Teygja sig til barnafjölskyldna

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundinum í morgun.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundinum í morgun. mbl.is/​Hari

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir töluvert mikil tíðindi vera í nýju fjárlagafrumvarpi sem koma við ólíka þætti.

„Í fyrsta lagi erum við að teygja okkur sérstaklega til barnafjölskyldna með hækkun á barnabótum og við erum að tryggja sérstaka hækkun á persónuafslættinum, auk þess að gera breytingar á viðmiðum fyrir fjárhæðamörk neðra og efra þreps í tekjuskatti. Þetta eru allt þættir sem tengjast því samtali sem hefur átt sér stað á árinu við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði Bjarni í samtali við mbl.is að lokinni kynningu á fjárlagafrumvarpinu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun.

8 milljarða lækkun greiðir fyrir þröngri stöðu

Hann nefndi lækkun tryggingagjalds um hálft prósent í tveimur áföngum en fyrri hlutinn tekur gildi um áramótin og sá síðari ári síðar. Um er að ræða átta milljarða skattalækkun fyrir atvinnustarfsemina.

Krafa hefur verið uppi um að lækka gjaldið enn frekar en Bjarni sagði þetta vera það svigrúm sem ríkisstjórnin teldi sig hafa í bili. „Þetta horfir þá núna til næstu sextán mánaða eða svo og er átta milljarða lækkun sem ætti að greiða fyrir þeirri nokkuð þröngu stöðu sem manni sýnist vera á vinnumarkaðinum í dag og er í rökréttu samhengi við það sem við sögðum í stjórnarsáttmálanum.“

Fylgirit með fjárlagafrumvarpinu.
Fylgirit með fjárlagafrumvarpinu. mbl.is/​Hari

800 milljarða skuldalækkun síðustu ár

Bjarni benti á tíðindi í frumvarpinu varðandi þróun skuldastöðu ríkissjóðs. Á næsta ári næst 30% skuldaviðmiðið, fyrr en áætlað var. „Það er mjög stór áfangi vegna þess að þegar þetta viðmið var sett þótti mörgum að verið væri að spenna bogann nokkuð hátt og setja sér mjög háleit markmið en núna á árinu 2019 munum við ná því markmiði,“ sagði hann og nefndi að árangurinn kæmi í kjölfar þess að um 660 milljarða króna skuldir hefðu verið greiddar upp. „Þegar við bætum við fyrirframgreiðslum vegna ófjármagnaðra lífeyrisskuldbindinga upp á 140 milljarða hefur ríkið verið að greiða inn á skuldir eða skuldbindingar upp á 800 milljarða á undaförnum árum. Við erum að byrja að njóta góðs af þessum ráðstöfunum.“

Hann sagði að vaxtagreiðslur lækkuðu fyrir vikið en þær hefðu lækkað hraðar á yfirstandandi ári en reiknað var með og munaði þar þremur milljörðum króna. Að sögn Bjarna munu þær halda áfram að lækka á næsta ári og gerist þetta vegna lægri skuldastöðu og bættra lánskjara.

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/​Hari

Síðustu afborganirnar greiddar upp

Nefndi hann að í næsta mánuði munsi ríkissjóður greiða upp síðustu afborgarnir af skuldabréfaútgáfunni RIKH 18 sem var ætlað að fjármagna endurreisn fjármálakerfisins á sínum tíma. „Í því felast mikil tímamót fyrir okkur. Það má segja að við höfum náð miklum áfanga þegar við gerðum upp öll neyðarlánin á sínum tíma, sem tengdust efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Núna erum við að ná nýjum áfanga þegar við gerum upp öll lánin sem tengdust fjármögnun bankakerfisins og á næstu ári náum við síðan skuldaviðmiðinu, sem er mjög stór áfangi.“

Spurður út í skuldastöðu ríkisins í dag segir hann að hún sé komin niður í 23,5% af landsframleiðslu og muni halda áfram að lækka á komandi árum.

Frá fundinumí morgun.
Frá fundinumí morgun. mbl.is/​Hari

Kjarasamningar áhættuþáttur

Inntur eftir því hvort kjarasamningar muni setja strik í reikninginn á komandi vetri sagði Bjarni þá vissulega vera áhættuþátt sem væri erfitt að spá fyrir um hvernig spilaðist úr.

