Upplifði sig alltaf öruggan í Hítardal

Finnbogi Leifsson, bóndi á Hítardal.
Finnbogi Leifsson, bóndi á Hítardal. mbl.is/Eggert

„Það er erfitt að lýsa því,“ segir Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal um hvernig það var að upplifa hamfarir svo nálægt heimili hans. Stór grjótskriða féll úr Fagraskógarfjalli á laugardagsmorgun og endaði aðeins örfáum kílómetrum frá bæ Finnboga.

Finnbogi er 63 ára gamall og hefur búið í Hítardal alla sína ævi. Hann segir sig og fjölskyldu sína alltaf hafa upplifað sig örugg á bænum og að atvik eins og það sem átti sér stað á laugardag hafi aldrei hvarflað að þeim. „Þó ég væri búinn að sjá þetta var maður kannski ekki alveg að trúa því, og áttaði sig náttúrulega ekki á því hvað þetta væri umfangsmikið fyrr en maður fór á staðinn.“

Skriðan stíflaði Hítará með þeim afleiðingum að hún fann sér ...
Skriðan stíflaði Hítará með þeim afleiðingum að hún fann sér nýjan farveg. Kort/mbl.is

Skriðan er ein sú stærsta sem fallið hefur á sögulegum tíma á Íslandi, en samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands er hún 10 til 20 milljónir rúmmetra, flatarmál hennar er um 1,5 milljónir fermetra og er hún 20 til 30 metrar að þykkt þar sem hún er þykkust.

Að sögn Finnboga var svæðið sem varð undir skriðunni mestmegnis gróið landsvæði. Hann segir talsvert beitiland hafa orðið undir en að ómögulegt sé að segja til um það hvort fé hafi verið á svæðinu þegar skriðan féll.

„En þarna er náttúrulega mikil umferð ferðafólks að sumri til, veiðimanna og túrista,“ segir Finnbogi. Hann segir mikla mildi að ekkert fólk hefði orðið undir skriðunni. Skriðan mældist á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar klukkan 05:17 á laugardagsmorgun. „Það er kannski gott að þetta féll snemma morguns.“

Ekki víst að tjónið fáist bætt

Finnbogi segir enn ekki komið í ljós hvers konar og hversu umfangsmiklu tjóni hann hefur orðið fyrir vegna skriðunnar. „Það fer þetta land, það hefur svosem ekki úrslitaáhrif á búskap. En svo stíflaðist Hítará og hún er mikil laxveiðiá. Hún kom sér í annan farveg og það er óljóst hvaða áhrif það hefur á lífríki og veiði í ánni.“

Finnbogi hefur búið að Hítardal alla sína ævi sem spannar ...
Finnbogi hefur búið að Hítardal alla sína ævi sem spannar 63 ár. mbl.is/Eggert

Áin liggur enn innan landsvæðis Finnboga en hann segir ekki liggja fyrir hvaða landskemmdir verða vegna nýs farvegs Hítarár, en hún stíflaðist vegna skriðunnar svo mikið lón myndaðist þar til hún fann sér farveg í hliðaránni Tálma.

„Ég er nú ekki farinn að hugsa svo langt,“ segir Finnbogi aðspurður hvort hann geti leitað sér bóta vegna tjónsins, en Náttúruhamfaratrygging Íslands, áður Viðlagatrygging Íslands, veitir aðeins tryggingu þegar vátryggðar eignir verða fyrir tjóni í náttúruhamförum. „Mig grunar að það séu ekki miklir möguleikar.“

mbl.is

Innlent »

Útilokar ekki frekari frestun orkupakka

11:39 Ekki er útilokað að framlagning frumvarps um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins frestist lengur en til vorþings. Þetta segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Nýtt neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur

11:36 Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til samninga um kaup á húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur. Í skýlinu, sem er fyrir unga karlmenn í neyslu, verður sólarhringsvakt og er áætlaður rekstrarkostnaður um 115 milljónir á ári. Meira »

Þörf á 4.000 íbúðum í borginni

11:08 Samkvæmt nýrri greiningu Capacent á stöðu og horfum á fasteignamarkaði í Reykjavík vantar um 4.000 íbúðir á næstu árum til að fullnægja þörf fyrir nýjar íbúðir í borginni. Eins og staðan er í dag verða hins vegar aðeins byggðar um 1.350 íbúðir í borginni á næstu tveimur árum. Meira »

