Árneshreppur svarar Skipulagsstofnun

Árneshreppur hefur svarað erindi Skipulagsstofnunar frá því í apríl síðastliðnum.
Árneshreppur hefur svarað erindi Skipulagsstofnunar frá því í apríl síðastliðnum. mbl.is/Golli

Hreppsnefnd Árneshrepps hefur brugðist við erindi Skipulagsstofnunar frá 18. apríl sl., þar sem sveitarstjórnin var meðal annars beðin um að svara spurningum um hæfi hreppsnefndarfulltrúa, tilboð framkvæmdaaðila Hvalárvirkjunar um samfélagsverkefni og innviðauppbyggingu í sveitarfélaginu og það hvort aðalskipulagstillaga hefði verið unnin af þeim sama aðila, Vesturverki á Ísafirði.

Í bréfi Árneshrepps er það sagt tilefni til gagnrýni að Skipulagsstofnun taki upp „ávirðingar“ frá Landvernd og Rjúkanda um tilboð framkvæmdaaðilans um samfélagsverkefni í sveitarfélaginu. Þá leggur hreppurinn áherslu á að Skipulagsstofnun staðfesti aðalskipulagsbreytingar sveitarfélagsins.

Einnig er sagt ljóst að ákvarðanataka og ábyrgð á breytingum aðalskipulags sé hjá hreppsnefndinni en ekki hjá framkvæmdaaðilanum Vesturverki, auk þess sem þeim athugasemdum sem settar hafa verið fram um hæfi hreppsnefndarfulltrúa er vísað á bug.

Er lýtur að tilboðum framkvæmdaaðila um samfélagsverkefni og innviðauppbyggingu segir í svari Árneshrepps að erfitt sé að átta sig á því hvort hreppurinn eigi að svara þeim „áburði öllum“ sem finna megi í erindum Landverndar, minnisblaði tveggja hreppsnefndarmanna og Rjúkanda.

„Heilt yfir er hann varla svaraverður og tilefni er til þess að gagnrýna að stofnunin taki slíkar ávirðingar upp og grundvalli bréf sitt á þeim. Stofnunin á að starfa sjálfstætt og afmarka í eigin erindum hvaða upplýsingum hún kallar eftir,“ segir í bréfi Árneshrepps, sem Jón Jónsson, lögmaður lögmannstofunnar Sóknar á Egilsstöðum, undirritar.

Hreppurinn leggur sem áður segir áherslu á að Skipulagsstofnun staðfesti breytingu á aðalskipulagi hreppsins, sem samþykkt var á fundi hreppsnefndar þann 30. janúar sl. og segir að athugun stofnunarinnar á mögulegum form- og efnisannmörkum skipulags eigi ekki að jafngilda einhvers konar úrskurðarferli, þar sem fjalla eigi um hvers kyns „mótmæli og vangaveltur“ þeirra sem mótfallnir séu skipulagsbreytingu. 

Þá segir í bréfinu að höfnun staðfestingar skipulags feli í sér inngrip í sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga með vísun til 78. gr. stjórnarskrár. Því úrræði ætti ekki að beita nema „augljósir og verulegir annmarkar séu á skipulagi“.

Aðkoma að breytingum á aðalskipulagi

Skipulagsstofnun óskaði í erindi sínu í apríl skýringa á aðkomu Vesturverks að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins, en tveir fulltrúar í síðustu sveitarstjórn Árneshrepps höfðu gert athugasemdir við málsmeðferð og afgreiðslu skipulagsbreytingarinnar. Skipulagsstofnun minnti í erindi sínu á að ekki sé í skipulagslögum gert ráð fyrir að aðrir en sveitarfélagið standi að gerð tillagna á aðalskipulagi.

Í svari Árneshrepps segir að orðalag bókunar hreppsnefndar á fundi þann 24. nóvember 2016 vísi með sama hætti til aðkomu framkvæmdaaðila að breytingum á deiliskipulagi og aðalskipulagi. Gagnrýna megi skýrleika bókunarinnar, en í bókun sveitarstjórnar frá þeim fundi segir:

„Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkir að veita VesturVerki ehf. heimild til að vinna breytingu á gildandi aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í samræmi við framlagða skipulags- og matslýsingu …“

Í svari Árneshrepps segir að hvað sem líði því orðalagi bókunar að Vesturverk fái heimild til að vinna breytingu á gildandi aðalskipulagi, sé ljóst að ákvarðanatakan og ábyrgð á breytingunni sé hreppsnefndar.

„Orðalag bókunar hefur fyrst og fremst þýðingu varðandi kostnað af vinnu utanaðkomandi verkfræðistofu vegna vinnu við aðalskipulagsbreytinguna, en felur ekki í sér eftirgjöf á valdheimildum hreppsnefndar Árneshrepps,“ segir í svari sveitarfélagsins og tekið fram að framkvæmdin í Árneshreppi virðist samrýmast venjum sem tíðkast við þessar aðstæður, þ.e. að framkvæmdaaðili greiði verkfræðistofu skipulagshöfunda fyrir þá vinnu án milligöngu sveitarfélagsins.

