Vilja Sindra í lengra farbann

Sindri Þór Stefánsson.
Sindri Þór Stefánsson. Mynd/mbl.is

Farið verður fram á framlengingu farbanns yfir Sindra Þór Stefánssyni sem er grunaður um að hafa átt þátt í þjófnaði á um 600 tölvum úr gagnaverum í byrjun árs. Þetta staðfesti Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðunesjum, í samtali við mbl.is rétt í þessu.

Sindri Þór var í byrjun mánaðar úrskurðaður í eins mánaðar farbann eftir að hann var framseldur til Íslands frá Hollandi. Farbannið rennur út klukkan 16.00 á morgun og nú hefur Ólafur Helgi staðfest að lögreglan telji þörf á því að framlengja farbannið á meðan rannsókn stendur enn yfir.

Ólafur Helgi sagðist, í samtali við blaðamann mbl.is, ekki vilja segja til um hversu langt farbann yrði farið fram á að þessu sinni og gat ekki tjáð sig að öðru leyti.

Ákvörðunin um kröfu um framlengingu farbannsins kom verjanda Sindra, Þorgils Þorgilssyni, ekki á óvart þegar blaðamaður greindi honum frá henni.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum.
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. mynd/Júlíus Sigurjónsson
Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar.
Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar. Mynd/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert