Teygja sig til barnafjölskyldna

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundinum í morgun.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundinum í morgun. mbl.is/​Hari

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir töluvert mikil tíðindi vera í nýju fjárlagafrumvarpi sem koma við ólíka þætti.

„Í fyrsta lagi erum við að teygja okkur sérstaklega til barnafjölskyldna með hækkun á barnabótum og við erum að tryggja sérstaka hækkun á persónuafslættinum, auk þess að gera breytingar á viðmiðum fyrir fjárhæðamörk neðra og efra þreps í tekjuskatti. Þetta eru allt þættir sem tengjast því samtali sem hefur átt sér stað á árinu við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði Bjarni í samtali við mbl.is að lokinni kynningu á fjárlagafrumvarpinu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun.

8 milljarða lækkun greiðir fyrir þröngri stöðu

Hann nefndi lækkun tryggingagjalds um hálft prósent í tveimur áföngum en fyrri hlutinn tekur gildi um áramótin og sá síðari ári síðar. Um er að ræða átta milljarða skattalækkun fyrir atvinnustarfsemina.

Krafa hefur verið uppi um að lækka gjaldið enn frekar en Bjarni sagði þetta vera það svigrúm sem ríkisstjórnin teldi sig hafa í bili. „Þetta horfir þá núna til næstu sextán mánaða eða svo og er átta milljarða lækkun sem ætti að greiða fyrir þeirri nokkuð þröngu stöðu sem manni sýnist vera á vinnumarkaðinum í dag og er í rökréttu samhengi við það sem við sögðum í stjórnarsáttmálanum.“

Fylgirit með fjárlagafrumvarpinu.
Fylgirit með fjárlagafrumvarpinu. mbl.is/​Hari

800 milljarða skuldalækkun síðustu ár

Bjarni benti á tíðindi í frumvarpinu varðandi þróun skuldastöðu ríkissjóðs. Á næsta ári næst 30% skuldaviðmiðið, fyrr en áætlað var. „Það er mjög stór áfangi vegna þess að þegar þetta viðmið var sett þótti mörgum að verið væri að spenna bogann nokkuð hátt og setja sér mjög háleit markmið en núna á árinu 2019 munum við ná því markmiði,“ sagði hann og nefndi að árangurinn kæmi í kjölfar þess að um 660 milljarða króna skuldir hefðu verið greiddar upp. „Þegar við bætum við fyrirframgreiðslum vegna ófjármagnaðra lífeyrisskuldbindinga upp á 140 milljarða hefur ríkið verið að greiða inn á skuldir eða skuldbindingar upp á 800 milljarða á undaförnum árum. Við erum að byrja að njóta góðs af þessum ráðstöfunum.“

Hann sagði að vaxtagreiðslur lækkuðu fyrir vikið en þær hefðu lækkað hraðar á yfirstandandi ári en reiknað var með og munaði þar þremur milljörðum króna. Að sögn Bjarna munu þær halda áfram að lækka á næsta ári og gerist þetta vegna lægri skuldastöðu og bættra lánskjara.

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/​Hari

Síðustu afborganirnar greiddar upp

Nefndi hann að í næsta mánuði munsi ríkissjóður greiða upp síðustu afborgarnir af skuldabréfaútgáfunni RIKH 18 sem var ætlað að fjármagna endurreisn fjármálakerfisins á sínum tíma. „Í því felast mikil tímamót fyrir okkur. Það má segja að við höfum náð miklum áfanga þegar við gerðum upp öll neyðarlánin á sínum tíma, sem tengdust efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Núna erum við að ná nýjum áfanga þegar við gerum upp öll lánin sem tengdust fjármögnun bankakerfisins og á næstu ári náum við síðan skuldaviðmiðinu, sem er mjög stór áfangi.“

Spurður út í skuldastöðu ríkisins í dag segir hann að hún sé komin niður í 23,5% af landsframleiðslu og muni halda áfram að lækka á komandi árum.

Frá fundinumí morgun.
Frá fundinumí morgun. mbl.is/​Hari

Kjarasamningar áhættuþáttur

Inntur eftir því hvort kjarasamningar muni setja strik í reikninginn á komandi vetri sagði Bjarni þá vissulega vera áhættuþátt sem væri erfitt að spá fyrir um hvernig spilaðist úr.

Hann sagði ríkisstjórnina hafa sýnt vilja í verki til þess að hlusta og grípa til aðgerða í samræmi við þau samtöl sem hefðu átt sér stað við aðila á vinnumarkaðinum og vísaði til sérstakrar hækkunar á persónuafslætti í fjárlagafrumvarpinu, hækkunar á barnbótum og breytingar á fjárhæðamörkum milli skattþrepa, auk lækkunar á tryggingagjaldi.  Allt væru þetta þættir sem hefðu skipt máli í þessu samhengi, fyrir utan húsnæðismálin sem höfðu áður verið sett á dagskrá og væru fjármögnuð í nýja fjárlagafrumvarpinu.

mbl.is/​Hari

Samgöngumálin mjög fjárfrek

Gert er ráð fyrir 5,5 milljarða króna aukningu til samgöngumála sem skýrist fyrst og fremst af sérstöku átaki í samgöngumálum á árunum 2019 til 2021.

