„Þetta var nauðsynlegt vegna kosninganna“

Karlmenn hafa flutt lögheimili sitt inn á heimili kvenna í ...
Karlmenn hafa flutt lögheimili sitt inn á heimili kvenna í þeirra óþökk og mjög langan tíma hefur tekið að fá því hnekkt hjá Þjóðskrá. mbl.is/Árni Sæberg

Sviðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands segir dæmi um að mál hafi verið sett í forgang þar sem kona tilkynnti um að karlmaður hefði flutt lögheimili á hennar heimili án hennar vitundar og vilja. Því hafi lyktað með því að skráningin var felld úr gildi. Einnig séu dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til og hún beðin að sannreyna fasta búsetu í slíkum málum.

Hins vegar segir sviðsstjórinn það réttmæta gagnrýni að málsmeðferðin sé stundum allt of löng, oft fleiri mánuðir, sem skýrist m.a. af því að lögregla hafi ekki getað sett rannsókn málanna í forgang hjá sér. Flýtimeðferð hjá stofnuninni á lögheimilisflutningum í Árneshrepp skýrist hins vegar af sérstöðu þess máls og tímasetningunni. Skammt hafi verið til kosninga og aðkallandi að bregðast hratt við. Hinn hraði málsmeðferðartími í því máli sé í raun undantekning.

Ekki einsleit mál

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sagði í viðtali við mbl.is í gær að starfsmenn þar væru undrandi á því að Þjóðskrá hefði getað brugðist hratt við með aðstoð lögreglu í Árneshreppi. Það sama eigi ekki við í málum þar sem skjólstæðingar þeirra hafi lent í því að ofbeldismenn flyttu lögheimili sín á heimili þeirra að þeim forspurðum. Í þeim tilvikum hafi svör stofnunarinnar verið á þá leið að flókið, erfitt og jafnvel ómögulegt væri að afturkalla skráninguna. Velti hún fyrir sér forgangsröðun í samfélaginu í þessu samhengi.

Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri á stjórnsýslusviði Þjóðskrár, segir að það kunni að vera að þetta séu svörin sem hafi fengist í einhverjum tilfellum enda séu mál sem þessi allt annað en einsleit. Hvert þeirra sé einstakt og viðbrögð við ábendingum um ranga lögheimilisskráningu það sömuleiðis. „En við höfum gert það, við höfum sett mál af þessu tagi í forgang. En við getum ekki sett öll mál í forgang,“ segir Ástríður og bendir á að á hverju ári komi um 2.000 lögheimilisskráningar til rannsóknar hjá Þjóðskrá. „Það er hins vegar réttmæt gagnrýni að málsmeðferðin sé of löng og við vinnum nú að því að stytta hana.“

Skoðun á lögheimilisskráningum í Árneshreppi fékk flýtimeðferð hjá Þjóðskrá þar ...
Skoðun á lögheimilisskráningum í Árneshreppi fékk flýtimeðferð hjá Þjóðskrá þar sem kosningar nálguðust. mbl.is/Eyþór Árnason

Hún segir Þjóðskrá verða að fara að lögum og að ábendingar um ranga skráningu fari í þann almenna stjórnsýsluferil að í fyrstu sé kallað eftir upplýsingum frá þeim sem ábendingin beinist gegn og þeim sem setur hana fram. „Og svo koma gögnin og þá er oft orð á móti orði,“ segir Ástríður. Hvert mál sé metið og skráningin annaðhvort samþykkt eða felld niður. Ef frekari gagna þurfi að afla sé heimilt að kalla til lögreglu sem beðin sé að fara á vettvang og kanna hvort viðkomandi sé sannarlega með fasta búsetu á heimilinu. Það sé iðulega gert þegar deilt sé um skráningu lögheimilis.

Lögreglan hefur verið kölluð til

Skjót aðkoma lögreglu að skráningum í Árneshreppi er eitt af því sem starfskonur Kvennaathvarfsins eru hugsi yfir á og sagðist Sigþrúður í viðtali við mbl.is í gær ekki vita til þess að því úrræði hafi verið beitt í málum skjólstæðinga þess.

