Umbylting samgöngukerfisins nálgast

„Við erum hérna að setja fram heildstæða áætlun sem nær til allra geira samfélagsins,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra í samtali við mbl.is, en sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu í dag aðgerðaáætlun ríkisins í loftslagsmálum á blaðamannafundi í Austurbæjarskóla.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði tvær ástæður fyrir því að fundurinn væri haldinn í Austurbæjarskóla. Annars vegar væri það sökum þess að hitaveituvæðing Reykjavíkur hefði hafist þar árið 1930, en þá var heitt vatn úr Laugardal leitt í Austurbæjarskóla, auk Landspítala og sextíu íbúðarhúsa.

Orkuskiptabyltingin sem stefnt er að í aðgerðaáætluninni sem ríkisstjórnin kynnir nú, er sögð sambærileg því átaki sem þurfti til við að hitaveituvæða landið.

Hins vegar sagði Katrín að það væri viðeigandi að halda fundinn í skóla, þar sem aðgerðir í loftslagsmálum snertu þá kynslóð sem nú væri að vaxa úr grasi og framtíðarkynslóðir.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er risavaxið verkefni sem við erum öll saman í,“ sagði Guðmundur Ingi á fundinum í dag, en á næstu fimm árum verður 6,8 millj­örðum króna varið til sér­stakra aðgerða í lofts­lags­mál­um hér á landi, sem er marg­föld­un miðað við und­an­far­in ár.

„Við erum að taka fyrstu skrefin í að umbylta samgöngukerfinu okkar, skipta úr olíu yfir í aðrar og umhverfisvænni leiðir til þess að knýja okkar samgöngukerfi. Á sama tíma er líka mikilvægt að styrkja almenningssamgöngur, bæði bæta möguleika fólks á að nýta sér þær, en líka að gera almenningssamgöngurnar umhverfisvænni í sjálfu sér,“ segir Guðmundur Ingi.

„Það hafa orðið straumhvörf í fjárveitingum til loftslagsmála og þau birtust auðvitað í fjármálaáætluninni okkar síðastliðið vor og í síðustu fjárlögum, en það má segja að nú sé það staðfest hvernig við ætlum að verja þessum fjármunum og það skiptir auðvitað máli að fjárfesta í þessum gríðarlega mikilvægu málaflokkum,“ segir Katrín.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundinum í Austurbæjarskóla í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundinum í Austurbæjarskóla í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta snýst annars vegar um að uppfylla markmið Parísarsáttmálans og að ná því markmiði sem þessi ríkisstjórn setti sér í stjórnarsáttmála, að Ísland yrði kolefnishlutlaust árið 2040, ekki seinna en 2040,“ bætir forsætisráðherra við.

Horft til fordæmis Norðmanna

Sú aðgerð í aðgerðaáætluninni sem kannski snertir daglegt líf almennings hvað mest, er að stefnt er að því að nýskráningar á bensín- og dísilbílum verði bannaðar eftir árið 2030, nema með sértækum undanþágum.

„Við horfum til Norðmanna sem hafa verið fremstir í flokki í þessum málum og hafa raunar ákveðið að heimila engar slíkar nýskráningar eftir 2025, nema þá með einhverjum slíkum undanþágum og við ætlum að fylgja í kjölfarið,“ segir Katrín.

Árið 2030 er stefnt að því að rafmagnsbílar á landinu verði orðnir 100.000 talsins, samkvæmt því sem fram kemur í aðgerðaáætluninni, en þeir eru einungis brotabrot af bílaflota landsmanna í dag. Því þarf að ráðast í mikla uppbyggingu.

„Það skiptir máli að við séum reiðubúin og búin að byggja upp innviði til að almenningur geti ráðist í þessi orkuskipti, því það er líka stórt efnahagslegt spursmál fyrir venjulegt fólk að eyða minna í rekstur á samgöngutækjum, eins og raunin gæti orðið,“ segir Katrín.

Ríkið hefur í dag töluverðar tekjur af sköttum á jarðefnaeldsneyti, en Katrín segir að til framtíðar verði að horfa á endurskoðun gjaldaumhverfisins til þess að tryggja rekstur og viðhald vegakerfisins.

mbl.is

Innlent »

Árbæjarskóli vann Skrekk

22:00 Árbæjarskóli bar sigur úr býtum í Skrekki, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, en úrslitin fóru fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Í öðru sæti lenti Langholtsskóli og í því þriðja varð Seljaskóli. Meira »

Ammoníaksleki á Akranesi

21:21 Lögregla og slökkvilið eru nú við eina af byggingum HB Granda á Akranesi vegna ammoníaksleka.   Meira »

Sautján nýjar stöður aðstoðarfólks

20:52 Alls verða 17 nýjar stöður aðstoðarfólks þingflokka til innan þriggja ára. Hver þingflokkur fær aðstoð eftir þingstyrk sínum og mun kostnaðurinn vegna þessa nema hátt í 200 milljónum króna á ári. Meira »