Hæfi fulltrúa í sveitarstjórn

Skipulagsstofnun óskaði einnig eftir því að sveitarstjórn Árneshrepps myndi bregðast við athugasemdum Rjúkanda þess efnis að oddviti Árneshrepps, Eva Sigurbjörnsdóttir, hefði að mati samtakanna verið vanhæf við afgreiðslu breytingar á aðalskipulagi vegna fyrri aðkomu að málinu.

Í svari Árneshrepps segir að umfjöllun um meint vanhæfi Evu og annarra hreppsnefndarfulltrúa í erindi Rjúkanda einkennist af „vanígrunduðum og órökstuddum fullyrðingum“ og sagt sjálfsagt og eðlilegt að sveitarstjórnarmenn hafi ákveðna afstöðu til skipulagsmála.

Umfjöllun um meint vanhæfi Evu Sigurbjörnsdóttur og annarra hreppsnefndarfulltrúa er ...
Umfjöllun um meint vanhæfi Evu Sigurbjörnsdóttur og annarra hreppsnefndarfulltrúa er sögð einkennast af „vanígrunduðum og órökstuddum fullyrðingum“. mbl.is/Golli

„Það er með öllu óskiljanlegt og órökstutt hvernig afstaða sveitarstjórnarmanns að telja skipulagsbreytingu æskilega ætti að leiða til vanhæfis fyrir lögum,“ segir í bréfinu og því bætt við að slík lagatúlkun myndi valda verulegum vandræðum í sveitarstjórnum víða um land, meðal annars í Reykjavík þar sem flestir nýkjörnir borgarfulltrúar lýstu sig annaðhvort fylgjandi eða mótfallna hugmyndum um borgarlínu í aðdraganda kosninga.

„Fráleitt er þó að þessir sömu borgarfulltrúar yrðu taldir vanhæfir til þess að fjalla um aðalskipulag borgarinnar af þessari ástæðu. Sama sjónarmið á við um Árneshrepp og þó e.t.v. enn frekar af þeirri ástæðu að hendur sveitarstjórnar eru bundnar af lögum um rammaáætlun. Sveitarstjórn er hreinlega skylt að gera ráð fyrir virkjuninni í aðalskipulagi sveitarfélagsins,“ segir í bréfinu.

Sexhjólaleiga ekki afstöðumótandi

Sérstaklega var spurt um málefni hreppsnefndarmannsins Guðlaugs Agnars Ágústssonar, sem árin 2015 og 2016 leigði út sexhjól til Vesturverks í samtals 11 daga, fyrir 35.000 kr. á dag.

„Guðlaugur Agnar er ekki í neinu föstu samningssambandi við Vesturverk ehf. eða tengda aðila og hefur hann því ekki fjárhagslegra hagsmuna að gæta vegna virkjunarinnar,“ segir í bréfinu og sagt að það virðist langsótt að byggja á því að umrædd leiga á sexhjóli leiði til þess að breyting á aðalskipulagi, sem felur í sér nánari ákvæði um Hvalárvirkjun sem þegar er gert ráð fyrir í aðalskipulagi, varði Guðlaug Agnar svo sérstaklega að almennt megi ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af.

mbl.is

Innlent »

Vara við hvössum vindhviðum við fjöll

Í gær, 23:37 Búast má við allhvassri norðvestanátt suðaustan og austan til á landinu næsta sólarhringinn með hvössum vindhviðum við fjöll allt að 30 metrum á sekúndu. Meira »

Ógnaði nágrönnum með hnífi

Í gær, 22:20 Sérsveit lögreglu var kölluð út að Engihjalla í Kópavogi á níunda tímanum í kvöld þar sem karlmaður í annarlegu ástandi otaði hnífi að íbúum blokkarinnar. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Kópavogi, segir í samtali við mbl.is að lögreglumönnum ásamt sérsveit lögreglu hafi tekist að leysa úr málum með farsælum hætti. Meira »

Fall reyndist fararheill

Í gær, 20:55 Anna Berglind Pálmadóttir lét ekki leðju og úrhelli stöðva sig þegar hún þeystist fram úr öðrum keppendum í Tenerife Blue Trail-utanvegahlaupinu fyrr í mánuðinum. Anna var fyrst kvenna í mark og hefur einungis ein íslensk kona fengið fleiri stig í alþjóðlegri stigagjöf fyrir utanvegahlaup erlendis. Meira »

Allur strandveiðiafli fari á fiskmarkaði

Í gær, 20:34 Skylda ætti allan strandveiðiafla til sölu á íslenskum fiskmörkuðum. Þetta segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda. Í stuttum pistli sem hann hefur sent 200 mílum bendir hann á að verð á íslenskum fiskmörkuðum myndi grunn að allri verðmyndun á flestum fisktegundum á Íslandi. Meira »

Vill afnema greiðslur fyrir fundarsetu

Í gær, 20:29 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mun leggja fram tillögu á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar á morgun um afnám þóknunar borgarfulltrúa fyrir að sitja fundi í stjórnum, ráðum og nefndum sem haldnir eru á vinnutíma. Meira »

