„Þetta var nauðsynlegt vegna kosninganna“

Karlmenn hafa flutt lögheimili sitt inn á heimili kvenna í ...
Karlmenn hafa flutt lögheimili sitt inn á heimili kvenna í þeirra óþökk og mjög langan tíma hefur tekið að fá því hnekkt hjá Þjóðskrá. mbl.is/Árni Sæberg

Sviðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands segir dæmi um að mál hafi verið sett í forgang þar sem kona tilkynnti um að karlmaður hefði flutt lögheimili á hennar heimili án hennar vitundar og vilja. Því hafi lyktað með því að skráningin var felld úr gildi. Einnig séu dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til og hún beðin að sannreyna fasta búsetu í slíkum málum.

Hins vegar segir sviðsstjórinn það réttmæta gagnrýni að málsmeðferðin sé stundum allt of löng, oft fleiri mánuðir, sem skýrist m.a. af því að lögregla hafi ekki getað sett rannsókn málanna í forgang hjá sér. Flýtimeðferð hjá stofnuninni á lögheimilisflutningum í Árneshrepp skýrist hins vegar af sérstöðu þess máls og tímasetningunni. Skammt hafi verið til kosninga og aðkallandi að bregðast hratt við. Hinn hraði málsmeðferðartími í því máli sé í raun undantekning.

Ekki einsleit mál

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sagði í viðtali við mbl.is í gær að starfsmenn þar væru undrandi á því að Þjóðskrá hefði getað brugðist hratt við með aðstoð lögreglu í Árneshreppi. Það sama eigi ekki við í málum þar sem skjólstæðingar þeirra hafi lent í því að ofbeldismenn flyttu lögheimili sín á heimili þeirra að þeim forspurðum. Í þeim tilvikum hafi svör stofnunarinnar verið á þá leið að flókið, erfitt og jafnvel ómögulegt væri að afturkalla skráninguna. Velti hún fyrir sér forgangsröðun í samfélaginu í þessu samhengi.

Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri á stjórnsýslusviði Þjóðskrár, segir að það kunni að vera að þetta séu svörin sem hafi fengist í einhverjum tilfellum enda séu mál sem þessi allt annað en einsleit. Hvert þeirra sé einstakt og viðbrögð við ábendingum um ranga lögheimilisskráningu það sömuleiðis. „En við höfum gert það, við höfum sett mál af þessu tagi í forgang. En við getum ekki sett öll mál í forgang,“ segir Ástríður og bendir á að á hverju ári komi um 2.000 lögheimilisskráningar til rannsóknar hjá Þjóðskrá. „Það er hins vegar réttmæt gagnrýni að málsmeðferðin sé of löng og við vinnum nú að því að stytta hana.“

Skoðun á lögheimilisskráningum í Árneshreppi fékk flýtimeðferð hjá Þjóðskrá þar ...
Skoðun á lögheimilisskráningum í Árneshreppi fékk flýtimeðferð hjá Þjóðskrá þar sem kosningar nálguðust. mbl.is/Eyþór Árnason

Hún segir Þjóðskrá verða að fara að lögum og að ábendingar um ranga skráningu fari í þann almenna stjórnsýsluferil að í fyrstu sé kallað eftir upplýsingum frá þeim sem ábendingin beinist gegn og þeim sem setur hana fram. „Og svo koma gögnin og þá er oft orð á móti orði,“ segir Ástríður. Hvert mál sé metið og skráningin annaðhvort samþykkt eða felld niður. Ef frekari gagna þurfi að afla sé heimilt að kalla til lögreglu sem beðin sé að fara á vettvang og kanna hvort viðkomandi sé sannarlega með fasta búsetu á heimilinu. Það sé iðulega gert þegar deilt sé um skráningu lögheimilis.

Lögreglan hefur verið kölluð til

Skjót aðkoma lögreglu að skráningum í Árneshreppi er eitt af því sem starfskonur Kvennaathvarfsins eru hugsi yfir á og sagðist Sigþrúður í viðtali við mbl.is í gær ekki vita til þess að því úrræði hafi verið beitt í málum skjólstæðinga þess.

Ástríður segir svo vel kunna að vera í þeim tilfellum sem Sigþrúður þekki en að dæmin séu engu að síður fyrir hendi. Lögregla hafi verið kölluð til. „Það sem þarf líka að hafa í huga er að möguleikar lögreglu til að bregðast við eru mismiklir. Við ráðum ekki forgangsröðun mála hjá lögreglu. Við höfum alveg lent í því að lögreglan hefur ekki getað sinnt [beiðnum] eða náð að fara á staðinn innan hæfilegs tíma vegna annarra aðkallandi mála. Þannig að þessi mál hafa oft á tíðum dregist vegna þess að við höfum ekki fengið gögn frá lögreglu. Og stundum hefur mátt telja það í mánuðum en ekki vikum eða dögum.“

Í Árneshreppi hafi staðan hins vegar verið þannig að lögreglan á svæðinu gat brugðist við þegar í stað. „Við höfum séð að hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er viðbragðstími í lögheimilismálum oft á tíðum mun lengri.“

