„Þetta var nauðsynlegt vegna kosninganna“

Karlmenn hafa flutt lögheimili sitt inn á heimili kvenna í ...
Karlmenn hafa flutt lögheimili sitt inn á heimili kvenna í þeirra óþökk og mjög langan tíma hefur tekið að fá því hnekkt hjá Þjóðskrá. mbl.is/Árni Sæberg

Sviðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands segir dæmi um að mál hafi verið sett í forgang þar sem kona tilkynnti um að karlmaður hefði flutt lögheimili á hennar heimili án hennar vitundar og vilja. Því hafi lyktað með því að skráningin var felld úr gildi. Einnig séu dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til og hún beðin að sannreyna fasta búsetu í slíkum málum.

Hins vegar segir sviðsstjórinn það réttmæta gagnrýni að málsmeðferðin sé stundum allt of löng, oft fleiri mánuðir, sem skýrist m.a. af því að lögregla hafi ekki getað sett rannsókn málanna í forgang hjá sér. Flýtimeðferð hjá stofnuninni á lögheimilisflutningum í Árneshrepp skýrist hins vegar af sérstöðu þess máls og tímasetningunni. Skammt hafi verið til kosninga og aðkallandi að bregðast hratt við. Hinn hraði málsmeðferðartími í því máli sé í raun undantekning.

Ekki einsleit mál

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sagði í viðtali við mbl.is í gær að starfsmenn þar væru undrandi á því að Þjóðskrá hefði getað brugðist hratt við með aðstoð lögreglu í Árneshreppi. Það sama eigi ekki við í málum þar sem skjólstæðingar þeirra hafi lent í því að ofbeldismenn flyttu lögheimili sín á heimili þeirra að þeim forspurðum. Í þeim tilvikum hafi svör stofnunarinnar verið á þá leið að flókið, erfitt og jafnvel ómögulegt væri að afturkalla skráninguna. Velti hún fyrir sér forgangsröðun í samfélaginu í þessu samhengi.

Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri á stjórnsýslusviði Þjóðskrár, segir að það kunni að vera að þetta séu svörin sem hafi fengist í einhverjum tilfellum enda séu mál sem þessi allt annað en einsleit. Hvert þeirra sé einstakt og viðbrögð við ábendingum um ranga lögheimilisskráningu það sömuleiðis. „En við höfum gert það, við höfum sett mál af þessu tagi í forgang. En við getum ekki sett öll mál í forgang,“ segir Ástríður og bendir á að á hverju ári komi um 2.000 lögheimilisskráningar til rannsóknar hjá Þjóðskrá. „Það er hins vegar réttmæt gagnrýni að málsmeðferðin sé of löng og við vinnum nú að því að stytta hana.“

Skoðun á lögheimilisskráningum í Árneshreppi fékk flýtimeðferð hjá Þjóðskrá þar ...
Skoðun á lögheimilisskráningum í Árneshreppi fékk flýtimeðferð hjá Þjóðskrá þar sem kosningar nálguðust. mbl.is/Eyþór Árnason

Hún segir Þjóðskrá verða að fara að lögum og að ábendingar um ranga skráningu fari í þann almenna stjórnsýsluferil að í fyrstu sé kallað eftir upplýsingum frá þeim sem ábendingin beinist gegn og þeim sem setur hana fram. „Og svo koma gögnin og þá er oft orð á móti orði,“ segir Ástríður. Hvert mál sé metið og skráningin annaðhvort samþykkt eða felld niður. Ef frekari gagna þurfi að afla sé heimilt að kalla til lögreglu sem beðin sé að fara á vettvang og kanna hvort viðkomandi sé sannarlega með fasta búsetu á heimilinu. Það sé iðulega gert þegar deilt sé um skráningu lögheimilis.

Lögreglan hefur verið kölluð til

Skjót aðkoma lögreglu að skráningum í Árneshreppi er eitt af því sem starfskonur Kvennaathvarfsins eru hugsi yfir á og sagðist Sigþrúður í viðtali við mbl.is í gær ekki vita til þess að því úrræði hafi verið beitt í málum skjólstæðinga þess.

