Umbylting samgöngukerfisins nálgast

„Við erum hérna að setja fram heildstæða áætlun sem nær til allra geira samfélagsins,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra í samtali við mbl.is, en sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu í dag aðgerðaáætlun ríkisins í loftslagsmálum á blaðamannafundi í Austurbæjarskóla.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði tvær ástæður fyrir því að fundurinn væri haldinn í Austurbæjarskóla. Annars vegar væri það sökum þess að hitaveituvæðing Reykjavíkur hefði hafist þar árið 1930, en þá var heitt vatn úr Laugardal leitt í Austurbæjarskóla, auk Landspítala og sextíu íbúðarhúsa.

Orkuskiptabyltingin sem stefnt er að í aðgerðaáætluninni sem ríkisstjórnin kynnir nú, er sögð sambærileg því átaki sem þurfti til við að hitaveituvæða landið.

Hins vegar sagði Katrín að það væri viðeigandi að halda fundinn í skóla, þar sem aðgerðir í loftslagsmálum snertu þá kynslóð sem nú væri að vaxa úr grasi og framtíðarkynslóðir.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er risavaxið verkefni sem við erum öll saman í,“ sagði Guðmundur Ingi á fundinum í dag, en á næstu fimm árum verður 6,8 millj­örðum króna varið til sér­stakra aðgerða í lofts­lags­mál­um hér á landi, sem er marg­föld­un miðað við und­an­far­in ár.

„Við erum að taka fyrstu skrefin í að umbylta samgöngukerfinu okkar, skipta úr olíu yfir í aðrar og umhverfisvænni leiðir til þess að knýja okkar samgöngukerfi. Á sama tíma er líka mikilvægt að styrkja almenningssamgöngur, bæði bæta möguleika fólks á að nýta sér þær, en líka að gera almenningssamgöngurnar umhverfisvænni í sjálfu sér,“ segir Guðmundur Ingi.

„Það hafa orðið straumhvörf í fjárveitingum til loftslagsmála og þau birtust auðvitað í fjármálaáætluninni okkar síðastliðið vor og í síðustu fjárlögum, en það má segja að nú sé það staðfest hvernig við ætlum að verja þessum fjármunum og það skiptir auðvitað máli að fjárfesta í þessum gríðarlega mikilvægu málaflokkum,“ segir Katrín.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundinum í Austurbæjarskóla í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundinum í Austurbæjarskóla í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta snýst annars vegar um að uppfylla markmið Parísarsáttmálans og að ná því markmiði sem þessi ríkisstjórn setti sér í stjórnarsáttmála, að Ísland yrði kolefnishlutlaust árið 2040, ekki seinna en 2040,“ bætir forsætisráðherra við.

Horft til fordæmis Norðmanna

Sú aðgerð í aðgerðaáætluninni sem kannski snertir daglegt líf almennings hvað mest, er að stefnt er að því að nýskráningar á bensín- og dísilbílum verði bannaðar eftir árið 2030, nema með sértækum undanþágum.

„Við horfum til Norðmanna sem hafa verið fremstir í flokki í þessum málum og hafa raunar ákveðið að heimila engar slíkar nýskráningar eftir 2025, nema þá með einhverjum slíkum undanþágum og við ætlum að fylgja í kjölfarið,“ segir Katrín.

Árið 2030 er stefnt að því að rafmagnsbílar á landinu verði orðnir 100.000 talsins, samkvæmt því sem fram kemur í aðgerðaáætluninni, en þeir eru einungis brotabrot af bílaflota landsmanna í dag. Því þarf að ráðast í mikla uppbyggingu.

„Það skiptir máli að við séum reiðubúin og búin að byggja upp innviði til að almenningur geti ráðist í þessi orkuskipti, því það er líka stórt efnahagslegt spursmál fyrir venjulegt fólk að eyða minna í rekstur á samgöngutækjum, eins og raunin gæti orðið,“ segir Katrín.

Ríkið hefur í dag töluverðar tekjur af sköttum á jarðefnaeldsneyti, en Katrín segir að til framtíðar verði að horfa á endurskoðun gjaldaumhverfisins til þess að tryggja rekstur og viðhald vegakerfisins.

mbl.is

Innlent »

Konur hvattar til að ganga út 24. október

10:59 „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!“ verður yfirskrift kvennafrídagsins 24. október næstkomandi. BSRB, heildarsamtök stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu, hvetja konur til að leggja niður vinnu klukkan 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli sem hefst klukkan 15:30. Að fundinum standa samtök kvenna og samtök launafólks. Meira »

Vilja lækka skatta á tíðavörur

10:50 Tíðavörur og getnaðarvarnir falla í lægra þrep virðisaukaskatts, verði nýtt frumvarp, sem þingmenn Pírata, Samfylkingar, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram, samþykkt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Píratar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Meira »

