Árneshreppur svarar Skipulagsstofnun

Árneshreppur hefur svarað erindi Skipulagsstofnunar frá því í apríl síðastliðnum.
Árneshreppur hefur svarað erindi Skipulagsstofnunar frá því í apríl síðastliðnum. mbl.is/Golli

Hreppsnefnd Árneshrepps hefur brugðist við erindi Skipulagsstofnunar frá 18. apríl sl., þar sem sveitarstjórnin var meðal annars beðin um að svara spurningum um hæfi hreppsnefndarfulltrúa, tilboð framkvæmdaaðila Hvalárvirkjunar um samfélagsverkefni og innviðauppbyggingu í sveitarfélaginu og það hvort aðalskipulagstillaga hefði verið unnin af þeim sama aðila, Vesturverki á Ísafirði.

Í bréfi Árneshrepps er það sagt tilefni til gagnrýni að Skipulagsstofnun taki upp „ávirðingar“ frá Landvernd og Rjúkanda um tilboð framkvæmdaaðilans um samfélagsverkefni í sveitarfélaginu. Þá leggur hreppurinn áherslu á að Skipulagsstofnun staðfesti aðalskipulagsbreytingar sveitarfélagsins.

Einnig er sagt ljóst að ákvarðanataka og ábyrgð á breytingum aðalskipulags sé hjá hreppsnefndinni en ekki hjá framkvæmdaaðilanum Vesturverki, auk þess sem þeim athugasemdum sem settar hafa verið fram um hæfi hreppsnefndarfulltrúa er vísað á bug.

Er lýtur að tilboðum framkvæmdaaðila um samfélagsverkefni og innviðauppbyggingu segir í svari Árneshrepps að erfitt sé að átta sig á því hvort hreppurinn eigi að svara þeim „áburði öllum“ sem finna megi í erindum Landverndar, minnisblaði tveggja hreppsnefndarmanna og Rjúkanda.

„Heilt yfir er hann varla svaraverður og tilefni er til þess að gagnrýna að stofnunin taki slíkar ávirðingar upp og grundvalli bréf sitt á þeim. Stofnunin á að starfa sjálfstætt og afmarka í eigin erindum hvaða upplýsingum hún kallar eftir,“ segir í bréfi Árneshrepps, sem Jón Jónsson, lögmaður lögmannstofunnar Sóknar á Egilsstöðum, undirritar.

Hreppurinn leggur sem áður segir áherslu á að Skipulagsstofnun staðfesti breytingu á aðalskipulagi hreppsins, sem samþykkt var á fundi hreppsnefndar þann 30. janúar sl. og segir að athugun stofnunarinnar á mögulegum form- og efnisannmörkum skipulags eigi ekki að jafngilda einhvers konar úrskurðarferli, þar sem fjalla eigi um hvers kyns „mótmæli og vangaveltur“ þeirra sem mótfallnir séu skipulagsbreytingu. 

Þá segir í bréfinu að höfnun staðfestingar skipulags feli í sér inngrip í sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga með vísun til 78. gr. stjórnarskrár. Því úrræði ætti ekki að beita nema „augljósir og verulegir annmarkar séu á skipulagi“.

Aðkoma að breytingum á aðalskipulagi

Skipulagsstofnun óskaði í erindi sínu í apríl skýringa á aðkomu Vesturverks að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins, en tveir fulltrúar í síðustu sveitarstjórn Árneshrepps höfðu gert athugasemdir við málsmeðferð og afgreiðslu skipulagsbreytingarinnar. Skipulagsstofnun minnti í erindi sínu á að ekki sé í skipulagslögum gert ráð fyrir að aðrir en sveitarfélagið standi að gerð tillagna á aðalskipulagi.

Í svari Árneshrepps segir að orðalag bókunar hreppsnefndar á fundi þann 24. nóvember 2016 vísi með sama hætti til aðkomu framkvæmdaaðila að breytingum á deiliskipulagi og aðalskipulagi. Gagnrýna megi skýrleika bókunarinnar, en í bókun sveitarstjórnar frá þeim fundi segir:

„Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkir að veita VesturVerki ehf. heimild til að vinna breytingu á gildandi aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í samræmi við framlagða skipulags- og matslýsingu …“

Í svari Árneshrepps segir að hvað sem líði því orðalagi bókunar að Vesturverk fái heimild til að vinna breytingu á gildandi aðalskipulagi, sé ljóst að ákvarðanatakan og ábyrgð á breytingunni sé hreppsnefndar.

„Orðalag bókunar hefur fyrst og fremst þýðingu varðandi kostnað af vinnu utanaðkomandi verkfræðistofu vegna vinnu við aðalskipulagsbreytinguna, en felur ekki í sér eftirgjöf á valdheimildum hreppsnefndar Árneshrepps,“ segir í svari sveitarfélagsins og tekið fram að framkvæmdin í Árneshreppi virðist samrýmast venjum sem tíðkast við þessar aðstæður, þ.e. að framkvæmdaaðili greiði verkfræðistofu skipulagshöfunda fyrir þá vinnu án milligöngu sveitarfélagsins.

Hæfi fulltrúa í sveitarstjórn

Skipulagsstofnun óskaði einnig eftir því að sveitarstjórn Árneshrepps myndi bregðast við athugasemdum Rjúkanda þess efnis að oddviti Árneshrepps, Eva Sigurbjörnsdóttir, hefði að mati samtakanna verið vanhæf við afgreiðslu breytingar á aðalskipulagi vegna fyrri aðkomu að málinu.

Í svari Árneshrepps segir að umfjöllun um meint vanhæfi Evu og annarra hreppsnefndarfulltrúa í erindi Rjúkanda einkennist af „vanígrunduðum og órökstuddum fullyrðingum“ og sagt sjálfsagt og eðlilegt að sveitarstjórnarmenn hafi ákveðna afstöðu til skipulagsmála.

Umfjöllun um meint vanhæfi Evu Sigurbjörnsdóttur og annarra hreppsnefndarfulltrúa er ...
Umfjöllun um meint vanhæfi Evu Sigurbjörnsdóttur og annarra hreppsnefndarfulltrúa er sögð einkennast af „vanígrunduðum og órökstuddum fullyrðingum“. mbl.is/Golli

„Það er með öllu óskiljanlegt og órökstutt hvernig afstaða sveitarstjórnarmanns að telja skipulagsbreytingu æskilega ætti að leiða til vanhæfis fyrir lögum,“ segir í bréfinu og því bætt við að slík lagatúlkun myndi valda verulegum vandræðum í sveitarstjórnum víða um land, meðal annars í Reykjavík þar sem flestir nýkjörnir borgarfulltrúar lýstu sig annaðhvort fylgjandi eða mótfallna hugmyndum um borgarlínu í aðdraganda kosninga.

„Fráleitt er þó að þessir sömu borgarfulltrúar yrðu taldir vanhæfir til þess að fjalla um aðalskipulag borgarinnar af þessari ástæðu. Sama sjónarmið á við um Árneshrepp og þó e.t.v. enn frekar af þeirri ástæðu að hendur sveitarstjórnar eru bundnar af lögum um rammaáætlun. Sveitarstjórn er hreinlega skylt að gera ráð fyrir virkjuninni í aðalskipulagi sveitarfélagsins,“ segir í bréfinu.

Sexhjólaleiga ekki afstöðumótandi

Sérstaklega var spurt um málefni hreppsnefndarmannsins Guðlaugs Agnars Ágústssonar, sem árin 2015 og 2016 leigði út sexhjól til Vesturverks í samtals 11 daga, fyrir 35.000 kr. á dag.

„Guðlaugur Agnar er ekki í neinu föstu samningssambandi við Vesturverk ehf. eða tengda aðila og hefur hann því ekki fjárhagslegra hagsmuna að gæta vegna virkjunarinnar,“ segir í bréfinu og sagt að það virðist langsótt að byggja á því að umrædd leiga á sexhjóli leiði til þess að breyting á aðalskipulagi, sem felur í sér nánari ákvæði um Hvalárvirkjun sem þegar er gert ráð fyrir í aðalskipulagi, varði Guðlaug Agnar svo sérstaklega að almennt megi ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af.

mbl.is

Innlent »

Toyota innkallar 2.245 bíla vegna loftpúða

22:12 Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota bifreiðar af árgerðunum 2003 til 2008 og 2015 og 2018. Um er að ræða 2.245 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Stórfelld fíkniefnasala á Facebook

22:00 Stórfelld sala á fíkniefnum fer fram í íslenskum söluhópum á Facebook. Þetta kemur fram í samnorrænni rannsókn á fíkniefnasölu á netinu sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur tekið þátt í. Meira »

„Fráleitt að halda þessu fram“

21:00 Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish, segir að fullyrðingar sem settar séu fram í stefnu á hendur fyrirtækinu séu alrangar. Meira »

Krefjandi aðstæður í fjallahlaupi í Hong Kong

20:15 Átta Íslendingar tóku þátt í hundrað kílómetra fjallahlaupinu Hong Kong 100 Ultra, sem lauk um helgina og luku fimm þeirra keppni. Meira »