Ástríður segir svo vel kunna að vera í þeim tilfellum sem Sigþrúður þekki en að dæmin séu engu að síður fyrir hendi. Lögregla hafi verið kölluð til. „Það sem þarf líka að hafa í huga er að möguleikar lögreglu til að bregðast við eru mismiklir. Við ráðum ekki forgangsröðun mála hjá lögreglu. Við höfum alveg lent í því að lögreglan hefur ekki getað sinnt [beiðnum] eða náð að fara á staðinn innan hæfilegs tíma vegna annarra aðkallandi mála. Þannig að þessi mál hafa oft á tíðum dregist vegna þess að við höfum ekki fengið gögn frá lögreglu. Og stundum hefur mátt telja það í mánuðum en ekki vikum eða dögum.“

Í Árneshreppi hafi staðan hins vegar verið þannig að lögreglan á svæðinu gat brugðist við þegar í stað. „Við höfum séð að hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er viðbragðstími í lögheimilismálum oft á tíðum mun lengri.“

Eiga að fara í hefðbundinn farveg

Ástríður nefnir að í þeim tilvikum þar sem fólk sé skráð í sambúð eða hjúskap og eigi saman börn hafi Þjóðskrá ekki heimild til að færa lögheimili annars aðilans þó svo að hinn óski eftir því. Spurð út í þau mál sem framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins vísaði til, þar sem karlmenn hafa flutt lögheimili sitt á heimili kvenna í þeirra óþökk, segir Ástríður það ekki passa að starfsmenn stofnunarinnar segðust ekkert geta gert. Slík mál fari alltaf í sama farveg og önnur mál er varða ranga lögheimilisskráningu: Kallað sé eftir gögnum og aðstoð lögreglu ef við á. Í kjölfarið sé tekin ákvörðun hjá Þjóðskrá um að fella skráninguna úr gildi eða samþykkja hana.

Sigþrúður sagðist í samtali við mbl.is í kvöld standa við orð sín um að konur í þessari stöðu hafi fengið þau svör að ekki væri hægt að bregðast við með hraði, þó að skráningunni hafi verið hnekkt að lokum, jafnvel fleiri mánuðum síðar. Hún segist hafa fengið spurnir af fleiri slíkum málum í dag og þakkir fyrir að vekja athygli á vandanum. Þá ítrekar hún að hún þekki ekki dæmi þess að lögreglan hefði verið beðin að sanna búsetu karlanna á heimilum kvennanna.

Hröð afgreiðsla undantekning

En hvað skýrir þann mun sem er á málsmeðferðartíma almennt og svo flýtimeðferðarinnar í Árneshreppi?

„Það er auðvitað alltaf matsatriði hversu hratt er mögulega hægt að bregðast við,“ segir Ástríður. Hún segir aðstæðurnar í Árneshreppi hafa verið mjög sérstakar og í raun sé hinn stutti málsmeðferðartími undantekning, m.a. vegna þess hversu hratt lögreglan gat brugðist við og hversu fljótt og vel gekk að afla gagna.

Í málum eins og Sigþrúður nefndi hafi þó einnig verið gripið til flýtimeðferðar, m.a. með því að stytta frest til að skila gögnum og til andmæla.

Í Árneshreppi hafi sérstaðan falist í því að margir fluttu lögheimili sitt í lítið sveitarfélag á stuttum tíma. Þá hafi tímasetning flutninganna einnig verið ástæða flýtimeðferðar. „Þetta var nauðsynlegt vegna kosninganna. Það var okkar mat að það væri nauðsynlegt að bregðast strax við. En svona almennt séð er erfitt að ná að afgreiða öll mál á svo stuttum tíma.“

Hún segir reynt að flýta úrslausn mála eins og þeirra sem Sigþrúður nefnir, þar sem ofbeldismenn eiga mögulega í hlut, „en við verðum samt alltaf að vinna í samræmi við meginreglur stjórnsýslunnar.“

mbl.is

Innlent »

Veggjöld samþykkt eftir áramót

14:01 Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir að samgönguáætlun verði afgreidd snemma á nýju ári. Full samstaða er meðal ríkisstjórnarflokkanna um afgreiðslu samgönguáætlunar en samkomulag var gert milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um að samgönguáætlun verði í forgangi þegar þing kemur saman að nýju eftir jólafrí. Meira »

„Þarna er mikilvægum áfanga náð“

13:23 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir niðurstöðuna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í Póllandi í gær vera mikilvægan áfanga þó að enn standi ákveðin atriði út af sem þurfi að klára á ráðstefnunni að ári. Meira »

Brýnt að allir njóti ávaxta uppsveiflu

12:31 Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikið upp úr efnahagslegum umsvifum, hagvexti og drift í atvinnulífinu þannig að leggja megi meira til þeirra sem á aðstoð þurfa að halda. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Þingvöllum. Meira »

Skaðabótaskylda vegna falls í stiga

10:45 Veitingastaður hefur verið dæmdur skaðabótaskyldur vegna slyss sem kona varð fyrir í stiga þar árið 2015. Féll konan í stiganum, en í málinu var meðal annars tekist á um hvort öryggi hefði verið nægt í stiganum, en þar voru engin handrið þegar slysið átti sér stað. Meira »

