Teygja sig til barnafjölskyldna

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundinum í morgun.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundinum í morgun. mbl.is/​Hari

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir töluvert mikil tíðindi vera í nýju fjárlagafrumvarpi sem koma við ólíka þætti.

„Í fyrsta lagi erum við að teygja okkur sérstaklega til barnafjölskyldna með hækkun á barnabótum og við erum að tryggja sérstaka hækkun á persónuafslættinum, auk þess að gera breytingar á viðmiðum fyrir fjárhæðamörk neðra og efra þreps í tekjuskatti. Þetta eru allt þættir sem tengjast því samtali sem hefur átt sér stað á árinu við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði Bjarni í samtali við mbl.is að lokinni kynningu á fjárlagafrumvarpinu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun.

8 milljarða lækkun greiðir fyrir þröngri stöðu

Hann nefndi lækkun tryggingagjalds um hálft prósent í tveimur áföngum en fyrri hlutinn tekur gildi um áramótin og sá síðari ári síðar. Um er að ræða átta milljarða skattalækkun fyrir atvinnustarfsemina.

Krafa hefur verið uppi um að lækka gjaldið enn frekar en Bjarni sagði þetta vera það svigrúm sem ríkisstjórnin teldi sig hafa í bili. „Þetta horfir þá núna til næstu sextán mánaða eða svo og er átta milljarða lækkun sem ætti að greiða fyrir þeirri nokkuð þröngu stöðu sem manni sýnist vera á vinnumarkaðinum í dag og er í rökréttu samhengi við það sem við sögðum í stjórnarsáttmálanum.“

Fylgirit með fjárlagafrumvarpinu.
Fylgirit með fjárlagafrumvarpinu. mbl.is/​Hari

800 milljarða skuldalækkun síðustu ár

Bjarni benti á tíðindi í frumvarpinu varðandi þróun skuldastöðu ríkissjóðs. Á næsta ári næst 30% skuldaviðmiðið, fyrr en áætlað var. „Það er mjög stór áfangi vegna þess að þegar þetta viðmið var sett þótti mörgum að verið væri að spenna bogann nokkuð hátt og setja sér mjög háleit markmið en núna á árinu 2019 munum við ná því markmiði,“ sagði hann og nefndi að árangurinn kæmi í kjölfar þess að um 660 milljarða króna skuldir hefðu verið greiddar upp. „Þegar við bætum við fyrirframgreiðslum vegna ófjármagnaðra lífeyrisskuldbindinga upp á 140 milljarða hefur ríkið verið að greiða inn á skuldir eða skuldbindingar upp á 800 milljarða á undaförnum árum. Við erum að byrja að njóta góðs af þessum ráðstöfunum.“

Hann sagði að vaxtagreiðslur lækkuðu fyrir vikið en þær hefðu lækkað hraðar á yfirstandandi ári en reiknað var með og munaði þar þremur milljörðum króna. Að sögn Bjarna munu þær halda áfram að lækka á næsta ári og gerist þetta vegna lægri skuldastöðu og bættra lánskjara.

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/​Hari

Síðustu afborganirnar greiddar upp

Nefndi hann að í næsta mánuði munsi ríkissjóður greiða upp síðustu afborgarnir af skuldabréfaútgáfunni RIKH 18 sem var ætlað að fjármagna endurreisn fjármálakerfisins á sínum tíma. „Í því felast mikil tímamót fyrir okkur. Það má segja að við höfum náð miklum áfanga þegar við gerðum upp öll neyðarlánin á sínum tíma, sem tengdust efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Núna erum við að ná nýjum áfanga þegar við gerum upp öll lánin sem tengdust fjármögnun bankakerfisins og á næstu ári náum við síðan skuldaviðmiðinu, sem er mjög stór áfangi.“

Spurður út í skuldastöðu ríkisins í dag segir hann að hún sé komin niður í 23,5% af landsframleiðslu og muni halda áfram að lækka á komandi árum.

Frá fundinumí morgun.
Frá fundinumí morgun. mbl.is/​Hari

Kjarasamningar áhættuþáttur

Inntur eftir því hvort kjarasamningar muni setja strik í reikninginn á komandi vetri sagði Bjarni þá vissulega vera áhættuþátt sem væri erfitt að spá fyrir um hvernig spilaðist úr.

Hann sagði ríkisstjórnina hafa sýnt vilja í verki til þess að hlusta og grípa til aðgerða í samræmi við þau samtöl sem hefðu átt sér stað við aðila á vinnumarkaðinum og vísaði til sérstakrar hækkunar á persónuafslætti í fjárlagafrumvarpinu, hækkunar á barnbótum og breytingar á fjárhæðamörkum milli skattþrepa, auk lækkunar á tryggingagjaldi.  Allt væru þetta þættir sem hefðu skipt máli í þessu samhengi, fyrir utan húsnæðismálin sem höfðu áður verið sett á dagskrá og væru fjármögnuð í nýja fjárlagafrumvarpinu.

mbl.is/​Hari

Samgöngumálin mjög fjárfrek

Gert er ráð fyrir 5,5 milljarða króna aukningu til samgöngumála sem skýrist fyrst og fremst af sérstöku átaki í samgöngumálum á árunum 2019 til 2021.

„Það sem er erfitt í þessum málaflokki almennt er að hann er mjög fjárfrekur og menn hreyfa sig ekki mikið fyrir hundruð milljóna. Allar meiriháttar framkvæmdir hlaupa á milljörðum,“ sagði Bjarni og talaði um að við værum að færast úr einum stórframkvæmdum í þá næstu og næst á dagskrá væri að klára Dýrafjarðargöng. Sömuleiðis þyrfti að sinna viðhaldi vegakerfisins og í fjárlagafrumvarpinu væri staðið við það sem áður hefði verið sagt í tengslum við samgöngumál.

