Önnur sjúkrahús geta takmarkað hjálpað

Heilbrigðisstofnanir í nágrenni Reykjavíkur geta lítið gert til að létta ...
Heilbrigðisstofnanir í nágrenni Reykjavíkur geta lítið gert til að létta á álaginu á Landspítalanum. mbl.is/Árni Sæberg

Heilbrigðisstofnanir í nágrenni Reykjavíkur geta að afar takmörkuðu leyti veitt aukna þjónustu, líkt og kveðið er á um í aðgerðaáætlun Landspítalans sem virkjuð var um mánaðamótin vegna ástandsins sem skapast hefur vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins.  

Það er aðeins Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi (HVE) sem getur sinnt bráðaþjónustu, en þar eru kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir á vakt allan sólarhringinn og aðgangur að skurðstofu. Allar konur í áhættumeðgöngu eru hins vegar sendar á Landspítalann. Ástandið á HVE er þó líka erfitt vegna sumarfría og lokunar deilda. Staðan á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er þannig að það er hvergi nærri næg mönnun til að keyra venjulega starfsemi á þessum árstíma, hvað þá annað. Þar eru fjórar ljósmæður af átta búnar að segja upp störfum. Þá eru ekki mörg pláss í sængurlegu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi (HSU) og lítið bolmagn til aukinnar þjónustu.

„Við höfum ekki mikið bolmagn þessar vikurnar“

Jóhanna Jóhannesdóttir, forstjóri HVE, segir stofnunina reyna að veita aðstoð þegar rólegt er hjá þeim, en það sé metið hverju sinni.

HVE hafi til að mynda geta hjálpað til með svokallaða valkeisara, en þá er um að ræða keisaraskurði sem ákveðnir eru fyrir fram og tímasettir. „Þau leita til okkar ef það er eitthvað og þá reynum við að verða við því. En ef það er einhver toppur hér þá er það ekki hægt. Við höfum ekki mikið bolmagn þessar vikurnar,“ segir Jóhanna.

HSU gaf vilyrði fyrir því að taka við konum af ...
HSU gaf vilyrði fyrir því að taka við konum af Suðurlandi, sem hafa fætt á Landspítalanum, ef pláss er í sængurlegu. mbl.is/Guðmundur Karl

„Verklagið er þannig að það er haft samband á milli deildanna hér og deildanna á Landspítalanum og það er skoðað frá degi til dags. Það er ekki hægt að ákveða neitt langt fram í tímann. Þessi tími er erfiður fyrir okkur þar sem sumarfríin eru í hámarki og auk þess eru tvær deildir reknar saman hjá okkur vegna viðgerða, þannig við erum með færri rúm en oft áður. Við erum því með algjöra lágmarksmönnun.“

Taka við konum af Suðurlandi ef hægt er

Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi (HSU) er svokallaður D-fæðingarstaður, ljósmæðrarekin eining án lækna, og getur því ekki sinnt bráðaþjónustu líkt og HVE. Þá hefur HSU lítið bolmagn til að bæta við sig konum í sængurlegu.

„Það sem ég gaf vilyrði fyrir í þessari aðgerðaáætlun var raun og veru bara að taka við konum af okkar svæði, sem fæða á Landspítalanum, og ef ég er með pláss í sængurlegu. En ég er ekki með mörg pláss yfir höfuð. Svo þarf að vera ljósmóðir á vakt. Það er því ekki svo mikið sem við getum tekið,“ segir Sigrún Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir á HSU, í samtali við mbl.is.

HVE hefur getað létt undir með valkeisaraskurðum, en bolmagnið til ...
HVE hefur getað létt undir með valkeisaraskurðum, en bolmagnið til að aðstoða er ekki mikið. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við tökum á móti konum í fæðingu sem hafa átt eðlilega meðgöngu og eru í eðlilegri fæðingu, ekki með neina fylgikvilla eða áhættuþætti sem gera það að verkum að þær mega ekki fæða hjá okkur. Við gætum ekki tekið við konum eða börnum sem væru veik því við erum ekki með sérfræðinga á bak við okkur. Það væru bara heilbrigðar konur sem væru að fara í heimaþjónustu til ljósmæðra hvort eð er. Þær þá koma kannski aðeins við hér, sem þær myndu annars ekki gera. Það er það eina sem hægt er að brúa hjá okkur.“

Sigrún segir það því mjög takmarkað sem HSU geti gert, þrátt fyrir að í aðgerðaáætlun Landspítalans sé tekið fram að samið hafi verið um að heilbrigðisstofnunin veiti aukna þjónustu.

