„Þetta var nauðsynlegt vegna kosninganna“

Karlmenn hafa flutt lögheimili sitt inn á heimili kvenna í ...
Karlmenn hafa flutt lögheimili sitt inn á heimili kvenna í þeirra óþökk og mjög langan tíma hefur tekið að fá því hnekkt hjá Þjóðskrá. mbl.is/Árni Sæberg

Sviðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands segir dæmi um að mál hafi verið sett í forgang þar sem kona tilkynnti um að karlmaður hefði flutt lögheimili á hennar heimili án hennar vitundar og vilja. Því hafi lyktað með því að skráningin var felld úr gildi. Einnig séu dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til og hún beðin að sannreyna fasta búsetu í slíkum málum.

Hins vegar segir sviðsstjórinn það réttmæta gagnrýni að málsmeðferðin sé stundum allt of löng, oft fleiri mánuðir, sem skýrist m.a. af því að lögregla hafi ekki getað sett rannsókn málanna í forgang hjá sér. Flýtimeðferð hjá stofnuninni á lögheimilisflutningum í Árneshrepp skýrist hins vegar af sérstöðu þess máls og tímasetningunni. Skammt hafi verið til kosninga og aðkallandi að bregðast hratt við. Hinn hraði málsmeðferðartími í því máli sé í raun undantekning.

Ekki einsleit mál

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sagði í viðtali við mbl.is í gær að starfsmenn þar væru undrandi á því að Þjóðskrá hefði getað brugðist hratt við með aðstoð lögreglu í Árneshreppi. Það sama eigi ekki við í málum þar sem skjólstæðingar þeirra hafi lent í því að ofbeldismenn flyttu lögheimili sín á heimili þeirra að þeim forspurðum. Í þeim tilvikum hafi svör stofnunarinnar verið á þá leið að flókið, erfitt og jafnvel ómögulegt væri að afturkalla skráninguna. Velti hún fyrir sér forgangsröðun í samfélaginu í þessu samhengi.

Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri á stjórnsýslusviði Þjóðskrár, segir að það kunni að vera að þetta séu svörin sem hafi fengist í einhverjum tilfellum enda séu mál sem þessi allt annað en einsleit. Hvert þeirra sé einstakt og viðbrögð við ábendingum um ranga lögheimilisskráningu það sömuleiðis. „En við höfum gert það, við höfum sett mál af þessu tagi í forgang. En við getum ekki sett öll mál í forgang,“ segir Ástríður og bendir á að á hverju ári komi um 2.000 lögheimilisskráningar til rannsóknar hjá Þjóðskrá. „Það er hins vegar réttmæt gagnrýni að málsmeðferðin sé of löng og við vinnum nú að því að stytta hana.“

Skoðun á lögheimilisskráningum í Árneshreppi fékk flýtimeðferð hjá Þjóðskrá þar ...
Skoðun á lögheimilisskráningum í Árneshreppi fékk flýtimeðferð hjá Þjóðskrá þar sem kosningar nálguðust. mbl.is/Eyþór Árnason

Hún segir Þjóðskrá verða að fara að lögum og að ábendingar um ranga skráningu fari í þann almenna stjórnsýsluferil að í fyrstu sé kallað eftir upplýsingum frá þeim sem ábendingin beinist gegn og þeim sem setur hana fram. „Og svo koma gögnin og þá er oft orð á móti orði,“ segir Ástríður. Hvert mál sé metið og skráningin annaðhvort samþykkt eða felld niður. Ef frekari gagna þurfi að afla sé heimilt að kalla til lögreglu sem beðin sé að fara á vettvang og kanna hvort viðkomandi sé sannarlega með fasta búsetu á heimilinu. Það sé iðulega gert þegar deilt sé um skráningu lögheimilis.

Lögreglan hefur verið kölluð til

Skjót aðkoma lögreglu að skráningum í Árneshreppi er eitt af því sem starfskonur Kvennaathvarfsins eru hugsi yfir á og sagðist Sigþrúður í viðtali við mbl.is í gær ekki vita til þess að því úrræði hafi verið beitt í málum skjólstæðinga þess.

Ástríður segir svo vel kunna að vera í þeim tilfellum sem Sigþrúður þekki en að dæmin séu engu að síður fyrir hendi. Lögregla hafi verið kölluð til. „Það sem þarf líka að hafa í huga er að möguleikar lögreglu til að bregðast við eru mismiklir. Við ráðum ekki forgangsröðun mála hjá lögreglu. Við höfum alveg lent í því að lögreglan hefur ekki getað sinnt [beiðnum] eða náð að fara á staðinn innan hæfilegs tíma vegna annarra aðkallandi mála. Þannig að þessi mál hafa oft á tíðum dregist vegna þess að við höfum ekki fengið gögn frá lögreglu. Og stundum hefur mátt telja það í mánuðum en ekki vikum eða dögum.“