„Þetta skapar afleitt fordæmi“

Í gær, 20:05 „Þetta er alls ekki heppilegt og þetta skapar afleitt fordæmi,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti, um þá ákvörðun stjórnvalda að fallast á að framsal framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana ESB með samþykkt persónuverndarlöggjafar sambandsins í síðustu viku. Meira »

Konan komin til byggða

Í gær, 19:57 Konan, sem leitaði aðstoðar björgunarsveita eftir að hafa lent í sjálfheldu á Ingólfsfjalli fyrr í kvöld, er komin til byggða heil á höldnu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Mið-Ísland skemmti landsliðinu

Í gær, 19:53 Fjórir úr uppistandshópnum Mið-Íslandi skemmti íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu á hóteli liðsins í strandbænum Kabardinka við Svartahaf í kvöld. Að því loknu héldu skemmtikraftarnir til móts við íslenska fjölmiðlahópinn sem er ytra og óhætt að segja að frammistaða þeirra féll í góðan jarðveg. Meira »

„Súrrealískt“ að sjá Alfreð skora

Í gær, 19:15 „Þetta var fáránleg tilfinning, mjög súrrealískt,“ segir Hildigunnur Finnbogadóttir, systir landsliðsframherjans Alfreð Finnbogasonar, um þá tilfinningu sem hún upplifði á Spartak-vellinum á laugardag er litli bróðir hennar lagði boltann snyrtilega í mark Argentínumanna. Meira »

Sækja örmagna konu í sjálfheldu

Í gær, 18:35 Björgunarsveitir frá Selfossi, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Hveragerði voru kallaðar út á sjötta tímanum vegna örmagna konu sem er í sjálfheldu á Ingólfsfjalli. Meira »

Matur og menning í Viðey

Í gær, 18:29 Það var margt um að vera í Viðey á laugardaginn þar sem landkynningaverkefnið #TeamIceland hélt glæsilegan viðburð sem varpa átti sérstöku ljósi á íslenska matarmenningu. Tæplega hundrað manna blanda af erlendum fjölmiðlum, ferðamönnum og Íslendingum sóttu viðburðinn sem var skemmtilegt tækifæri til að sýna gæði íslenskrar matargerðar og hráefnis. Meira »

Vilja bæta starfshætti Eystrasaltsráðsins

Í gær, 18:23 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði áherslu á mikilvægi svæðisbundinnar samvinnu og frjálslynd og lýðræðisleg gildi á utanríkisráðherrafundi Eystrasaltsráðsins, sem haldinn var í Stokkhólmi í dag. Meira »

Sinna bara bráðamálum vegna lokana

Í gær, 17:55 „Ég vona alltaf að þetta sé síðasta sumarið sem ég þarf að loka. Við lokum minna í ár en í fyrra, en þetta eru enn þá umtalsverðar lokanir. Ég vona núna að þetta sé síðasta árið sem ég þarf að standa í þessu. Þetta er ekki gott,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Meira »

Framkvæmdum við Geirsgötu lýkur í haust

Í gær, 17:27 Framkvæmdum við Geirsgötu og gatnamót við Lækjargötu og Kalkofnsveg miðar vel áfram og stefnt er á að framkvæmdum á gatnamótunum ljúki í haust. Búið er að hleypa umferð á allar fjórar akreinar Kalkofnsvegar, auk þess sem ný umferðarljós á gatnamótunum hafa verið virkjuð. Meira »

Vongóðir um litlar skemmdir

Í gær, 17:15 Ísfisktogarinn Akurey AK-10 var staddur norður af Patreksfirði um klukkan fimm í nótt þegar svokölluð undirlyftustöng í aðalvél skipsins brotnaði. Skipið átti þá eftir rúman sólarhring á veiðum en um 140 tonna afli er í lest skipsins, að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra. Meira »

Segir auglýsingasölu RÚV samræmast lögum

Í gær, 16:59 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, telur vandséð að ójöfn samkeppni hafi verið fyrir hendi á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í skriflegu svari hans til mbl.is. Meira »

Skjálftinn bætir upplifunina

Í gær, 16:34 Ein tilkynning barst Veðurstofunni frá gesti Bláa lónsins um jarðskjálfta í morgun norðvestan af Grindavík. Sigþrúðru Ármannsdóttir náttúruvársérfræðingur segir að því tilkynning um skjálftann hafi verið send út í samræmi við verklagsreglur. „Þegar einhver finnur skjálfta í byggð þá setjum við það á vefinn.“ Meira »

Eva áfram oddviti Árneshrepps

Í gær, 16:20 Eva Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin oddviti Árneshrepps í dag þegar hreppsnefndin kom saman í fyrsta sinn eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Meira »

30 skólar fá styrk til forritunarkennslu

Í gær, 16:09 30 skólar víðs vegar á landinu fengu úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar, en tilgangur sjóðsins er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Heildarúthlutun sjóðsins í ár nemur 4,1 milljón króna í formi fjárstyrkja og 4,55 milljónir króna í formi tölvubúnaðar, að því er segir í tilkynningu sjóðsins. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Skúffuhirsla
NEOLT / Stile / Ítalía - 1984 Skúffuhirsla á hjólum úr plasti. Þrjár læstar sk...