Hún segir stöðuna sem komin er upp mjög sorglega. „Þrátt fyrir að við finnum ekki eins mikið fyrir þessu og Landspítalinn, þá er þetta öllum ljósmæðrum mjög þungt.“

Fjórar af átta ljósmæðrum búnar að segja upp

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er einnig ljósmæðradrifin eining, líkt og HSU. Fæðingardeildinni þar hefur verið lokað yfir sumartímann síðustu ár, en til stóð að hafa hana opna í sumar. Það hefur ekki gengið sem skyldi og takmarka þarf þjónustuna frá og með næstkomandi föstudegi.

„Við reynum að aðstoða eins og við getum en við erum sjálfar undirmannaðar. Frá næsta föstudegi erum við með skerta þjónustu vegna undirmönnunar og sumarfría. Þá verður bara opið til 10 á kvöldin og lokað um helgar. Þannig að við getum lítið hjálpað. Við reynum þó að koma til móts eins og hægt er,“ segir Jónína. Birgisdóttir, yfirljósmóðir á HSS.

Fjórar af átta ljósmæðrum á HSS hafa sagt upp störfum. ...
Fjórar af átta ljósmæðrum á HSS hafa sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi 1. september. mbl.is/Helgi Bjarnason

Frá og með föstudeginum þarf að senda allar fæðandi konur frá Suðurnesjum til Reykjavíkur, nema þær séu einfaldlega komnar af stað í fæðingunni. „Ástandið er slæmt á Landspítalanum þannig ég veit ekki hvernig þetta verður.“

Halldór Jónsson, forstjóri HSS, segir starfsfólk heilbrigðisstofnana hafa hist á Landspítalanum fyrir nokkrum dögum og fundað vegna aðgerðaáætlunarinnar. Þar hafi strengir verið stilltir saman eins og hægt var. Það sé mikill vilji til að hjálpa en mannekla takmarki getuna til þess.

„Stofnunin, hvort sem það ljósmæðravakt eða annað, hefur vaxið fram um það að geta almennt orðið til hjálpar og tekið við sjúklingum frá Landspítala eða hvort það er frá einhverjum öðrum deildum, sem þurfa þá að klára legu sína til hér,“ segir Halldór, en hann veit líka til þess að konur hafi klárað sængurlegu á HSS síðustu daga. „Það er ekki bara Landspítalinn sem þrengir að, það þrengir að öðrum líka. Þessi eining hér er mjög lítil, það eru átta ljósmæður starfandi. Fjórar af þeim eru búnar að segja upp og það kemur til framkvæmda 1. september.“

Líkt og áður sagði hefur fæðingardeildinni á HSS verið lokað yfir sumartímann en í ár var tekin ákvörðun um að reyna að hafa opið þessar fjórar til sex vikur sem um ræðir. „Við hugsuðum fyrir því inn í okkar áætlanagerð en það fékkst ekki fólk til starfa. Engu að síður var ákveðið að reyna að halda meiri þjónustu gangandi í sumar en áður en sá þáttur er meira og minna að hrynja. Við erum öll að vilja gerð, en fólkið getum við ekki klónað frekar en aðrir.“ Halldór segir mönnunina hvergi nærri næga til að keyra venjulega starfsemi á þessum árstíma, ef verða eigi við einhverjum hluta þeirra fría sem fólk á rétt á að taka.

mbl.is

Innlent »

Landsréttur staðfestir dóm yfir Cairo

14:11 Sextán ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Khaled Cairo, sem varð Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel árið 2017, hefur verið staðfestur af Landsrétti. Cairo mun una niðurstöðu Landsréttar. Meira »

Vatnsmýri verði 102 Reykjavík

13:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að farið verði á leit við póstnúmeranefnd Íslandspósts um að Vatnsmýri fái póstnúmerið 102. Íbúar í Skerjafirði eru mótfallnir breytingunni og segja að íbúaverð muni lækka við póstnúmerabreytinguna. Meira »

Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel

13:45 „Það gengur vel með Hjört sem lauk krabbameinsmeðferð þegar hann útskrifaðist frá Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hann þarf enn að taka krabbameinslyf. Hjörtur fór í jáeindaskanna í dag [í gær] og það kemur í ljós næstu daga hvort hann sé læknaður af krabbameininu,“ segir móðir hans. Meira »

Nauðungarvistun litlar skorður settar

13:38 Sérfræðinefnd Evrópuráðsins hefur ítrekað farið fram á endurbætur á lögræðislögum Íslands, en það er ekkert í íslenskum lögum sem kemur í veg fyrir að saga Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, endurtaki sig. Meira »

Umræðan drifin áfram af tilfinningu

13:37 Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra er ekki kunnugt um að nokkrum stað hafi verið gerður jafn ítarlegur gagnagrunnur um tekjur íbúa en nú er til um Íslendinga. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í dag vegna nýs vefs þar sem hægt er að skoða tekjuþróun Íslendinga 1991 til 2017. Meira »