„Það sem er erfitt í þessum málaflokki almennt er að hann er mjög fjárfrekur og menn hreyfa sig ekki mikið fyrir hundruð milljóna. Allar meiriháttar framkvæmdir hlaupa á milljörðum,“ sagði Bjarni og talaði um að við værum að færast úr einum stórframkvæmdum í þá næstu og næst á dagskrá væri að klára Dýrafjarðargöng. Sömuleiðis þyrfti að sinna viðhaldi vegakerfisins og í fjárlagafrumvarpinu væri staðið við það sem áður hefði verið sagt í tengslum við samgöngumál.

„Ég leyni því ekki að það mætti vel sjá fyrir sér enn frekari framkvæmdir í samgöngumálum en þá kemur að því að við þurfum að fara að ræða fjármögnun slíkrar uppbyggingar. Það verður á dagskrá vetrarins að ræða í hvaða tilvikum við myndum fara í sérstaka fjármögnun á meiriháttar samgöngubótum.“

mbl.is/​Hari

Að komast í heilbrigðar tölur í hagvexti

Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að draga muni úr hagvexti. Bjarni kvaðst ekki hafa áhyggjur af því. „Ég held að við séum að komast í mjög heilbrigðar tölur. Þetta hagvaxtarskeið er orðið mjög langt og ekki við því að búast að við höldum áfram að vaxa á þeim mikla hraða sem hefur verið,“ greindi hann frá og sagði topp hagsveiflunnar hafa náðst einhvern tímann á árinu 2016 eða snemma á síðasta ári. „Það er alveg í samræmi við væntingar að það dragi eitthvað úr hagvexti. Það er mikilvægast að við förum ekki beint yfir í samdráttarskeið og það eru mjög heilbrigðar hagvaxtartölur í flestum spám eins og sakir standa,“ sagði hann.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »

10 geðhjúkrunarrými í viðbót

18:35 Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

17:55 Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

17:08 Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni að 35 ára afmæli hópsins. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

17:00 Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

16:50 „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »

„Ekki skemmtilegt að keyra þennan veg“

16:32 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Meira »

Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri

16:13 Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Meira »

1.500 milljóna endurfjármögnun

16:10 „Það er ljóst að það þurfti að endurfjármagna fyrirtækið og við höfum í sjálfu sér ekki tæmt þá umræðu,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, í samtali við mbl.is um heimild til að endurlána Íslandspósti allt að 1,5 milljörðum króna árið 2019. Meira »

Ríkið sýknað af 320 milljóna kröfu

16:03 Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af 320 milljóna króna skaðabótakröfu Garðabæjar vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Ísafoldar á árunum 2013 til 2015. Meira »

Nemendur umkringdu skólann

15:35 Í dag á Háteigsskóli 50 ára afmæli. Skólinn státar af um 450 nemendum en í tilefni af afmælinu umkringdu nemendur skólann og sungu afmælissönginn. Vel tókst til á afmælinu og segir skólastýra Háteigsskóla, Arndís Steinþórsdóttir, skólann hafa gengt mikilvægum hlutverkum í gegnum tíðina. Meira »

Hjúkrunarrýmum fjölgar um 200 á 2 árum

15:32 Hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara fjölgar um 200 á næstu tveimur árum. Á næsta ári átti að verja 45,9 milljörðum í málaflokkinn en nú stendur til að sú upphæð verði 733,6 milljónum lægri. Meira »

Frávísunarkröfu hafnað

15:21 Héraðsdómur Reykjaness hefur hafnað kröfu fimm sakborninga af sjö í gagnaversmálinu um að máli þeirra verði vísað frá. Verjendur mannanna töldu að réttindi þeirra hefðu ekki verið virt og að rann­sak­end­ur hefðu beitt ólög­mæt­um aðferðum til að afla sér upp­lýs­inga við rann­sókn­ina. Meira »

Stal 650 kg af humri og keyrði ölvaður

15:16 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku karlmann á þrítugsaldri í eins árs fangelsi, þar af ellefu mánuði skilorðsbundna, fyrir að stela 650 kg af humri, auk fleiri brota. Kona sem var samverkamaður hans í öðrum þjófnaði var dæmd í tveggja mánaða fangelsi, þar af annan skilorðsbundinn. Meira »

Snorri fær 3,5 milljónir í bætur

14:45 Hæstiréttur hefur dæmt Akureyrarbæ til að greiða Snorra Óskarssyni 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna uppsagnar hans sem grunnskólakennara við Brekkuskóla. Bæturnar voru þar með lækkaðar um 3 milljónir króna en Héraðsdómur Norðurlands hafði dæmt Akureyrarbæ til að greiða honum 6,5 milljónir króna. Meira »

Nær allir orðið vitni að slysi

14:23 „Það er ekkert eðlilegt við það ástand og kvíðvænlegt fyrir íbúa að búa við þann ótta að einn daginn þegar þú kemur að bíl utan vegar að einhver sé lífshættulega slasaður eða jafnvel látinn.“ Nær allir ábúendur á Vatnsnesi hafa horft upp á eða komið að slysi +a Vatnsnesvegi. Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk 205/55 R16.. Verð kr 12000... Sími 8986048....
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...