Fóru nýja leið upp fjallshlíðina

20:36 Þeir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson fóru aðra leið á topp fjallsins Pumori en venjulegt var og vissu ekki til þess að aðrir hefðu farið sömu leið. Þetta staðfestir Jón Geirsson, sem var með þeim Kristni og Þorsteini en þurfti frá að hverfa vegna rifbeinsbrots. Meira »

Margir læra listina að standa á höndum

20:17 Eðlisfræðidoktorinn Helgi Freyr Rúnarsson stóð aldrei á höndum sem barn eða unglingur og hafði ekki einu sinni reynt að standa á höndum fyrr en hann var kominn vel á þrítugsaldurinn. Meira »

„Verið til fyrirmyndar“

20:15 „Verkið var mjög vel skipulagt hjá starfsmönnum Slippsins og allt hefur gengið eins og í sögu. Það hefur verið til fyrirmyndar hvernig að þessu hefur verið staðið.“ Meira »

„Fjallið á það sem fjallið tekur“

19:47 Félagarnir og æskuvinirnir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson höfðu klifið flesta tinda Íslands áður en þeir héldu út í heim. Þeir klifu meðal annars hæsta fjall Suður-Ameríku og nokkur fjöll í Norður-Ameríku áður en leiðin lá til Nepal árið 1988, en þaðan sneru þeir ekki aftur. Meira »

Fjögurra bíla árekstur á Reykjanesbraut

19:39 Fjögurra bíla árekstur varð á Reykjanesbraut til móts við IKEA um klukkan 17.45. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var slysið minni háttar. Meira »

Banaslys varð á Sæbraut

18:45 Banaslys varð á Sæbraut í dag þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Sæbraut var lokað í vesturátt frá Kringlumýrarbraut vegna slyssins. Meira »

Fólk sem þráir frið og framtíð

18:38 „Þótt við mannfólkið séum ólík að mörgu leyti svipar grunngildunum okkar alltaf saman. Öll viljum við geta búið í friðsömu landi þar sem mannréttindi eru virt og þar séu allar nauðsynjar sem við þurfum til að lifa. Með sögunni minni langar mig að við, Íslendingar, finnum samkennd með flóttafólki og berum virðingu fyrir því hvað þau hafa lagt á sig til að reyna að öðlast betra líf og gefum þeim séns, tökum vel á móti þeim.“ Meira »

Verklagi fylgt í máli sykursjúks drengs

18:16 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að embætti héraðssaksóknara hafi í maí síðastliðnum ákveðið að hætta að rannsaka mál sem varðar meint ófagleg vinnubrögð lögreglu eftir að 17 ára piltur var færður á lögreglustöð eftir skóladansleik. Meira »

Skaðabætur eftir að skápur féll á hana

17:47 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingamiðstöðina til að greiða konu á fertugsaldri rúmar 18 milljónir króna eftir að hún slasaðist í vinnuslysi árið 2014. Meira »

Reynir Íslandsmeistari í skrafli

17:08 Reynir Hjálmarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í skrafli sem fór fram í sjötta sinn um helgina. Gísli Ásgeirsson varð í öðru sæti og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í því þriðja. Meira »

Farið talsvert nærri stjórnarskránni

16:49 „Sífellt fleirum líður eins og að Evrópusambandið beri ekki þá virðingu fyrir tveggja stoða kerfinu og okkur finnst það eiga að gera. Það eru fleiri mál þar sem gengið hefur verið ansi langt gangvart framsalsheimildum okkar miðað við stjórnarskrá okkar.“ Meira »

Hjón fengu 4 milljóna skaðabætur

16:44 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur. Þau voru úrskurðuð fyrir tveimur árum í gæsluvarðahald grunuð um aðild að íkveikju á húðflúrsstofunni Immortal Art í Hafnarfirði. Meira »

Kampi fjárfestir í búnaði Skagans 3X

16:30 Rækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X. „Reksturinn hjá Kampa ehf. hefur gengið vel undanfarna mánuði og góður stígandi hefur verið í vinnslunni.“ Meira »

Ekki búið að tilkynna fundinn

16:13 Hvorki utanríkisráðuneytinu né embætti ríkislögreglustjóra hefur borist formlegt erindi varðandi fund á líkum íslensku fjallgöngugarpanna, þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fundust nýlega á fjallinu Pumori í Nepal. Meira »

Katrín fundar með Merkel í Berlín

15:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung í Berlín á morgun. Forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í Berlín. Meira »

Utanvegaakstur alvarlegt mál

15:29 Lögreglan á Suðurlandi tekur utanvegaakstur alvarlega og er að reyna að auka eftirlit og sýnileika í samvinnu við landverði og Umhverfisstofnun. Aðalvarðstjóri lögreglunnar á Höfn segir að mál manns sem spændi upp mosa í september sé væntanlegt á borð lögreglu. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Hljómsveit A Kröyer
Hljómsveit A. KRÖYER Duett, trío, fyrir dansleiki, árshátíðir,þorrablót einkasam...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...