Kynna nýtt skipulag Héðinsreits

19:30 Allt að 330 íbúðir og 230 hótelherbergi eða hótelíbúðir verða á svokölluðum Héðinsreit í miðborg Reykjavíkur, samkvæmt nýrri deiliskipulagstillögu sem er á leið í kynningu. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti að auglýsa skipulagið á fundi sínum í síðustu viku. Meira »

Leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá

19:00 Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá, sem byggir á frumvarpi stjórnlagaráðs og þeirri vinnu sem Alþingi fór í í kjölfarið. Er þetta í fyrsta skiptið sem slíkt frumvarp er lagt fram, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Pírötum. Meira »

Skuldir lækkað um 660 milljarða frá 2013

18:25 Frá miðju ári 2017 til miðs árs 2018 lækkuðu skuldir ríkissjóðs um 90 milljarða og frá ársbyrjun 2013 hafa skuldir ríkissjóðs verið greiddar niður um 660 milljarða. Á þetta bendir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Meira »

Borgin í vetrarbúning

18:10 Það hefur snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og í morgun var færðin þung. Þetta kallar á viðbrögð borgarbúa sem sumir nýttu tækifærið og fóru á gönguskíðum í búðina á meðan aðrir lentu í vandræðum og reyndu m.a. að bakka bíl sínum upp brekku í ófærðinni. mbl.is var á ferðinni í vetrarríkinu. Meira »

Héngu á skrifstofu karlkyns yfirmanna

17:54 Seðlabanki Íslands hafði til hliðsjónar stefnu í jafnréttismálum og stefnu gegn áreitni og einelti, og þar á meðal ákvæði um að taka beri tillit til til ábendinga um truflandi atriði í starfsumhverfi, við ákvörðun sem tekin var um að fjarlægja málverk af skrifstofu í húsnæði bankans og setja í geymslu. Meira »

Segir stefnu í heilbrigðismálum marxíska

17:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að jafnt og þétt komi betur í ljós að núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks sé í raun og veru tilgangslaus ríkisstjórn sem snúist aðeins um að halda sjó og stólum. Meira »

Tveir flutningabílar út af á Holtavörðuheiði

17:14 Tveir flutningabílar hafa farið út af á Holtavörðuheiðinni sl. sólarhring og valt annar bíllinn á hliðina. Mikil hálka er nú á heiðinni og eru ökumenn hvattir til að fara varlega. Meira »

Fengu erindi um mál Ágústs Ólafs

16:33 Erindi hefur borist til forsætisnefndar Alþingis þess efnis að vísa skuli máli Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar til siðanefndar Alþingis, rétt eins og máli þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember. Meira »

Mikilvægt að viðhalda árangrinum

16:31 Mikilvægt er að viðhalda árangrinum sem náðst hefur með þriggja ára meðferðarátaki heilbrigðisyfirvalda gegn lifrarbólgu C. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ávarpi sínu á læknadögum sem nú standa yfir í Hörpu. Meira »

Rúta fór út af við Reynisfjall

16:21 Rúta fór út af þjóðvegi 1 norðan við Reynisfjall síðdegis í dag. Engan sakaði.  Meira »

Umferðartafir vegna tveggja óhappa

16:17 Talsverðar umferðartafir hafa orðið vegna tveggja umferðarslysa á Kringlumýrabraut á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru samtals sex fluttir á slysadeild. Meira »

Kynna tillögur í húsnæðismálum á morgun

15:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hóf almennar stjórnmálaumræður á Alþingi þegar þingið kom aftur saman eftir jólafrí. Forystumenn stjórnamálaflokkanna taka þátt í umræðunum. Katrín fjallaði í ræðu sinni um stöðuna á vinnumarkaði og endurskoðun stjórnarskrár. Meira »

Blöskrar fjarlæging málverksins

15:39 Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Meira »

Ólafur og Karl fengu ekki ræðutíma

15:36 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, óháðir þingmenn sem vikið var úr þingflokki Flokks fólksins í kjölfar Klausturmálsins, gagnrýndu forseta Alþingis við upphaf þingfundar í dag. Allir forystumenn flokka taka þátt í almennum stjórnmálaumræðum en óháðu þingmennirnir tveir fá ekki að taka þátt. Meira »

Flokka plast og pappa í verslunum

15:11 Flestir vilja minnka notkun og umstangið sem fylgir umbúðunum sem flestar vörur eru innpakkaðar í. Í tveimur verslunum Krónunnar er viðskiptavinum nú gefið færi á því að skilja plast og pappa eftir í verslununum sem sjá um að koma ruslinu í endurvinnslu. Meira »
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...
Múrverk
Múrverk...
Infrarauður Saunaklefi 229.000
Infrarauður Saunaklefi - 249.000 Tilboð : 229.000 Er á leiðinni 8-10 vikur ( 30...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...