Eiga að fara í hefðbundinn farveg

Ástríður nefnir að í þeim tilvikum þar sem fólk sé skráð í sambúð eða hjúskap og eigi saman börn hafi Þjóðskrá ekki heimild til að færa lögheimili annars aðilans þó svo að hinn óski eftir því. Spurð út í þau mál sem framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins vísaði til, þar sem karlmenn hafa flutt lögheimili sitt á heimili kvenna í þeirra óþökk, segir Ástríður það ekki passa að starfsmenn stofnunarinnar segðust ekkert geta gert. Slík mál fari alltaf í sama farveg og önnur mál er varða ranga lögheimilisskráningu: Kallað sé eftir gögnum og aðstoð lögreglu ef við á. Í kjölfarið sé tekin ákvörðun hjá Þjóðskrá um að fella skráninguna úr gildi eða samþykkja hana.

Sigþrúður sagðist í samtali við mbl.is í kvöld standa við orð sín um að konur í þessari stöðu hafi fengið þau svör að ekki væri hægt að bregðast við með hraði, þó að skráningunni hafi verið hnekkt að lokum, jafnvel fleiri mánuðum síðar. Hún segist hafa fengið spurnir af fleiri slíkum málum í dag og þakkir fyrir að vekja athygli á vandanum. Þá ítrekar hún að hún þekki ekki dæmi þess að lögreglan hefði verið beðin að sanna búsetu karlanna á heimilum kvennanna.

Hröð afgreiðsla undantekning

En hvað skýrir þann mun sem er á málsmeðferðartíma almennt og svo flýtimeðferðarinnar í Árneshreppi?

„Það er auðvitað alltaf matsatriði hversu hratt er mögulega hægt að bregðast við,“ segir Ástríður. Hún segir aðstæðurnar í Árneshreppi hafa verið mjög sérstakar og í raun sé hinn stutti málsmeðferðartími undantekning, m.a. vegna þess hversu hratt lögreglan gat brugðist við og hversu fljótt og vel gekk að afla gagna.

Í málum eins og Sigþrúður nefndi hafi þó einnig verið gripið til flýtimeðferðar, m.a. með því að stytta frest til að skila gögnum og til andmæla.

Í Árneshreppi hafi sérstaðan falist í því að margir fluttu lögheimili sitt í lítið sveitarfélag á stuttum tíma. Þá hafi tímasetning flutninganna einnig verið ástæða flýtimeðferðar. „Þetta var nauðsynlegt vegna kosninganna. Það var okkar mat að það væri nauðsynlegt að bregðast strax við. En svona almennt séð er erfitt að ná að afgreiða öll mál á svo stuttum tíma.“

Hún segir reynt að flýta úrslausn mála eins og þeirra sem Sigþrúður nefnir, þar sem ofbeldismenn eiga mögulega í hlut, „en við verðum samt alltaf að vinna í samræmi við meginreglur stjórnsýslunnar.“

mbl.is

Innlent »

Sólin lætur víða sjá sig

22:55 Flestir landsmenn ættu að geta notið sólarinnar á morgun og vel virðist ætla að viðra til útiveru í miðborg Reykjavíkur, þar sem Menningarnótt fer fram og þúsundir hlaupara taka þátt í Reykjavíkumaraþoni. Meira »

Deilibílalausn fyrir ferðamenn á Íslandi

21:15 „Koride er leið fyrir ferðamenn til að tengjast á auðveldan hátt og sjá nákvæmlega hverjir vilja fara hvert. Þú getur á einfaldan hátt fundið ferðafélaga og gengið frá praktískum málum,“ segir Kristinn Evertsson, einn af stofnendum Koride, í samtali við mbl.is. Meira »

„Umtalsverðir annmarkar“ á kosningunum

20:35 Dómsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfum þeirra Elíasar Svavars Kristinssonar og Ólafs Valssonar um að ráðuneytið felli úr gildi úrskurð kjörnefndar sýslumannsins á Vestfjörðum vegna sveitarstjórnarkosninganna í Árneshreppi og úrskurði sömuleiðis kosningarnar ógildar. Meira »

Íslenska módelið virkar

20:00 Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi nær hámarki í 7.-8. bekk þegar um 80% ungmenna eru virk í hverri viku. Eftir það hefst brottfall af alvöru. Þetta er meðal þess sem fram kemur á fyrirlestri Margrétar Guðmundsdóttur félagsfræðings á alþjóðlegri ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum. Meira »

Metanframleiðsla mun tvöfaldast

19:45 Fyrsta skóflustungan að nýrri gas- og jarðgerðarstöð SORPU var tekin í dag í Álfsnesi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og sex fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og eigenda SORPU tóku fyrstu stunguna. Meira »

Skaraði fram úr í tónleikaröð

19:30 Kristín Anna Guðmundsdóttir sópransöngkona varð þess heiðurs aðnjótandi að vera valin af tónleikagestum sá söngvari sem þótti skara mest fram úr á sjö tónleikum sem nýverið voru haldnir í Torgau í NV-Saxlandi í Þýskalandi. Meira »