Ástríður segir svo vel kunna að vera í þeim tilfellum sem Sigþrúður þekki en að dæmin séu engu að síður fyrir hendi. Lögregla hafi verið kölluð til. „Það sem þarf líka að hafa í huga er að möguleikar lögreglu til að bregðast við eru mismiklir. Við ráðum ekki forgangsröðun mála hjá lögreglu. Við höfum alveg lent í því að lögreglan hefur ekki getað sinnt [beiðnum] eða náð að fara á staðinn innan hæfilegs tíma vegna annarra aðkallandi mála. Þannig að þessi mál hafa oft á tíðum dregist vegna þess að við höfum ekki fengið gögn frá lögreglu. Og stundum hefur mátt telja það í mánuðum en ekki vikum eða dögum.“

Í Árneshreppi hafi staðan hins vegar verið þannig að lögreglan á svæðinu gat brugðist við þegar í stað. „Við höfum séð að hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er viðbragðstími í lögheimilismálum oft á tíðum mun lengri.“

Eiga að fara í hefðbundinn farveg

Ástríður nefnir að í þeim tilvikum þar sem fólk sé skráð í sambúð eða hjúskap og eigi saman börn hafi Þjóðskrá ekki heimild til að færa lögheimili annars aðilans þó svo að hinn óski eftir því. Spurð út í þau mál sem framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins vísaði til, þar sem karlmenn hafa flutt lögheimili sitt á heimili kvenna í þeirra óþökk, segir Ástríður það ekki passa að starfsmenn stofnunarinnar segðust ekkert geta gert. Slík mál fari alltaf í sama farveg og önnur mál er varða ranga lögheimilisskráningu: Kallað sé eftir gögnum og aðstoð lögreglu ef við á. Í kjölfarið sé tekin ákvörðun hjá Þjóðskrá um að fella skráninguna úr gildi eða samþykkja hana.

Sigþrúður sagðist í samtali við mbl.is í kvöld standa við orð sín um að konur í þessari stöðu hafi fengið þau svör að ekki væri hægt að bregðast við með hraði, þó að skráningunni hafi verið hnekkt að lokum, jafnvel fleiri mánuðum síðar. Hún segist hafa fengið spurnir af fleiri slíkum málum í dag og þakkir fyrir að vekja athygli á vandanum. Þá ítrekar hún að hún þekki ekki dæmi þess að lögreglan hefði verið beðin að sanna búsetu karlanna á heimilum kvennanna.

Hröð afgreiðsla undantekning

En hvað skýrir þann mun sem er á málsmeðferðartíma almennt og svo flýtimeðferðarinnar í Árneshreppi?

„Það er auðvitað alltaf matsatriði hversu hratt er mögulega hægt að bregðast við,“ segir Ástríður. Hún segir aðstæðurnar í Árneshreppi hafa verið mjög sérstakar og í raun sé hinn stutti málsmeðferðartími undantekning, m.a. vegna þess hversu hratt lögreglan gat brugðist við og hversu fljótt og vel gekk að afla gagna.

Í málum eins og Sigþrúður nefndi hafi þó einnig verið gripið til flýtimeðferðar, m.a. með því að stytta frest til að skila gögnum og til andmæla.

Í Árneshreppi hafi sérstaðan falist í því að margir fluttu lögheimili sitt í lítið sveitarfélag á stuttum tíma. Þá hafi tímasetning flutninganna einnig verið ástæða flýtimeðferðar. „Þetta var nauðsynlegt vegna kosninganna. Það var okkar mat að það væri nauðsynlegt að bregðast strax við. En svona almennt séð er erfitt að ná að afgreiða öll mál á svo stuttum tíma.“

Hún segir reynt að flýta úrslausn mála eins og þeirra sem Sigþrúður nefnir, þar sem ofbeldismenn eiga mögulega í hlut, „en við verðum samt alltaf að vinna í samræmi við meginreglur stjórnsýslunnar.“

mbl.is

Innlent »

Fimm burðarstólpar hættu í fyrra

13:37 Reiknað er með því að ákvarðanir verði teknar á næstu vikum af hálfu stjórnvalda vegna stöðunnar sem er uppi hjá loðdýrabændum. Fimm burðarstólpar hættu í loðdýrarækt í fyrra. Þetta kom fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar. Meira »

„Ómetanlegt og óbætanlegt tjón“

13:27 „Mestu sárindin eru minjarnar okkar, það er ómetanlegt og óbætanlegt tjón,“ segir Lárus Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, tölvubúnaður og rafmagn varð fyrir einnig illa úti á Hlíðarenda þegar kaldavatnsinntak gaf sig í nótt. Mögulega þarf að fá rafstöð til að fá rafmagn aftur á húsið. Meira »

Jákvætt að tilkynningum hafi fjölgað

12:35 Áhrif heimilisofbeldis á börn eru þau sömu og ef börnin yrðu sjálf fyrir ofbeldi. Þetta sagði Halldóra Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, á ráðstefnunni „Gerum betur“ um vinnu í tengslum við heimilisofbeldismál. Meira »