Hann sagði ríkisstjórnina hafa sýnt vilja í verki til þess að hlusta og grípa til aðgerða í samræmi við þau samtöl sem hefðu átt sér stað við aðila á vinnumarkaðinum og vísaði til sérstakrar hækkunar á persónuafslætti í fjárlagafrumvarpinu, hækkunar á barnbótum og breytingar á fjárhæðamörkum milli skattþrepa, auk lækkunar á tryggingagjaldi.  Allt væru þetta þættir sem hefðu skipt máli í þessu samhengi, fyrir utan húsnæðismálin sem höfðu áður verið sett á dagskrá og væru fjármögnuð í nýja fjárlagafrumvarpinu.

mbl.is/​Hari

Samgöngumálin mjög fjárfrek

Gert er ráð fyrir 5,5 milljarða króna aukningu til samgöngumála sem skýrist fyrst og fremst af sérstöku átaki í samgöngumálum á árunum 2019 til 2021.

„Það sem er erfitt í þessum málaflokki almennt er að hann er mjög fjárfrekur og menn hreyfa sig ekki mikið fyrir hundruð milljóna. Allar meiriháttar framkvæmdir hlaupa á milljörðum,“ sagði Bjarni og talaði um að við værum að færast úr einum stórframkvæmdum í þá næstu og næst á dagskrá væri að klára Dýrafjarðargöng. Sömuleiðis þyrfti að sinna viðhaldi vegakerfisins og í fjárlagafrumvarpinu væri staðið við það sem áður hefði verið sagt í tengslum við samgöngumál.

„Ég leyni því ekki að það mætti vel sjá fyrir sér enn frekari framkvæmdir í samgöngumálum en þá kemur að því að við þurfum að fara að ræða fjármögnun slíkrar uppbyggingar. Það verður á dagskrá vetrarins að ræða í hvaða tilvikum við myndum fara í sérstaka fjármögnun á meiriháttar samgöngubótum.“

mbl.is/​Hari

Að komast í heilbrigðar tölur í hagvexti

Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að draga muni úr hagvexti. Bjarni kvaðst ekki hafa áhyggjur af því. „Ég held að við séum að komast í mjög heilbrigðar tölur. Þetta hagvaxtarskeið er orðið mjög langt og ekki við því að búast að við höldum áfram að vaxa á þeim mikla hraða sem hefur verið,“ greindi hann frá og sagði topp hagsveiflunnar hafa náðst einhvern tímann á árinu 2016 eða snemma á síðasta ári. „Það er alveg í samræmi við væntingar að það dragi eitthvað úr hagvexti. Það er mikilvægast að við förum ekki beint yfir í samdráttarskeið og það eru mjög heilbrigðar hagvaxtartölur í flestum spám eins og sakir standa,“ sagði hann.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ellefu hleðslustöðvar við flugvöllinn

19:16 Teknar hafa verið í notkun ellefu hleðslustöðvar fyrir rafbíla við Keflavíkurflugvöll sem ætlaðar eru fyrir farþega og starfsfólk á flugvellinum en Isavia hefur tekið rafbíla í sína þjónustu. Meira »

Grunur um íkveikju í eyðibýli

19:01 Tilkynning barst brunavörnum Skagafjarðar um klukkan 18:00 í kvöld um að eldur væri í eyðibýlinu Illugastöðum við Þverárfjallsveg og voru tveir slökkviliðsbílar sendir á staðinn. Meira »

Þjóðarsátt gegn ópíóðafaraldri

18:34 Mikilvægt er að Alþingi Íslendinga taki höndum saman til að stemma stigu við ópíóðafaraldri á Íslandi. Þetta kom fram í máli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, í sérstakri umræðu um ópíóðafaraldur og aðgerðir til að stemma stigu við faraldrinum. Meira »

Segja gróðasjónarmið ráða för

18:31 Þrír heiðursborgarar Reykjavíkur, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri og Friðrik Ólafsson stórmeistari, afhentu borgarstjóra og formanni borgarráðs áskorun í dag þar sem lagst er gegn byggingu hótels í Víkurgarði. Meira »

Par braut gegn dóttur sinni

18:15 Landaréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlamaður á Suðurnesjum sæti gæsluvarðhaldi til 3. október en hann er grunaður um gróf kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá þessu. Meira »

Ójöfn laun á dagskrá í næstum öld

17:58 Fram kemur í sérstakri yfirlýsingu frá stjórn Samtaka hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum að hjúkrunarfræðingar hafi fengið nóg af launaójöfnuði og kalla þeir eftir pólitískum viðbrögðum til að takast á við ósanngjarnan launamun í störfum sem krefjast sambærilegrar menntunar. Meira »

Þurfum að taka öðruvísi á málunum

17:41 „Traust fólks til stjórnmálamanna er í sögulegu lágmarki,“ sagði Sigríður María Egilsdóttir, þingkona Viðreisnar, á Alþingi. Sigríður er varaþingkona Viðreisnar en hún sat sinn fyrsta þingfund í gær. Meira »