Fordæmir vinnubrögð Sjómannafélagsins

10:38 Stéttarfélagið Framsýn fordæmir „ólýðræðisleg vinnubrögð“ trúnaðarráðs Sjómannafélags Íslands, vegna brottreksturs Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem boðið hefur sig fram til formanns í félaginu. Meira »

Frekar verkfall en 4% launahækkun

10:26 „Það er alveg ljóst að í þeim kjaraviðræðum sem fram undan eru mun íslenskt verkafólk fremur velja harða kjarabaráttu og jafnvel vinnustöðvanir en að þiggja að hámarki 4% launahækkun í þriggja ára samningi,“ segir í tilkynningu frá Framsýn, stéttarfélagi Þingeyinga. Meira »

Innbrot enn til rannsóknar

10:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar fjölmörg innbrot í bifreiðar að undanförnu. Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hafa nokkrir einstaklingar verið handteknir í tengslum við rannsóknina og þeir yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Meira »

Bótamál Ástu Kristínar til Hæstaréttar

10:21 Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings í máli hennar gegn íslenska ríkinu. Ásta Kristín var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi og krafðist þess að ríkinu yrði gert að greiða henni fjórar milljónir í skaðabætur vegna málsins. Meira »

Nýr yfirlæknir krabbameinsdeildar

10:15 Agnes Smáradóttir hefur verið ráðin yfirlæknir lyflækninga krabbameina á lyflækningasviði Landspítala frá 1. desember 2018 til næstu 5 ára. Meira »

Ók af ásetningi á aðra bifreið

10:06 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann um tvítugt fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og hættu- og umferðarlagabrot 24. febrúar á þessu ári. Í fyrri ákæruliðnum kemur að hann hafi ekið bifreið af ásetningi á aðra bifreið á Hafnarfjarðarvegi með þeim afleiðingum að hún skall á vegrið og valt. Meira »

Metár í byggingu nýrra íbúða í borginni

10:06 Gefin hafa verið út byggingarleyfi fyrir 1.344 íbúðir í borginni á fyrstu tíu mánuðum ársins og er árið orðið metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnu málþingi borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík sem stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira »

55,7 milljarðar í rannsóknir og þróunarstarf

09:03 Heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs á árinu 2017 voru 55,7 milljarðar króna en það jafngildir 2,13% af vergri landsframleiðslu. Meira »

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í beinni

08:51 Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins kynningarfundar í ráðhúsinu í dag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á mbl.is. Meira »

Fallegt bréf frá Elizu til Guðna

08:42 Eliza Reid forsetafrú birtir á Facebook í dag fallegt bréf sem hún skrifaði til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á íslensku árið 1999. Þarna hafði hún nýlega kynnst Guðna og vildi heilla hann með málsnilld sinni. Eliza óskar Íslendingum til hamingju með daginn, Dag íslenskrar tungu. Meira »

Þúsundir taka þátt í áfallarannsókn

07:57 „Þessar fyrstu niðurstöður koma okkur verulega á óvart og fjöldi þeirra sem segjast hafa orðið fyrir þessu ofbeldi er meiri hér en í erlendum rannsóknum,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu, um fyrstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins Áfallasaga kvenna. Meira »

Styttist í sviðslistafrumvarpið

07:37 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt frumvarp til laga um sviðslistir fram í desember eða janúar næstkomandi. Það ræðst af því hvernig gengur að ljúka vinnu við frumvarpið. Meira »

Varað við stormi

06:59 Spáð er suðaustanhvassviðri eða -stormi sunnan- og vestanlands síðdegis og getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi að vera á ferð undir Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Áfram er spáð hvössu á morgun og talsverðri rigningu. Meira »

Pokarnir eru ekki svo slæmir

05:30 Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Bannið sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, skapi kostnað fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu. Meira »

Leggja til bann á rafrettum á netinu

05:30 Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna lagði í gær fram tillögur sem takmarka sölu á rafrettum. Á breytingin að taka gildi í júní á næsta ári og miðast við að banna sölu á rafrettum á netinu og að þær fáist eingöngu í verslunum. Meira »

Fjöldi veitingastaða í pípunum

05:30 Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur í ár afgreitt tugi umsókna sem tengjast veitingarekstri. Samkvæmt athugun Morgunblaðsins hafa 33 verið samþykktar en 5 bíða lokaafgreiðslu. Ein umsóknin varðar fjóra veitingastaði og krá í Kringlunni. Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...