„Ég leyni því ekki að það mætti vel sjá fyrir sér enn frekari framkvæmdir í samgöngumálum en þá kemur að því að við þurfum að fara að ræða fjármögnun slíkrar uppbyggingar. Það verður á dagskrá vetrarins að ræða í hvaða tilvikum við myndum fara í sérstaka fjármögnun á meiriháttar samgöngubótum.“

mbl.is/​Hari

Að komast í heilbrigðar tölur í hagvexti

Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að draga muni úr hagvexti. Bjarni kvaðst ekki hafa áhyggjur af því. „Ég held að við séum að komast í mjög heilbrigðar tölur. Þetta hagvaxtarskeið er orðið mjög langt og ekki við því að búast að við höldum áfram að vaxa á þeim mikla hraða sem hefur verið,“ greindi hann frá og sagði topp hagsveiflunnar hafa náðst einhvern tímann á árinu 2016 eða snemma á síðasta ári. „Það er alveg í samræmi við væntingar að það dragi eitthvað úr hagvexti. Það er mikilvægast að við förum ekki beint yfir í samdráttarskeið og það eru mjög heilbrigðar hagvaxtartölur í flestum spám eins og sakir standa,“ sagði hann.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kanna fingraför þjófanna

11:04 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið. Meira »

Verð aldrei Superman

11:00 Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir. Meira »

Frítt í strætó í dag

10:27 Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni að alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó. Meira »

„Ég gat ekkert gert“

09:18 Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. Meira »

Betur fór en á horfðist með kornið

08:18 Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári. Meira »

Bjartviðri sunnan og vestanlands

08:17 Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Deilt um mastur og útsýnispall

07:57 Borgarráð Reykjavíkur hefur fallist á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Meira »

Mikil þörf á öflugri dráttarbáti

07:37 Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti, meðal annars með gerð útboðsgagna. Á stjórnarfundi í gær var samþykkt að bjóða út smíði á dráttarbáti á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Meira »

Líkamsárás í Hafnarfirði

07:08 Karl og kona voru handtekin upp úr miðnætti í nótt í kjölfar líkamsárásar í Hafnarfirði. Karlmaðurinn var handtekinn eftir að hann hann hafði ráðist á mann með fólskulegum hætti og svo var kona tekin höndum er hún reyndi að tálma handtöku og réðist að lögreglumanni. Meira »

Áhersla á notkun hjálma

05:30 Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líkur á að maður sem lést í hjólreiðaslysi á Nesjavallavegi í fyrravor hefði lifað slysið hefði hann verið með hjálm. Í umræddu slysi lést hjólreiðamaðurinn af völdum höfuðáverka. Meira »

Leyfi Þríhnúkagígs verður auglýst

05:30 Tillaga um að auglýsa eftir aðilum til að nýta Þríhnúkagíg og umhverfi hans til lengri tíma er til umfjöllunar hjá Kópavogsbæ. Tillaga þess efnis var ekki afgreidd á síðasta fundi skipulagsráðs bæjarins heldur frestað. Meira »

Heimilt að rífa stóra strompinn

05:30 Niðurrif á reit Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sem var reist á árunum 1956 til 1958, stendur yfir. Niðurrifinu á að ljúka fyrir 1. október næstkomandi. Meira »

Meðalverðið 110 milljónir

05:30 Nýjar íbúðir á Hafnartorgi í Reykjavík kosta að meðaltali 110 milljónir. Það kann að vera hæsta meðalverð sem um getur í fjölbýli á Íslandi. Meira »

Niðurgreiða póstsendingar frá Kína

05:30 Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu vekur athygli á því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, að samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að beri póstþjónustufyrirtækjum í þróuðum ríkjum að greiða á bilinu 70-80% af kostnaði við póstsendingar frá þróunarríkjum. Meira »

Rifu bragga frá stríðsárunum

05:30 Verktakar í Kópavogi hafa á undanförnum vikum rifið niður græna braggann á Kársnesi. Ágúst Friðgeirsson húsasmíðameistari segir braggann vera frá stríðsárunum. Bragginn hafi staðið á lóð þar sem byggðar verða 86 íbúðir. Meira »

Sektir eða fangelsi eiga við

05:30 Umhverfisstofnun sendi bandaríska listamanninum Kevin Sudeith bréf í upphafi mánaðar, þar sem óskað var eftir upplýsingum um meint ólöglegt athæfi hans með því að rista listaverk í kletta hjá Stöðvarfirði. Meira »

Fíkniefni reyndust vera svínakjöt

Í gær, 23:22 Seinni partinn í dag var tilkynnt um fíkniefnaviðskipti á Smiðjuvegi. Lögregla stöðvaði viðkomandi nokkru síðar sem viðurkenndi fúslega að hafa átt í viðskiptum og framvísaði svínakjöti sem hann hafði keypt. Meira »

Göngumaður fannst kaldur og hrakinn

Í gær, 22:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld til að aðstoða við leit að manni sem villtist á göngu á Bláfjallaleið. Hópur frá Björgunarsveit Reykjavíkur fann manninn kaldan og hrakinn, en heilan á húfi um tuttugu mínútur í ellefu. Meira »

Vinnur að bók um bókband og bókbindara

Í gær, 21:54 Sigurþór Sigurðsson bókbindari hefur forðað mörgum bókbandsverkum frá glötun og hefur auk þess unnið óeigingjarnt starf við að safna upplýsingum um gamalt bókband og bókbindara í yfir þrjá áratugi með útgáfu í huga. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...