„Algjört skilningsleysi" stjórnvalda

16:52 Bæjarráð Vesturbyggðar hefur sent frá sér ályktun í ljósi fréttaflutnings af fyrirhugaðri samgönguáætlun. Þar segist það harma „algjört skilningsleysi stjórnvalda á brýnni þörf svæðisins fyrir mannsæmandi vegum til og frá svæðinu“. Meira »

Tillaga um rafræna fylgiseðla samþykkt

16:35 Tilraunaverkefni um innleiðingu rafrænna fylgiseðla með lyfjum hefst hér á landi í byrjun næsta árs.  Meira »

Engar rafrettur til barna undir 18 ára

16:30 Félag atvinnurekenda hefur að gefnu tilefni kannað hjá félagsmönnum sínum, sem flytja inn og selja rafrettur og skyldar vörur, hvort þeir selji eða afhendi börnum undir 18 ára slíkar vörur. Meira »

Dagur þorsksins í Húsi sjávarklasans

16:04 Á miðvikudag í næstu viku, 3. október næstkomandi, verður í Húsi sjávarklasans efnt til Dags þorsksins í þriðja sinn. Hús sjávarklasans verður þá opnað öllum áhugasömum og fjöldi íslenskra fyrirtækja mun kynna þær fjölmörgu afurðir sem framleiddar eru úr þorskinum hér á landi og þá tækni sem þróuð hefur verið til að hámarka nýtingu og gæði afurðanna. Meira »

Aðför mistækra karla að kvennastétt

15:51 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi Icelandair harðlega á Alþingi í dag. Hann sagði skilaboð frá yfirstjórn til flugfreyja og flugþjóna vera einföld: „Annað hvort farið þið í fullt starf eða verðið rekin. Þið hafið fjóra daga til þess að svara.“ Meira »

Álagning veiðigjalda færist nær í tíma

15:30 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi nýtt frumvarp til laga um veiðigjald. Meginmarkmið frumvarpsins er að færa álagningu veiðigjalda nær í tíma, þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Meira »

Bíll valt á hliðina á Öxnadalsheiði

15:21 Betur fór en á horfðist þegar bíll fór á hliðina á Öxnadalsheiðinni rétt eftir hádegi í dag. Slæm færð er á heiðinni vegna krapa á veginum og missti ökumaður bílsins stjórn á bílnum. „Hann fór á hliðina og aftur á hjólin,“ segir Snorri Geir Snorrason, lögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Meira »

„Það er ekki bara eitt hótel í Nuuk“

14:47 „Það hlýtur að vera grafalvarlegt mál ef það birtast rangar upplýsingar á vef Alþingis,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins á þingi í dag. Guðmundur ræddi ferð Íslandsdeildar Norðurlandaráðs til Nuuk en áður hafði honum blöskrað hversu dýr ferðin var. Meira »

Úr klórpytti í draumaaðstöðuna

14:46 Ein helsta þríþrautar-, járnkarls- og hjólreiðakona landsins, Karen Axelsdóttir, slasaðist alvarlega fyrir sex árum þar sem hún var við hjólreiðaæfingar á Spáni. Í dag útilokar hún ekkert. Meira »

Kynnir nýtt frumvarp um veiðigjöld

14:43 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 15.15, um nýtt frumvarp til laga um veiðigjald. Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að fundurinn muni fara fram á fyrstu hæð í húsakynnum ráðuneytisins að Skúlagötu 4. Meira »

Upptökur leyfðar við dómsuppkvaðningu

14:21 Hæstiréttur ætlar að leyfa upptökur í hljóði og mynd þegar dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en almennt eru slíkar upptökur ekki leyfðar þegar þinghald fer fram. Meira »

Landsréttur mildaði nauðgunardóm

14:05 Landsréttur mildaði í síðustu viku dóm héraðsdóms yfir 28 ára karlmanni sem dæmdur hafði verið fyrir að nauðga stúlku eftir starfsmannafögnuð á vinnustað þeirra árið 2015. Var stúlkan þá 17 ára og maðurinn 24 ára. Meira »
Svarthvít axlabönd
Til sölu fyrsta ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd. Árituð og ástand...
Málarar
Málarar. Faglærðir málar geta bætt við sig verkefnum. Öll almenn málningarþjónus...
Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
Dartvörur í úrvali frá UNICORN.
Dartvörur í úrvali frá UNICORN. pingpong.is Síðumúla 35 (að aftanverðu) Sími 568...