Teygja sig til barnafjölskyldna

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundinum í morgun.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundinum í morgun. mbl.is/​Hari

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir töluvert mikil tíðindi vera í nýju fjárlagafrumvarpi sem koma við ólíka þætti.

„Í fyrsta lagi erum við að teygja okkur sérstaklega til barnafjölskyldna með hækkun á barnabótum og við erum að tryggja sérstaka hækkun á persónuafslættinum, auk þess að gera breytingar á viðmiðum fyrir fjárhæðamörk neðra og efra þreps í tekjuskatti. Þetta eru allt þættir sem tengjast því samtali sem hefur átt sér stað á árinu við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði Bjarni í samtali við mbl.is að lokinni kynningu á fjárlagafrumvarpinu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun.

8 milljarða lækkun greiðir fyrir þröngri stöðu

Hann nefndi lækkun tryggingagjalds um hálft prósent í tveimur áföngum en fyrri hlutinn tekur gildi um áramótin og sá síðari ári síðar. Um er að ræða átta milljarða skattalækkun fyrir atvinnustarfsemina.

Krafa hefur verið uppi um að lækka gjaldið enn frekar en Bjarni sagði þetta vera það svigrúm sem ríkisstjórnin teldi sig hafa í bili. „Þetta horfir þá núna til næstu sextán mánaða eða svo og er átta milljarða lækkun sem ætti að greiða fyrir þeirri nokkuð þröngu stöðu sem manni sýnist vera á vinnumarkaðinum í dag og er í rökréttu samhengi við það sem við sögðum í stjórnarsáttmálanum.“

Fylgirit með fjárlagafrumvarpinu.
Fylgirit með fjárlagafrumvarpinu. mbl.is/​Hari

800 milljarða skuldalækkun síðustu ár

Bjarni benti á tíðindi í frumvarpinu varðandi þróun skuldastöðu ríkissjóðs. Á næsta ári næst 30% skuldaviðmiðið, fyrr en áætlað var. „Það er mjög stór áfangi vegna þess að þegar þetta viðmið var sett þótti mörgum að verið væri að spenna bogann nokkuð hátt og setja sér mjög háleit markmið en núna á árinu 2019 munum við ná því markmiði,“ sagði hann og nefndi að árangurinn kæmi í kjölfar þess að um 660 milljarða króna skuldir hefðu verið greiddar upp. „Þegar við bætum við fyrirframgreiðslum vegna ófjármagnaðra lífeyrisskuldbindinga upp á 140 milljarða hefur ríkið verið að greiða inn á skuldir eða skuldbindingar upp á 800 milljarða á undaförnum árum. Við erum að byrja að njóta góðs af þessum ráðstöfunum.“

Hann sagði að vaxtagreiðslur lækkuðu fyrir vikið en þær hefðu lækkað hraðar á yfirstandandi ári en reiknað var með og munaði þar þremur milljörðum króna. Að sögn Bjarna munu þær halda áfram að lækka á næsta ári og gerist þetta vegna lægri skuldastöðu og bættra lánskjara.

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/​Hari

Síðustu afborganirnar greiddar upp

Nefndi hann að í næsta mánuði munsi ríkissjóður greiða upp síðustu afborgarnir af skuldabréfaútgáfunni RIKH 18 sem var ætlað að fjármagna endurreisn fjármálakerfisins á sínum tíma. „Í því felast mikil tímamót fyrir okkur. Það má segja að við höfum náð miklum áfanga þegar við gerðum upp öll neyðarlánin á sínum tíma, sem tengdust efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Núna erum við að ná nýjum áfanga þegar við gerum upp öll lánin sem tengdust fjármögnun bankakerfisins og á næstu ári náum við síðan skuldaviðmiðinu, sem er mjög stór áfangi.“

Spurður út í skuldastöðu ríkisins í dag segir hann að hún sé komin niður í 23,5% af landsframleiðslu og muni halda áfram að lækka á komandi árum.

Frá fundinumí morgun.
Frá fundinumí morgun. mbl.is/​Hari

Kjarasamningar áhættuþáttur

Inntur eftir því hvort kjarasamningar muni setja strik í reikninginn á komandi vetri sagði Bjarni þá vissulega vera áhættuþátt sem væri erfitt að spá fyrir um hvernig spilaðist úr.

