samhengi.

Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri á stjórnsýslusviði Þjóðskrár, segir að það kunni að vera að þetta séu svörin sem hafi fengist í einhverjum tilfellum enda séu mál sem þessi allt annað en einsleit. Hvert þeirra sé einstakt og viðbrögð við ábendingum um ranga lögheimilisskráningu það sömuleiðis. „En við höfum gert það, við höfum sett mál af þessu tagi í forgang. En við getum ekki sett öll mál í forgang,“ segir Ástríður og bendir á að á hverju ári komi um 2.000 lögheimilisskráningar til rannsóknar hjá Þjóðskrá. „Það er hins vegar réttmæt gagnrýni að málsmeðferðin sé of löng og við vinnum nú að því að stytta hana.“

Skoðun á lögheimilisskráningum í Árneshreppi fékk flýtimeðferð hjá Þjóðskrá þar ...
Skoðun á lögheimilisskráningum í Árneshreppi fékk flýtimeðferð hjá Þjóðskrá þar sem kosningar nálguðust. mbl.is/Eyþór Árnason

Hún segir Þjóðskrá verða að fara að lögum og að ábendingar um ranga skráningu fari í þann almenna stjórnsýsluferil að í fyrstu sé kallað eftir upplýsingum frá þeim sem ábendingin beinist gegn og þeim sem setur hana fram. „Og svo koma gögnin og þá er oft orð á móti orði,“ segir Ástríður. Hvert mál sé metið og skráningin annaðhvort samþykkt eða felld niður. Ef frekari gagna þurfi að afla sé heimilt að kalla til lögreglu sem beðin sé að fara á vettvang og kanna hvort viðkomandi sé sannarlega með fasta búsetu á heimilinu. Það sé iðulega gert þegar deilt sé um skráningu lögheimilis.

Lögreglan hefur verið kölluð til

Skjót aðkoma lögreglu að skráningum í Árneshreppi er eitt af því sem starfskonur Kvennaathvarfsins eru hugsi yfir á og sagðist Sigþrúður í viðtali við mbl.is í gær ekki vita til þess að því úrræði hafi verið beitt í málum skjólstæðinga þess.

Ástríður segir svo vel kunna að vera í þeim tilfellum sem Sigþrúður þekki en að dæmin séu engu að síður fyrir hendi. Lögregla hafi verið kölluð til. „Það sem þarf líka að hafa í huga er að möguleikar lögreglu til að bregðast við eru mismiklir. Við ráðum ekki forgangsröðun mála hjá lögreglu. Við höfum alveg lent í því að lögreglan hefur ekki getað sinnt [beiðnum] eða náð að fara á staðinn innan hæfilegs tíma vegna annarra aðkallandi mála. Þannig að þessi mál hafa oft á tíðum dregist vegna þess að við höfum ekki fengið gögn frá lögreglu. Og stundum hefur mátt telja það í mánuðum en ekki vikum eða dögum.“

Í Árneshreppi hafi staðan hins vegar verið þannig að lögreglan á svæðinu gat brugðist við þegar í stað. „Við höfum séð að hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er viðbragðstími í lögheimilismálum oft á tíðum mun lengri.“

Eiga að fara í hefðbundinn farveg

Ástríður nefnir að í þeim tilvikum þar sem fólk sé skráð í sambúð eða hjúskap og eigi saman börn hafi Þjóðskrá ekki heimild til að færa lögheimili annars aðilans þó svo að hinn óski eftir því. Spurð út í þau mál sem framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins vísaði til, þar sem karlmenn hafa flutt lögheimili sitt á heimili kvenna í þeirra óþökk, segir Ástríður það ekki passa að starfsmenn stofnunarinnar segðust ekkert geta gert. Slík mál fari alltaf í sama farveg og önnur mál er varða ranga lögheimilisskráningu: Kallað sé eftir gögnum og aðstoð lögreglu ef við á. Í kjölfarið sé tekin ákvörðun hjá Þjóðskrá um að fella skráninguna úr gildi eða samþykkja hana.