Hugnast ekki heræfingar

12:18 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra út í mengun og mat á umhverfisáhrifum vegna heræfinga NATO hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

„Bullandi tap“ í landsbyggðunum

11:44 Afkoma hótela og gistiheimila í landsbyggðunum fer versnandi og mörg þeirra eru rekin með tapi. Þá hefur hagnaður bílaleiga og hópbílafyrirtækja svo gott sem þurrkast út á allra síðustu árum, samkvæmt nýrri könnun KPMG á afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

Komumst ekki úr hjólförum með krónuna

11:29 „Krónan fellur hratt þessa dagana og við vitum hvað það þýðir. Það þýðir versnandi kjör í landinu,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Svona var aðkoman að Hlíðarenda

11:21 Mikið vatn var í kjallaranum á Hlíðarenda á morgun. Þjálfarar Vals voru mættir klukkan sex til þess að undirbúa morgunæfingar og mættu miklum vatnsflaumi þegar þeir fóru niður í kjallara til að sækja bolta. Þeir mynduðu aðstæður sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði. Meira »

650 atkvæði gegn hinseginumræðu

11:20 Þrír íslenskir þingmenn voru staddir á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins í vikunni þar sem kosið var um hvort umræða um málefni og réttindastöðu hinsegin fólks, LGBTI+, mætti vera á dagskrá mannréttindanefndar þingsins. Tæplega 500 atkvæði voru greidd með tillögunni en 650 á móti og var tillagan því felld. Meira »

Heimilið á ekki að vera staður ofbeldis

11:02 „Það væri best ef við þyrftum ekki að halda svona ráðstefnur og efna til vitundarvakningar um heimilisofbeldi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnunni „Gerum betur“ í dag. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar eru áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilisofbeldismál. Meira »

Játa íkveikju í Laugalækjarskóla

10:30 Þrír karlmenn hafa játað að hafa kveikt í Laugalækjarskóla í byrjun mánaðarins. Lögreglan handtók mennina, sem eru á þrítugsaldri, eftir ábendingu sem henni barst fyrir um viku. Meira »

Sýslumaður sekti vegna heimagistingar

10:27 Lagt er til í lagafrumvarpi á samráðsgátt stjórnvalda að sýslumaður geti lagt stjórnvaldssektir á þá sem reka leyfisskylda gististarfsemi án leyfis. Samkvæmt núgildandi löggjöf ber sýslumanni að senda slík brot áfram til viðkomandi lögreglustjóra. Meira »

„Mistök sem ég tek á mig“

10:15 Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, segir það á sinni ábyrgð að hafa ekki stigið inn þegar hluta af framúrkeyrslu, 120 milljónum króna, var eytt í framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík án þess að heimild var fyrir því. Meira »

Ráðstefna um heimilisofbeldismál

09:55 Ráðstefnan „Gerum betur“ er haldin á Hótel Natura í dag og hefst klukkan 10.00 en umfjöllunarefnið er samvinna í heimilisofbeldismálum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu í fréttinni. Meira »

Hluti af minjasafni Vals í hættu

09:40 „Við Valsmenn höfum mestar áhyggjur af því að þarna séu munir sem hafi skemmst, því miður,“ segir Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals. Meira »

Telja eftirliti með skutulbyssum ábótavant

09:30 Samtökin Jarðarvinir telja að eftirliti með skutulbyssum Hvals hf. sem notaðar eru við hvalveiðar virðist vera verulega ábótavant og hafa sent lögreglunni á Vesturlandi erindi þess efnis. Meira »

Vatnstjón í Valsheimilinu

09:16 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Hlíðarenda rétt fyrir sjö í morgun vegna mikils vatnsleka. Unnið er að því að þurrka upp og bera út muni en einhver söguleg verðmæti voru geymd í kjallara Valsheimilisins. Meira »

Dregur framboð til baka

09:01 Jakob S. Jónsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér. Meira »

Snjallsímar breyttu stöðunni

08:38 Með langa reynslu af olíumarkaðnum í farteskinu hefur Margrét Guðmundsdóttir farið fyrir stjórn N1 síðustu árin. Nýlega samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup þess á Festi og með því er orðinn til smásölurisi sem teygir sig yfir mörg svið, allt frá eldsneytisverslun til raftækja og matvöru. Meira »

Sea Shepherd stofna Íslandsdeild

08:33 Sérstök Íslandsdeild hefur verið stofnuð innan umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd. Stofnfundurinn var haldinn á skemmtistaðnum Gauknum og var Alex Cornelissen, forstjóri samtakanna á heimsvísu, viðstaddur fundinn. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið á: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cot...