Hvað er svona sérstakt við Drangajökulssvæðið?

Nyrðra-Eyvindarfjarðarvatn á Ófeigsfjarðarheiði er á áhrifasvæði fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Drangajökull sést ...
Nyrðra-Eyvindarfjarðarvatn á Ófeigsfjarðarheiði er á áhrifasvæði fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Drangajökull sést í baksýn. mbl.is/Golli

Tilkomumikið landslag mótað af jöklum ísaldar. Mjög virk landmótunarferli. Litfögur setlög og hraunlög. Óvenju greinilegir og margir jökulgarðar frá lokum síðasta jökulskeiðs. Náttúrufegurð almennt mikil.

Þannig er svæði sem nær yfir Drangajökul og nágrenni hans lýst í tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands að friðlýsingu. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að helsta ógn sem að svæðinu stafi sé möguleg virkjun vatnsfalla en á þessu svæði eru tvær stærri virkjanir fyrirhugaðar: Hvalárvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði og Austurgilsvirkjun við Djúp.

„Við gerum okkur fulla grein fyrir því að Hvalárvirkjun er í orkunýtingarflokki rammaáætlunar og að umhverfismat á henni hefur farið fram. Einnig að Austurgilsvirkjun er í orkunýtingarflokki í tillögum að þriðja áfanga rammaáætlunar,“ segir Trausti Baldursson, forstöðumaður vistfræði- og ráðgjafardeildar Náttúrufræðistofnunar, sem leiddi vinnu við tillögugerðina. „En hlutverk okkar í þessu tilviki er að rannsaka og kortleggja náttúrufar og gera tillögur um vernd út frá því, óháð hagsmunum annarra. Því hlutverki erum við að sinna með þessum tillögum. Hvað svo verður um þær er í annarra höndum.“

Á þessu korti er skáletrar með svörtum lit það svæði ...
Á þessu korti er skáletrar með svörtum lit það svæði sem nú er lagt til að verði friðlýst. Norðar er friðlandið að Hornströndum. Skjáskot/Náttúrufræðistofnun Íslands

Þó að tillagan um verndun Drangajökuls og næsta nágrennis hafi verið áberandi í fréttum síðasta sólarhringinn er hún aðeins ein af fjölmörgum sem starfsmenn Náttúrufræðistofnunar, í samráði við fagráð náttúruminjaskrár, hafa unnið og sent umhverfis- og auðlindaráðherra og unnið verður frekar með m.a. af Umhverfisstofnun. Um er að ræða tillögur að skipulegu neti verndarsvæða á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár út frá verndun vistgerða, fugla og jarðminja samkvæmt lögum um náttúruvernd.

En hvers vegna er fyrst núna verið að leggja til verndun Drangajökulssvæðisins?

Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem tillaga um vernd svæðsins kemur fram. Í aðdraganda náttúruverndaráætlunar áranna 2004-2008 gerðu Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun tillögu að vernd svæðisins

En skýringin á tímasetningu tillögunnar nú felst m.a. í nýjum náttúruverndarlögum sem samþykkt voru árið 2013 en gildistöku þeirra var frestað þar til í nóvember 2015. Samkvæmt 13. grein þeirra laga skal umhverfis- og auðlindaráðherra gefa út náttúruminjaskrá eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Í nýju lögunum er m.a. byggt á Bernarsamningnum svokallaða þar sem tilgreindar eru þær tegundir og vistgerðir sem aðildarríkin eru sammála um að eigi að njóta verndar.

Náttúruminjaskrá skiptist í þrjá hluta sem auðkenndir eru sem A, B og C. B-hlutinn, sem Náttúrufræðistofnun hefur nú unnið tillögur að, er framkvæmdaáætlun skrárinnar, þ.e. skrá yfir þær náttúruminjar sem Alþingi hefur ákveðið að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum.

Árið 2017 lauk úttekt á náttúru landsins út frá vistgerðum og fuglategundum þar sem skilgreindar voru vistgerðir og jafnframt sett fram endurskoðað mat á stofnstærð fugla og skilgreind alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði. Á grundvelli þeirrar vinnu voru svæði valin til að ná fram fyrrgreindum verndarmarkmiðum og koma á fót neti verndarsvæða fyrir tilteknar vistgerðir og fugla.

Áhrifasvæði fyrirhugaðrar Austurgilsvirkjunar og Hvalárvirkjunar eru á því svæði sem ...
Áhrifasvæði fyrirhugaðrar Austurgilsvirkjunar og Hvalárvirkjunar eru á því svæði sem Náttúrufræðistofnun leggur til að verði friðlýst. mbl.is/Kristinn Garðarsson

Að sögn Trausta var því fyrst nú komið að því að velja svæði á B-hluta náttúruminjaskrárinnar samkvæmt hinum nýju lögum.

„Í þessum áfanga einbeittum við okkur fyrst og fremst að verndarsvæðum vistgerða og fugla,“ útskýrir Trausti. „Og við byggjum okkar vinnu á sömu aðferðarfræði og er verið að beita í Evrópu allri, að útfæra skipulagt net verndarsvæða á landsvísu. Í þessari vinnu erum við í fyrsta skipti að gera þetta með skipulögðum hætti.“

Fuglar hafa ekki fast lögheimili

Hvað fjölda svæðanna varðar bendir Trausti m.a. á að fuglar hafi ekkert fast lögheimili; þeir þurfi bæði fæðu- og varpsvæði, svo dæmi sé tekið. Því þurfi að skoða þeirra búsvæði með heildrænum hætti, ekki aðeins staðbundnum.