Hann sagði ríkisstjórnina hafa sýnt vilja í verki til þess að hlusta og grípa til aðgerða í samræmi við þau samtöl sem hefðu átt sér stað við aðila á vinnumarkaðinum og vísaði til sérstakrar hækkunar á persónuafslætti í fjárlagafrumvarpinu, hækkunar á barnbótum og breytingar á fjárhæðamörkum milli skattþrepa, auk lækkunar á tryggingagjaldi.  Allt væru þetta þættir sem hefðu skipt máli í þessu samhengi, fyrir utan húsnæðismálin sem höfðu áður verið sett á dagskrá og væru fjármögnuð í nýja fjárlagafrumvarpinu.

mbl.is/​Hari

Samgöngumálin mjög fjárfrek

Gert er ráð fyrir 5,5 milljarða króna aukningu til samgöngumála sem skýrist fyrst og fremst af sérstöku átaki í samgöngumálum á árunum 2019 til 2021.

„Það sem er erfitt í þessum málaflokki almennt er að hann er mjög fjárfrekur og menn hreyfa sig ekki mikið fyrir hundruð milljóna. Allar meiriháttar framkvæmdir hlaupa á milljörðum,“ sagði Bjarni og talaði um að við værum að færast úr einum stórframkvæmdum í þá næstu og næst á dagskrá væri að klára Dýrafjarðargöng. Sömuleiðis þyrfti að sinna viðhaldi vegakerfisins og í fjárlagafrumvarpinu væri staðið við það sem áður hefði verið sagt í tengslum við samgöngumál.

„Ég leyni því ekki að það mætti vel sjá fyrir sér enn frekari framkvæmdir í samgöngumálum en þá kemur að því að við þurfum að fara að ræða fjármögnun slíkrar uppbyggingar. Það verður á dagskrá vetrarins að ræða í hvaða tilvikum við myndum fara í sérstaka fjármögnun á meiriháttar samgöngubótum.“

mbl.is/​Hari

Að komast í heilbrigðar tölur í hagvexti

Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að draga muni úr hagvexti. Bjarni kvaðst ekki hafa áhyggjur af því. „Ég held að við séum að komast í mjög heilbrigðar tölur. Þetta hagvaxtarskeið er orðið mjög langt og ekki við því að búast að við höldum áfram að vaxa á þeim mikla hraða sem hefur verið,“ greindi hann frá og sagði topp hagsveiflunnar hafa náðst einhvern tímann á árinu 2016 eða snemma á síðasta ári. „Það er alveg í samræmi við væntingar að það dragi eitthvað úr hagvexti. Það er mikilvægast að við förum ekki beint yfir í samdráttarskeið og það eru mjög heilbrigðar hagvaxtartölur í flestum spám eins og sakir standa,“ sagði hann.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Árið 2019 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

05:30 „Ég er sannfærður um að árið 2019 verður stærra en 2018 í komum ferðamanna til landsins. Reksturinn á eftir að ganga vel í ár,“ segir Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela. Meira »

Gróðurhvelfingar rísi í Elliðaárdal

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73. Hugmyndir eru um gróðurhvelfingar. Skilmálar eiga að tryggja að ljósmengun frá starfsemi á svæðinu verði innan marka. Meira »

Lítið um norðurljós í vetur

05:30 Ferðaþjónustufyrirtæki hafa orðið að fella niður fjölda norðurljósaferða í vetur eða þá að ferðir hafa reynst árangurslitlar þegar horft er til himins að kvöldlagi. Meira »

Borgin greiðir Ástráði 3 milljónir

05:30 Reykjavíkurborg og hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson hafa komist að samkomulagi um að Reykjavíkurborg greiði Ástráði þrjár milljónir króna eftir að borgin braut jafnréttislög við skipun borgarlögmanns. Meira »

Athugull gaffall og snjall diskur

Í gær, 22:49 Eldhúsið eins og við þekkjum það í dag verður hugsanlega safngripur eftir einhver ár. Það verður ekki lengur fyrst og fremst herbergið þar sem við eldum matinn, heldur stjórnstöð þar sem við gefum tækjum og áhöldum skipanir. Meira »

Forsætisráðherra heimsótti Hæstarétt

Í gær, 21:35 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra heimsótti Hæstarétt í dag og kynnti sér starfsemi réttarins. Er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra heimsækir réttinn í þessum tilgangi. Meira »