Sigþrúður sagðist í samtali við mbl.is í kvöld standa við orð sín um að konur í þessari stöðu hafi fengið þau svör að ekki væri hægt að bregðast við með hraði, þó að skráningunni hafi verið hnekkt að lokum, jafnvel fleiri mánuðum síðar. Hún segist hafa fengið spurnir af fleiri slíkum málum í dag og þakkir fyrir að vekja athygli á vandanum. Þá ítrekar hún að hún þekki ekki dæmi þess að lögreglan hefði verið beðin að sanna búsetu karlanna á heimilum kvennanna.

Hröð afgreiðsla undantekning

En hvað skýrir þann mun sem er á málsmeðferðartíma almennt og svo flýtimeðferðarinnar í Árneshreppi?

„Það er auðvitað alltaf matsatriði hversu hratt er mögulega hægt að bregðast við,“ segir Ástríður. Hún segir aðstæðurnar í Árneshreppi hafa verið mjög sérstakar og í raun sé hinn stutti málsmeðferðartími undantekning, m.a. vegna þess hversu hratt lögreglan gat brugðist við og hversu fljótt og vel gekk að afla gagna.

Í málum eins og Sigþrúður nefndi hafi þó einnig verið gripið til flýtimeðferðar, m.a. með því að stytta frest til að skila gögnum og til andmæla.

Í Árneshreppi hafi sérstaðan falist í því að margir fluttu lögheimili sitt í lítið sveitarfélag á stuttum tíma. Þá hafi tímasetning flutninganna einnig verið ástæða flýtimeðferðar. „Þetta var nauðsynlegt vegna kosninganna. Það var okkar mat að það væri nauðsynlegt að bregðast strax við. En svona almennt séð er erfitt að ná að afgreiða öll mál á svo stuttum tíma.“

Hún segir reynt að flýta úrslausn mála eins og þeirra sem Sigþrúður nefnir, þar sem ofbeldismenn eiga mögulega í hlut, „en við verðum samt alltaf að vinna í samræmi við meginreglur stjórnsýslunnar.“

mbl.is

Innlent »

100 milljónum úthlutað úr Jafnréttissjóði

19:26 Styrkjum úr Jafnréttissjóði Íslands var úthlutað við hátíðlega athöfn á Hótel Borg í dag. Að þessu sinni hlutu 28 umsækjendur styrk til verkefna og rannsókna sem er ætlað að efla kynjajafnrétti í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Meira »

Missa af Pearl Jam vegna raddleysis

19:25 Eiríkur Sigmarsson átti ásamt þremur vinum sínum miða á tónleika amerísku rokkhljómsveitarinnar Pearl Jam í O2-tónleikahöllinni í London í kvöld. Það vildi þó ekki betur til en að þeim var frestað þar sem söngvari sveitarinnar, Eddie Vedder, er raddlaus. Meira »

Hrafnhildur áfram framkvæmdastjóri LÍN

19:11 Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir hefur verið endurskipuð í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. Meira »

Mættur til Volgograd eftir 23 tíma ferð

18:55 „Þetta er ekkert verra en á Mývatni,“ segir Grímur Jóhannsson sem kom til Volgograd í Rússlandi í gær eftir 23 tíma lestarferð frá Moskvu, með sérstakri stuðningsmannalest á vegum mótshaldara. Hann ræddi við mbl.is um ferðalagið, mýflugurnar og borgina við bakka Volgu. Meira »

Læra að þekkja tilfinningar

18:30 Mikið er um að vera í leikskólanum Furugrund í Kópavogi um þessar mundir, en skólinn tekur nú þátt í Evrópuverkefni um tilfinningagreind í samstarfi við erlenda grunn- og leikskóla. Meira »

Undirbúa fjölgun ráðuneyta

18:15 Forsætisráðherra hyggst, í samráði við félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra, hefja undirbúning að breyttri skipan velferðarráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Vonar að ekki þurfi fleiri samstöðufundi