Það er nú í höndum umhverfisráðherra að fela Umhverfisstofnun að meta nauðsynlegar verndarráðstafanir á svæðum sem til greina kemur að setja á framkvæmdaáætlunina og kostnað við þær. Í því ferli koma fram ýmsir aðrir hagsmunir sem geta haft áhrif á endanlegt val svæða en eru sem slíkir ekki grunnþættir í vali á svæðum til að viðhalda ákjósanlegri verndarstöðu vistgerða, vistkerfa eða tegunda. Að lokum mun umhverfis- og auðlindaráðuneytið í samráði við ráðgjafanefnd leggja fram þingsályktunartillögu um verndun svæða.

mbl.is

Innlent »

194 bílar Volvo innkallaðir

17:02 Brimborg kallar inn 194 díselbíla frá Volvo eftir að upp hefur komist galli í eldsneytisröri sem gerir það að verkum að myndast sprungur og getur farið að leka. Þetta staðfestir Brimborg, umboðsaðili Volvo á Íslandi, í svari við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Stal úr söluvagni flugfreyju

16:57 Erlendur karlmaður var gripinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær með snjallúr og rakspíra, sem hann var grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi í fríhöfninni. Fyrst í stað þrætti maðurinn fyrir að hafa stolið mununum, en sá svo að sér og játaði stuldinn. Meira »

Undir áhrifum á flótta frá lögreglu

16:55 Karlmaður á fertugsaldri sem var handtekinn á stolnum bíl á Viðarhöfða síðastliðinn fimmtudag að lokinni eftirför lögreglu er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Meira »

Lýst eftir Land Rover Discovery

16:44 Lögreglan á höfuborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Land Rover Discovery árgerð 2014 með skráningarnúmerið TL-L94 en honum var stolið í nótt frá Bjarnarstíg í Reykjavík. Meira »

Rútur lentu utan vegar við Vík

16:40 Tvær rútur höfnuðu utan vegar vegna mikillar hálku á einum sólahring í nágrenni við Vík í Mýrdal. Lítil hætta skapaðist en aðstoð björgunarsveita þurfti til að koma þeim aftur upp á veginn. Meira »

Innkalla sítrónufrómas úr Krónunni

16:01 Krónan, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað Blomsterbergs citronfromage vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda, en í vörunum er að finna möndlur og hnetur. Meira »

Lækka kostnað með aukinni skilvirkni

15:53 Tillögur átakshóps um aukið framboð af íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði miða meðal annars af því að auka samráð milli hagsmunaaðila, sveitarfélaga og ráðuneyta, segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, formaður hópsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Mikilvægt að sýna starfsmönnum nærgætni

15:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að mál er varðar listaverk í eigu Seðlabankans væri tvíþætt og jafnvel þríþætt. Hún svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar sem spurði Katrínu um ákvörðun bankans um að færa til ákveðin listaverk. Meira »

Sveitarstjórn samþykkti Teigsskógarleið

15:33 Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á aukafundi sínum í dag að halda áfram með aðalskipulagsbreytingar þar sem gert er ráð fyrir Teigsskógarleið, leið Þ-H, með þremur atkvæðum gegn tveimur. Meira »

Bréfaskiptin verði gerð opinber

15:26 Forsætisnefnd Alþingis hefur óskað eftir því við þingmenn Miðflokksins úr Klaustursmálinu að fá að gera bréfaskipti þeirra á milli opinber. Svör hafa ekki borist frá þingmönnunum. Meira »

Borgarbúar moki frá sorpgeymslum

14:55 Starfsfólk Sorphirðunnar biður Reykvíkinga um að moka frá sorpgeymslum, salta og sanda til að greiða fyrir losun.   Meira »

Skutu föstum skotum á forseta þingsins

14:50 Tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis í dag en verkefni þeirra verður að fjalla um Klaustursmálið og koma málinu í viðeigandi farveg. Þingmenn Miðflokksins gagnrýndu þingforseta harðlega. Meira »

Vilja ódýrar íbúðir til leigu og eignar

14:28 Tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru alls 40 talsins, í sjö flokkum, en þær voru kynntar á blaðamannafundi sem hófst í Hannesarholti kl. 14 í dag. Meira »

Segja Steingrím halda þeim í myrkrinu

13:43 Fjórir þingmenn Miðflokksins sem komu við sögu í Klaustursmálinu hafa sent bréf til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, þar sem þeir gera athugasemdir við málsmeðferð hans. Meira »

Slapp með skrámur eftir veltu

13:37 Bílvelta varð á Grindavíkurvegi í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Selhálsi norðanverðum. Hún fór út af veginum og valt í vegkantinum. Ökumaðurinn slapp með skrámur en bifreiðin var óökufær að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Meira »

Fjaðrárgljúfur opnað á nýjan leik

13:32 Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðinu Fjaðrárgljúfri. Svæðinu var lokað tímabundið vegna vætutíðar og ágangs. Meira »

Reyndi að losa sig við búslóð á víðavangi

13:30 Lögreglan á Suðurnesjum fékk ábendingu frá athugulum vegfaranda á dögunum sem hafði komið auga á bifreið með kerru hlaðna búslóð sem ekið var eftir vegaslóða í átt að Vogum. Meira »

58 gistu 624 nætur í neyðarskýlum

13:18 Alls dvöldu 58 einstaklingar með lögheimili utan Reykjavíkur 624 gistinætur í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar á síðasta ári.  Meira »

„Góðar umræður“ um hvalaskýrslu

13:18 Oddgeir Ágúst Ottesen og Sigurður Jóhannesson frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands voru gestir á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun þar sem rætt var um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
- Studio íbúð til leigu.
Til leigu í Biskupstungum fyrir 1-2, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist ...
Bókaveisla
Bókaveizla Hjá Þorvaldi í Kólaportinu 30% afsláttur af bókum í janúar Opið lauga...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...