Með lag í Netflix-kvikmynd

10:09 „Þetta var allt mjög mikil tilviljun,“ segir Unnur Eggertsdóttir, leik- og söngkona, en nýlega keypti leikstjórinn Dan Gilroy af henni lag fyrir senu í Netflix-kvikmyndinni Velvet Buzzsaw, sem skartar leikaranum Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Meira »

Mátti gera fjárnám vegna skattbrots

09:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í vikunni beiðni karlmanns um að ógilda fjárnám sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði gert. Fjárnámið var gert vegna skuldar mannsins við sýslumann í kjölfar dóms sem hann hlaut árið 2013 í skattamáli. Hafði hann verið dæmdur til að greiða 64 milljónir vegna vangoldins virðisaukaskatts. Meira »

Bjarni Benediktsson mætir á Þingvelli

08:30 Störfum Alþingis var frestað nú á föstudaginn eftir að hafa lokið afgreiðslu fjölmargra mála nú í desember, meðal annars fjárlaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætir í þjóðmálaþáttinn Þingvelli í dag. Meira »

Enn ein lægðin gengur yfir á morgun

08:22 Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með vaxandi vindi þar sem búast má við 15-23 m/s víða um land og allt að 28 m/s um tíma syðst á landinu auk hvassari hviða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Greiðfært en hálka víða

07:43 Víðast er vel greiðfært á landinu, en hálku og hálkubletti má finna víða. Hellisheiði er til að mynda orðin auð, en hálka er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Snæfellsnesi og Bröttubrekku. Meira »

Eldur í jólaskreytingu í Borgartúni

07:12 Eldur kom upp í jólaskreytingu í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang, en eldurinn var minniháttar og hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á staðinn. Meira »

Róa áfram inn í nóttina

Í gær, 22:15 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sjö sem hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði láta engan bilbug á sér finna og voru á fleygiferð þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði fyrr í kvöld. Söfnunin gengur vonum framar miðað við fyrstu væntingar. Meira »

Stekkjastaur laumufarþegi í flugvélinni

Í gær, 22:02 Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn í dag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Meira »

Galdurinn að komast á trúnó

Í gær, 20:05 „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem á hugmyndina að sjónvarpsþáttunum Trúnó, en myndavélin hefur fylgt henni frá æsku. Meira »

Situr einn að 40 milljónunum

Í gær, 19:42 Einn spil­ari var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó í kvöld og fær hann rúma 41 milljón króna, en vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Meira »

Á sama vegheflinum í nær 26 ár

Í gær, 19:20 Vegagerðin heldur úti víðtæku eftirlitskerfi og þar gegna hefilstjórar á 22 vegheflum mikilvægu hlutverki. Einn þeirra er Gunnlaugur Einarsson, flokkstjóri og vélamaður á Vopnafirði. Hann hefur staðið vaktina og heflað vegi í tæplega þrjá áratugi og man tímana tvenna. Meira »

Gluggi inn í störf lögreglu

Í gær, 18:45 „Við höfum náð á síðustu árum og áratugum að einfalda þau verkefni sem við sinnum, en þó eru þau verkefni sem við sinnum gríðarlega fjölþætt og ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hvað starf lögreglunnar er fjölþætt,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vandamálið skortur á viðurlögum

Í gær, 18:43 Lyfjastofnun hafa borist 15 tilkynningar vegna lækningatækja frá árinu 2011 vegna atvika þar sem grunur leikur á um að tækin uppfylli ekki öryggiskröfur. Ekkert atvik hefur þó leitt til heilsutjóns eða dauða að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Meira »

Snýst allt um þessa hvítu húfu

Í gær, 18:30 Breyta þarf viðhorfi samfélagsins gagnvart annarri menntun en þeirri sem felst í bóknámi, segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN í Grundarfirði. „Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera,“ útskýrir hún. Meira »

Kitluðu bragðlaukana í Hörpu

Í gær, 18:01 Fjöldi manns tók sér hlé frá jólastressinu í dag og kom við á matarhátíð Búrsins sem haldin er í Hörpu þessa helgina.  Meira »
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Togbekkur fyrir bakið á 44.000 .
Togbekkur sem kemur bakinu þínu í lag Togbekkur fyrir hryggjaliðina og bakverki...
Vöruúrval fyrir fagurkera
Vöruúrval fyrir fagurkera Húsgögn - Gjafavörur, B&G postulín matar- og kaffistel...
Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...