Fjölskyldur frændanna tengjast á ný

Í gær, 21:19 Ráðning Vilhelms Más Þorsteinssonar í starf forstjóra Eimskips, sem tilkynnt var um í gær, þýðir að fjölskyldur náfrændanna Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja og Þorsteins Vilhelmssonar, athafnamanns og föður nýs forstjóra, tengjast á ný á viðskiptasviðinu. Meira »

Þreyttir á bið eftir áhættumati

Í gær, 20:56 Hundaræktarfélag Íslands krefur Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, um svör vegna frestunar á birtingu nýs áhættumats á innflutningi gæludýra til Íslands. Upphaflega var gert ráð fyrir að áhættumatið yrði tilbúið í apríl 2018, en matið hefur enn ekki litið dagsins ljós. Meira »

Vilja lækka hámarkshraða við Hringbraut

Í gær, 20:44 Skoðað verður að lækka hámarkshraða við Hringbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst., bæta lýsingu við gangbrautir og bæta stýringu umferðarljósa. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar komu með á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

„Hefði getað farið illa“

Í gær, 20:19 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fékk á þriðjudaginn útkall um að vélsleðamaður hefði fallið í gegnum vök. Nokkrum mínútum síðar var útkallið afturkallað eftir að maðurinn komst upp af sjálfsdáðum. Síðar um daginn tóku tíu liðsmenn sveitarinnar þátt í að draga vélsleðann upp. Meira »

Draumurinn að fylgja strákunum alla leið

Í gær, 20:19 „Þetta er æðislegt móment,“ sagði Benja­mín Hall­björns­son, betur þekktur sem Benni Bongó, syngjandi sæll og glaður þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum símleiðis eftir sigurinn gegn Makedóníu. „Þetta var geggjuð upplifun og frábær stemning og gaman að sjá liðið svona vel peppað.“ Meira »

Tveggja herbergja íbúðir á 14-16 milljónir

Í gær, 19:29 Fyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúðirnar verði ódýrar. Meira »

Þrjóskur með sterkan lífsvilja

Í gær, 19:20 Það hlýtur að vera sterkur lífsvilji, þrjóska eða þá að það er seigt í mér, ég veit það ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 69 ára gamall Rangæingur. Meira »

100 milljóna uppgröftur á eigin kostnað

Í gær, 18:52 Eigandi lóðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hefur krafist þess að bæjaryfirvöld og Minjastofnun Íslands hefji uppgröft eftir fornleifum á lóðinni hið fyrsta á þeirra kostnað. Einnig krefst hann þess að Mosfellsbær og Minjastofnun viðurkenni bótaskyldu vegna tjóns. Meira »

Álagningin lækkar á kjörtímabilinu

Í gær, 18:34 Ákvæði laga kveða skýrt á um heimild og fyrirkomulag álagningar fasteignaskatta og hvernig reikna skuli stofn álagningar fasteignagjalda, samkvæmt umsögn fjármálastjóra og borgarlögmanns Reykjavíkurborgar um erindi Félags atvinnurekenda (FA) til borgarinnar. Meira »

Veikburða og óskilvirkt eftirlit

Í gær, 18:25 „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla […] er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri,“ er meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fiskistofu. Meira »

Fá sömu móttöku við komuna til landsins

Í gær, 17:58 Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, þess efnis að ekki skipti lengur máli hvort flóttafólk komi hingað til lands sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur yfirvalda verða þær sömu. Meira »

Sindri skipulagði innbrotin frá A-Ö

Í gær, 17:35 Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í gagnaversmálinu er sú að Sindri Þór Stefánsson hafi verið höfuðpaurinn og skipulagt öll innbrotin. Hann hafi fengið aðra ákærða til liðs við sig vegna málsins en ákæruvaldið telur að skýringar Sindra, þess efnis að einhver erlendur fjárfestir sem hann óttist hafi lagt á ráðin með honum um „að ræna þetta lið“, sé fjarstæða og uppspuni. Meira »

Tölvupóstum vegna braggamálsins var eytt

Í gær, 17:13 Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfestir að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt en að það beri að varast að túlka það svo að tölvupóstum hafi verið eytt í annarlegum tilgangi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, sem dagsett er í dag. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...