Fleiri hjónabönd og færri skilnaðir

13:30 Alls gengu 3.979 einstaklingar í hjónaband á síðasta ári en 1.276 skildu, samkvæmt skráningu í Þjóðskrá Íslands.  Meira »

Vantaði innsýn þeirra sem hafa reynslu

13:07 Notendasamtökin Hugarafl segja að það hafi vantað innsýn einstaklinga með persónulega reynslu af því öngstræti sem það er að vilja ekki lifa lengur, í umtöluðu Kastljósviðtali vegna ummæla Öldu Karenar Hjaltalín um geðheilbrigðismál á þriðjudag. Meira »

Réðst á mann með skefti af álskóflu

13:06 Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 275 þúsund króna í miskabætur fyrir líkamsárás. Meira »

Fullyrðingarnar ósannaðar

12:27 Neytendastofa hefur bannað fyrirtækinu Törutrix ehf. að fullyrða í auglýsingu að varan Golden Goddess vinni gegn bólum, minnki fínar hrukkur og styrki húðina. Neytendastofa telur að fullyrðingarnar séu ósannaðar. Meira »

Hægt að árangursmæla stjórnvöld

12:12 „Hann býður upp á ótrúleg tækifæri til þess að taka góðar ákvarðanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is um nýjan gagnagrunn stjórnvalda um tekjur landsmanna. Þá segir hún gagnagrunninn gera stjórnvöldum kleift að meta félagslegan hreyfanleika á Íslandi. Meira »

Tekjuþróun allra landsmanna birt

11:05 Stjórnvöldum verður nú kleift að meta áhrif breytinga á sköttum og bótum á lífskjör einstakra hópa með nýjum gagnagrunni sem byggir á skattframtölum allra Íslendinga. Vefurinn tekjusagan.is veitir aðgengi að upplýsingum um lífskjör Íslendinga frá 1991 til ársins 2017. Meira »

Lottó og pylsa í Staðarskála

10:46 Hjón að norðan duttu í lukkupottinn á laugardag þegar þau keyptu lottómiða með pylsunni í Staðarskála því miðinn skilaði þeim 22 milljónum. Eldri borgari af Suðurlandi varð einnig milljónamæringur nýverið en hann tók þátt í EuroJackpot. Hann var alsæll enda snúið að lifa á lífeyrinum einum saman. Meira »

Hafnarvörður dróst með lyftara

10:35 Lyftara var ekið á hafnarvörð í Grindavík í vikunni að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Þrjú fiskikör voru á lyftaranum þegar atvikið átti sér stað og féll hafnarvörðurinn í jörðina við ákeyrsluna og dróst með honum nokkurn spöl áður en stjórnandi tækisins varð hans var. Meira »

Sindri mun líklega áfrýja

10:28 Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem hlaut í gær fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir innbrot í fjögur gagnaver og tilraunir til tveggja innbrota til viðbótar, segir að líklega verði niðurstöðunni áfrýjað. Meira »

240.000 kr. í sekt

10:09 Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af ökumanni sem mældist aka á 163 km hraða á Reykjanesbraut í vikunni þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Viðurlög við broti af því tagi eru 240 þúsund krónur í sekt. Meira »

Tvær líkamsárásir á menntaskólaballi

09:58 Tvær líkamsárásir eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir skólaball á vegum Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi, sem fram fór í gærkvöldi. Enginn er þó í haldi vegna þeirra og áverkar þeirra sem fyrir þeim urðu eru minni háttar. Meira »

Loftslagsmálin vinsælt fréttaefni

09:20 Fréttum um umhverfismál hefur fjölgað um tæp 80% á fimm árum og 56% aukning hefur orðið á fréttum um plast á síðustu þremur árum. Þetta kom fram í ávarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, á umhverfisráðstefnu Gallup í morgun. Meira »

Lögreglan varar við hálku

07:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar vegfarendur við hálku sem er víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu. Hún getur verið sérstaklega varasöm víða á göngustígum og bifreiðastæðum. Meira »

Flestar tegundir úrkomu í boði

06:52 Veður næstu tveggja sólarhringja verður ansi breytilegt og búast má við að flestar úrkomutegundir sem í boði eru komi við sögu. Í dag er gert ráð fyrir éljum ansi víða en við suður- og suðvesturströndina verður úrkoman frekar skúrakennd, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »
Sjónvarpsskeinkur úr eik
Til sölu vel með farinn sjónvarpsskeinkur úr eik. L:240, D:58, H:53 Verð 20 þús....
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...