Í Árneshreppi hafi staðan hins vegar verið þannig að lögreglan á svæðinu gat brugðist við þegar í stað. „Við höfum séð að hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er viðbragðstími í lögheimilismálum oft á tíðum mun lengri.“

Eiga að fara í hefðbundinn farveg

Ástríður nefnir að í þeim tilvikum þar sem fólk sé skráð í sambúð eða hjúskap og eigi saman börn hafi Þjóðskrá ekki heimild til að færa lögheimili annars aðilans þó svo að hinn óski eftir því. Spurð út í þau mál sem framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins vísaði til, þar sem karlmenn hafa flutt lögheimili sitt á heimili kvenna í þeirra óþökk, segir Ástríður það ekki passa að starfsmenn stofnunarinnar segðust ekkert geta gert. Slík mál fari alltaf í sama farveg og önnur mál er varða ranga lögheimilisskráningu: Kallað sé eftir gögnum og aðstoð lögreglu ef við á. Í kjölfarið sé tekin ákvörðun hjá Þjóðskrá um að fella skráninguna úr gildi eða samþykkja hana.

Sigþrúður sagðist í samtali við mbl.is í kvöld standa við orð sín um að konur í þessari stöðu hafi fengið þau svör að ekki væri hægt að bregðast við með hraði, þó að skráningunni hafi verið hnekkt að lokum, jafnvel fleiri mánuðum síðar. Hún segist hafa fengið spurnir af fleiri slíkum málum í dag og þakkir fyrir að vekja athygli á vandanum. Þá ítrekar hún að hún þekki ekki dæmi þess að lögreglan hefði verið beðin að sanna búsetu karlanna á heimilum kvennanna.

Hröð afgreiðsla undantekning

En hvað skýrir þann mun sem er á málsmeðferðartíma almennt og svo flýtimeðferðarinnar í Árneshreppi?

„Það er auðvitað alltaf matsatriði hversu hratt er mögulega hægt að bregðast við,“ segir Ástríður. Hún segir aðstæðurnar í Árneshreppi hafa verið mjög sérstakar og í raun sé hinn stutti málsmeðferðartími undantekning, m.a. vegna þess hversu hratt lögreglan gat brugðist við og hversu fljótt og vel gekk að afla gagna.

Í málum eins og Sigþrúður nefndi hafi þó einnig verið gripið til flýtimeðferðar, m.a. með því að stytta frest til að skila gögnum og til andmæla.

Í Árneshreppi hafi sérstaðan falist í því að margir fluttu lögheimili sitt í lítið sveitarfélag á stuttum tíma. Þá hafi tímasetning flutninganna einnig verið ástæða flýtimeðferðar. „Þetta var nauðsynlegt vegna kosninganna. Það var okkar mat að það væri nauðsynlegt að bregðast strax við. En svona almennt séð er erfitt að ná að afgreiða öll mál á svo stuttum tíma.“

Hún segir reynt að flýta úrslausn mála eins og þeirra sem Sigþrúður nefnir, þar sem ofbeldismenn eiga mögulega í hlut, „en við verðum samt alltaf að vinna í samræmi við meginreglur stjórnsýslunnar.“

mbl.is

Innlent »

Til skoðunar að áfrýja

10:20 Forráðamenn Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell, rekstr­ar­fé­lagi Wiki­leaks, eru með það til skoðunar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi þeim 1,2 milljarða króna í bætur frá Valitor. Um er að ræða töluvert lægri bætur en tjónið var metið vera. Meira »

Góðar breytingar fyrir Borgarlínu, verri fyrir skólana

07:57 Í drögum að tillögu að breyttu aðalskipulagi á Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð kemur fram að áform um breytta landnotkun og fjölgun íbúða muni styrkja uppbyggingu farþegagrunns Borgarlínu. Meira »

Stefndi að Skeifunni frá því hann kom í skólann

07:37 „Ég setti mér það markmið þegar ég kom í skólann að taka þessi verðlaun. Það er gömul hefð að keppa um Skeifuna. Mér fannst ég hafa bakgrunninn til að geta stefnt að því,“ segir Guðjón Örn Sigurðsson frá Skollagróf í Hrunamannahreppi sem fékk Morgunblaðsskeifuna afhenta í gær, á Skeifudegi hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri. Meira »

Norðanhret í vændum

07:20 Um miðja næstu viku er spáð norðanhreti og ljóst að það mun kólna talsvert frá því sem nú er. Segir veðurfræðingur að komandi maímánuður virðist engin undantekning frá því sem oft er - að það leggi í norðankulda í mánuðinum. Meira »

Hundruð í sóttkví

07:10 Hundruð nemenda og starfsmanna við tvo háskóla í Kaliforníu hafa verið settir í sóttkví vegna mislingafaraldurs sem þar geisar. Það sem af er ári hafa 695 smitast af mislingum í Bandaríkjunum og á heimsvísu hefur mislingatilvikum fjölgað um 300% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Meira »