17:55 Samstöðufundur með ljósmæðrum hófst í Mæðragarðinum við Lækjargötu klukkan korter í fimm. Að fundinum standa meðlimir Facebook-hópsins Mæður og feður standa með ljósmæðrum! en hópurinn telur rúmlega 13.000. Meira »

Undirbúa alþjóðlega ráðstefnu um #metoo

16:55 Ráðherranefnd um jafnréttismál hefur lagt til að haldin verði alþjóðleg ráðstefna um #metoo-byltinguna í tengslum við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni. Stefnt er á að ráðstefnan fari fram næsta haust. Meira »

Samninganefndir funda á morgun

15:59 Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins funda á morgun vegna kröfu ljósmæðra um launaleiðréttingu. Fundurinn fer fram klukkan 11:00 í húsum Ríkisáttasemjara. Nefndirnar hafa ekki fundið síðan ljósmæður höfnuðu nýjum kjarasamningum með yfirgnæfandi meirihluti þann 8. júní síðastliðinn. Meira »

Borgarstjóri ber fyrir sig Gústaf

15:50 „Þennan trúnaðarbrest þarf að rannsaka,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í ræðustól borgarstjórnar í dag. Þetta voru viðbrögð við að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, upplýsti í ræðustól í umræðum um breytingu á skipulagi nefnda hver fulltrúi minnihlutans yrði í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Meira »

HM-andköf æðstu embættismanna

15:45 Eftirvæntingin var gríðarmikil fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu á laugardag og horft var á leikinn víða um land. Meðal áhorfenda á Hrafnseyri voru þau Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Tengsl milli áfallastreitu og sjálfsónæmis

15:22 Fólk sem hefur glímt við áfallastreituröskun er í aukinni hættu á að greinast síðar með sjálfsónæmissjúkdóma. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands. og Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Meira »

Fylgir ráðgjöf Hafró í einu og öllu

15:22 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Orðinn mikilvægur tengiflugvöllur

14:55 Keflavíkurflugvöllur er á meðal þeirra flugvalla þar sem mest aukning hefur orðið í tengimöguleikum frá árinu 2008, samkvæmt nýrri skýrslu sem alþjóðlegu flugvallasamtökin ACI sendu frá sér í dag. Meira »

Vill að borgin stofni hagsmunasamtök

14:48 Sósíalistaflokkurinn hefur lagt til að Reykjavíkurborg stofni þrjú hagsmunasamtök. Oddviti sósíalista segir þetta vera til þess fallið að notendur þjónustunnar geti komið að ákvörðunum sem þá varða. Meira »

Yngsti forsetinn frá upphafi

14:48 Glatt var yfir mönnum fyrir setningu fyrsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur. Gleðin tók þó brátt enda þegar minnihlutinn hóf að gera athugasemdir við meirihlutann þegar stóð til að kjósa forseta borgarstjórnar. Áberandi var að flokkar minnihlutans stóðu einhuga við kosningu í embætti borgarstjórnar. Meira »

Ákærðir fyrir að halda konum í gíslingu

14:33 Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir að halda tveimur konum í gíslingu í fjórar til sex klukkustundir á heimili annarrar konunnar og annars mannsins í júnímánuði fyrir tveimur árum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Meira »

Forðast viðskiptahindranir vegna Brexit

14:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiddi umræðu um samskiptin við Bandaríkin og mikilvægi alþjóðaviðskipta á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visegradríkjanna í Stokkhólmi í dag. Meira »

Sambærilegt en ásýndin öðruvísi

14:00 Víðir Reynisson öryggisstjóri KSÍ segir að allt hafi gengið að óskum varðandi öryggismál og aðbúnað íslenska karlalandsliðsins í Rússlandi en það dvelur í góðu yfirlæti í strandbænum Kabardinka við Svartahaf. Meira »
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 448.500,-
Stapi er hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað og reglur. ...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...