Gera strandhögg í austri og vestri

10:27 Gengið hefur ágætlega það sem af er ári hjá KAPP ehf. í Garðabæ, segir Freyr Friðriksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og stofnandi. Fyrirtækið selur, þjónustar og framleiðir kælibúnað, meðal annars til notkunar í sjávarútvegi. Meira »

Innkalla hnetur vegna sveppaeiturs yfir mörkum

10:21 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur greinir frá því að búið sé að innkalla Delicata Brasilíuhnetur vegna þess að sveppaeitrið aflatoxín greindist í hnetunum yfir mörkum. Meira »

Alltaf óheppilegt að valda óánægju

10:11 „Það er alltaf óheppilegt þegar við erum að valda óánægju hjá okkar starfsfólki en þegar við erum í rekstri þarf alltaf að grípa til aðgerða og taka ákvarðanir,“ segir starfandi forstjóri Icelandair Group, spurður út í þá ákvörðun að láta flugfreyjur og flugþjóna í hlutastarfi ákveða hvort þau vilja ráða sig í fulla vinnu eða láta af störfum. Meira »

Vala Pálsdóttir endurkjörin formaður LS

09:48 Ný stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna var kjörin á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í gær. Alls taka 28 konur víðs vegar af landinu sem hafa fjölbreyttan feril og búa að víðtækri reynslu sæti í stjórn og varastjórn. Meira »

Kona fer í stríð Óskarsframlag Íslands

09:41 Kvikmyndin Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019. Myndin var valin af félögum í Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni, ÍKSA, í rafrænni kosningu sem lauk á miðnætti í gær. Meira »

Fór út að sá og upp kom SÁ

09:04 Ljósmyndari Morgunblaðsins rak upp stór augu þegar hann sá stafina SÁ spretta upp úr berangursmel sunnan við Þórisjökul þegar flogið var þar yfir. Jóhann Kristjánsson landgræðslumaður tók upp á því fyrir ellefu árum að græða þarna upp uppblásið og illa farið svæði. Meira »

Tengja vöxt fataverslunar við opnun H&M

08:59 Kortavelta Íslendinga í innlendri fataverslun jókst um 13,1% í ágúst síðastliðnum og nam tæpum 2,2 milljörðum í ágúst nú samanborið við rúma 1,9 milljarða í ágúst í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum hagtölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Tölurnar byggja á kortanotkun og greiðslumiðlun á Íslandi. Meira »

Kínverjar opnuðu dyr eftir að aðrir lokuðu

08:18 Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, leituðu eftir aðstoð hjá leiðtogum Kínverja á vikunum eftir hrun eftir að ljóst var orðið að ríki Evrópu og Bandaríkin hygðust ekki koma Íslandi til bjargar. Meira »

Sala á plastpokum minnkar stöðugt

07:57 Sala á plastburðarpokum hefur minnkað töluvert á undanförnum árum að mati Bjarna Finnssonar, formanns stjórnar Pokasjóðs.  Meira »

Flugfreyjum og -þjónum settir afarkostir

07:40 Flug­freyj­ur og flugþjón­ar í hluta­starfi hjá Icelanda­ir þurfa að gera upp á milli þess að ráða sig í fulla vinnu hjá fyrirtæk­inu frá og með næstu ára­mót­um eða láta af störfum. Meira »

Vátryggingar fyrir stjórnsýslumál

07:37 Einstaklingar sem fara í stjórnsýslumál gætu átt rétt á endurgreiðslu úr tryggingum fyrir málskostnað, samkvæmt niðurstöðu nýrrar fræðigreinar Sindra M. Stephensen, lögmanns og aðstoðarmanns dómara við EFTA-dómstólinn, í Tímariti Lögréttu. Meira »

Köld og hvöss norðanátt

07:03 Snjóþekja er á fjallvegum á norðanverðu landinu, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði, Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og er vegfarendum ráðlagt að sýna aðgát. Meira »

Óttast um hana í vetur

06:58 Hún er á þrítugs­aldri og er á göt­unni vegna neyslu og geðrænna veik­inda. Fjöl­skylda henn­ar er ráðalaus og ótt­ast mjög um af­drif henn­ar í vet­ur. Gat­an er ekki heim­ili og ekki ör­ugg­ur staður, ekki síst fyr­ir ung­ar kon­ur þar sem hóp­ur karla leit­ar þær uppi og nýt­ir sér neyð þeirra. Meira »

Kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu

06:52 365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Innbrot í verslun í Breiðholti

06:27 Brotist var inn í verslun í Breiðholti rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þegar lögreglu bar að garði voru þjófarnir hins vegar farnir af vettvangi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Icelandair boðið að fjárfesta í flugfélagi

06:20 Icelandair hefur fengið boð frá ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, Cabo Verde Airlines, um að eignast ráðandi hlut í félaginu þegar það verður einkavætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnvöldum á Grænhöfðaeyjum. Meira »

Ísland í 2. sæti félagslegra framfara

05:30 Ísland er í öðru sæti af 146 þjóðum í mælingu fyrirtækisins Social Progress Imperative á vísitölu félagslegra framfara.   Meira »