Grunaður um brot á nálgunarbanni

06:42 Maður í annarlegu ástandi var handtekinn síðdegis í gær þar sem hann var í óleyfi í stigagangi fjölbýlishúss í hverfi 111. Maðurinn er grunaður um brot á nálgunarbanni og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Íslensk sulta í toppbaráttunni

05:30 Íslenski framleiðandinn Good Good náði á topp vinsældalista yfir mest seldu sulturnar hjá bandarísku vefversluninni Amazon nýverið. Meira »

Aukin aðsókn í Frú Ragnheiði

05:30 Heimsóknum til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis Rauða krossins fyrir fólk sem notar vímuefni í æð, fjölgaði um 38% á milli áranna 2017 og 2018. Heimsóknirnar voru 3.854 en einstaklingarnir að baki þeim 455. Meira »

Fundað um framkvæmd aðgerða

05:30 Unnið er í Stjórnarráðinu að undirbúningi þess að hrinda í framkvæmd 45 atriðum sem fram komu í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við samninga á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra hefur boðað til fundar hagsmunaaðila um miðjan maí til að fara yfir stöðu mála og ræða framkvæmdina. Meira »

Nýliðinn vetur var afar hlýr

05:30 Nýliðinn vetur telst vera afar hlýr, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í samantekt. Meðalhiti í Reykjavík var 2,4 stig, um 1,4 stigum ofan meðallags vetra síðustu 70 ára og 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu vetra. Hitavik eru svipuð á Akureyri. Meira »

Vara við notkun hættulegra leysihanska

05:30 Geislavarnir ríkisins vara við notkun á svokölluðum leysihönskum á vefsíðu sinni. Um er að ræða hanska sem útbúnir eru öflugum leysibendum sem geta valdið augnskaða með beinni geislun í auga og með endurvarpi á gljáandi fleti. Meira »

Selja má íslenskar kartöflur samhliða innfluttum

05:30 Birkir Ármannsson, kartöfluræktandi í Þykkvabæ, segir að selja megi íslenskar kartöflur samhliða innfluttum, en dreifingarfyrirtækið Bananar hafnaði í síðustu viku kartöflum frá honum með þeim skýringum að þær væru ekki fyrsta flokks. Meira »

Málþófsdraugurinn verði kveðinn niður

05:30 „Einn draugur fer þó um þinghúsið og ygglir sig í þingsalnum og er mikil nauðsyn að kveðinn verði niður, rotaður í einu höggi, en það er málþóf,“ sagði Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í ræðu á Hátíð Jóns Sigurðssonar sem haldin var í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í gær. Meira »

Brugðust seint við tilmælum frá MAST

Í gær, 23:22 Ópal sjávarfang ehf. fékk upplýsingar frá Matvælastofnun (MAST) um staðfest listeríusmit í þremur afurðum fyrirtækisins um hádegisbil 4. febrúar, en brást ekki við með því að innkalla vörurnar fyrr en síðdegis 6. febrúar. Þá var einungis ein vara af þremur innkölluð. Meira »

Fákaselsmótaröðinni lauk í gærkvöldi

Í gær, 21:00 Fákaselsmótaröðinni lauk í gærkvöldi með keppni í fjórgangi. Elín Árnadóttir sigraði annan flokkinn með 6,87 á Blæ frá Prestsbakka, en þau komu inn í úrslit í 6.-8. sæti. Anna Þöll Haraldsdóttir hafnaði í öðru sæti og í því þriðja var Gunnhildur Sveinbjarnardóttir. Meira »

Krakkarnir alveg til fyrirmyndar

Í gær, 20:45 „Við erum að sigla í að samanlagður fjöldi krakkanna sem hafa komið til okkar að Reykjum séu 60 þúsund. Í okkar huga er þetta eitt stórt ævintýri og betri gesti er ekki hægt að hugsa sér en lífsglaða krakka,“ segir Karl B. Örvarsson, forstöðumaður Skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði. Meira »

Hanagal á Húsatóftum

Í gær, 20:25 Haninn á Húsatóftum er árgali á Skeiðunum. Nú í lok apíl er orðið bjart um klukkan fimm á morgnana og um það leyti fer hinn skrautlegi fugl á stjá með sitt gaggalagú. Gefur tóninn fyrir daginn í þessari blómlegu byggð sem ekið er um þegar leiðin liggur í uppsveitir Árnessýslu. Meira »

„Ekki nýr hrossasjúkdómur“

Í gær, 19:06 „Það er ekki nýr hrossasjúkdómur í landinu. Það eru enn þá smit landlæg frá því fyrir rúmum áratug og tveimur. Það lítur allt út fyrir að það sé aðeins að ná sér á strik núna,“ segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST. Meira »

Ástþór að baki flugrekstrarhugmynd

Í gær, 18:45 Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon, ásamt fleirum, stendur á bak við viðskiptahugmynd um stofnun nýs íslensks flugfélags, sem kynnt er á vefsíðunni flyicelandic.is. Meira »