Leitar sameiginlegra lausna

19:30 „Það að hafa aðgengi að 500 millj­ón manna markaði með sam­eig­in­leg­ar regl­ur og staðla fyr­ir inn- og út­flutn­ing er gríðarlega mik­il­vægt til þess að skapa sann­gjörn sam­keppn­is­skil­yrði,“ seg­ir Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs. Meira »

Fiskidagsferðin varð til fjár

19:27 Vinningshafarnir heppnu, sem unnu fimmfaldan Lottópott um síðustu helgi eru búnir að gefa sig fram. Þau unnu 51,7 milljónir króna og voru stödd á Fiskideginum mikla á Dalvík er þau skutust á Akureyri og keyptu vinningsmiðann. Meira »

Segir ásakanirnar misbjóða sér

19:01 Þórður Georg Lárusson, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gefið út yfirlýsingu vegna fyrirlesturs Þóru Bjargar Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu, sem hún hélt á ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Kyn og Íþróttir,“ í Háskólanum í Reykjavík í gær. Meira »

Formaður hrifinn af furðubrögðum

18:57 Á milli þess sem Guðrún Hafsteinsdóttir starfar sem formaður Samtaka iðnaðarins og gegnir formennsku í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða, situr hún og smakkar til ís í raspi og kæstan síldarís svo fátt eitt sé nefnt. Meira »

Útilíkamsrækt í hreystigörðum

18:30 Fimm sveitarfélög hafa sett upp hreystigarða fyrir íbúa sína. Í görðunum, sem eru úti og ýmist kallaðir hreyfi- eða hreystigarðar, eru tæki til þol-, styrktar- og teygjuæfinga. Ókeypis er í tækin, sem ætluð eru fullorðnum. Meira »

Fer maraþon á hjólabretti

18:15 „Þetta er sjötta maraþonið mitt. Ég er hérna til að hafa gaman og njóta andrúmsloftsins. Svo er þetta skemmtileg leið til að sjá borgina,“ segir Chris Koch, 39 ára ferðalangur og hlaupari. Chris tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun á hjólabretti, en hann fæddist bæði án handa og fóta. Meira »

Miðbærinn tekur á sig mynd

17:30 Það stendur mikið til í miðbænum á morgun þegar Menningarnótt fer fram í 23. skipti. Verið var að tyrfa Klapparstíginn þar sem mikið karnival fer fram á morgun á vegum Nova og við Arnarhól var verið að setja upp stærsta svið sem hefur verið á notað í Tónaflóði Rásar 2. Meira »

Vilja nútímavæða sjávarútveginn

17:15 „Sjávarútvegurinn hefur verið tiltölulega íhaldssöm atvinnugrein og hefur ekki tileinkað sér aðferðafræði sem hefur þekkst í fjármálakerfinu undanfarna áratugi. Við erum að reyna að koma þannig hugsun og aðferðafræði inn í sjávarútveginn,“ segir dr. Jón Þrándur Stefánsson, stjórnarformaður Sea Data Center, í samtali við mbl.is. Meira »

Tók ekki öskrandi á móti fólki

17:00 Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, segist ekki muna eftir fundi með leikmönnum kvennalandsliðsins í knattspyrnu vegna þáverandi landsliðsþjálfara liðsins, Þórðar Lárussonar, þar sem hann hafi öskrað á þær en það kom fram í fyrirlestri Þóru B. Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu. Meira »

Birtir erindi framkvæmdastjóra KVH

16:19 „Á fundi forsætisnefndar sem var að ljúka rétt í þessu sá ég mig knúna til að leggja fram tölvuskeyti frá framkvæmdastjóra Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Ég hef því að fullu upplýst hvaðan ég fékk upplýsingarnar,“ segir Vigdís Hauksdóttir í tölvupósti til fjölmiðla í dag. Meira »

Hlaupandi fólk um allan bæ

16:04 „Það verður hlaupandi fólk um allan bæ á morgun fram eftir degi,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur, og kveður skráningu og áheitasöfnun fyrir Reykjavíkurmaraþonið, sem haldið er á morgun, ganga mjög vel. Meira »

Forsetinn gaf frumkvöðlum heillaráð

15:35 Fjárfestadagur Startup Reykjavik var haldinn í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem níu sprotafyrirtæki kynntu viðskiptahugmyndir sínar fyrir innlendum og erlendum fjárfestum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hóf daginn með því að gefa frumkvöðlum tvö heillaráð fyrir komandi áskoranir. Meira »

Fer lengra ef söfnunin gengur vel

15:02 „Við völdum að hlaupa fyrir Kraft því systir okkar þriggja, Ólöf, greindist með heilaæxli þegar hún var einungis þrítug,“ segir Unnur Lilja Bjarnadóttir. Hún og fjölskylda hennar hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings Krafti. Meira »
fágætar bækur til sölu
ti lsölu nokkrar fágætar bækur Fjórir leikþættir eftir Odd Björnsson með teik...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Bosch þvottavél til sölu
Góð Bosch þvottavél er til sölu í 108 Reykjavík. Verð: 20.000 kr. Hafið samb...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 348.500,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...