Mikilvægt að skilja við fortíð málsins

Ragnar sagði ekkert að marka játningar Guðjóns Skarphéðinssonar, enda væru ...
Ragnar sagði ekkert að marka játningar Guðjóns Skarphéðinssonar, enda væru þær metnar falskar samkvæmt sálfræðimati. mbl.is/Hari

„Það er afar mikilvægt að í þessum dómi verði skilið við fortíð þessa máls, tekið verði á mistökum og þau viðurkennd,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, í málflutningi sínum við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins í Hæstarétti í dag.

Guðjón hlaut tíu ára dóm í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa banað Geirfinni Einarssyni í nóvember árið 1974, ásamt Sævari Cieselski og Kristjáni Viðari Viðarssyni sem einnig hlutu þunga dóma í málinu.

Ragnar sagði dómsmorð hafa verið framið á dómfelldu í málinu á sínum tíma. Ef dómurinn tæki á málinu nú myndi það hafa áhrif á réttlæti fyrir dómstólum í landinu og auka virðingu. En sú sérstaka staða er uppi í málinu að bæði ákæruvaldið og verjendur krefjast sýknu. Það er hins vegar alltaf á valdi Hæstaréttar hvort sýknukrafan verði tekin til greina eða ekki.

Samkvæmt sálfræðimati er játning Guðjóns í málinu talin vera fölsk. Ragnar sagði sök hafa verið fellda á skjólstæðing sinn eingöngu með framburði og játningum annarra, sem aflað hefði verið með ólöglegum hætti. Ekki hefðu nein sönnunargögn verið til staðar í málinu.

Rannsakendur sögðu dómfelldu strax seka

Sagðist Ragnar telja að rannsóknin hefði byggst á því að leiða áfram frá frásagnir sem lögreglan bjó til. Ekkert hefði bent til þess að skjólstæðingur hans eða aðrir dómfelldu í málinu hefðu verið í Keflavík þegar Geirfinnur á að hafa horfið þaðan. Þvert á móti hefðu  verið sterkar vísbendingar um annað. Sagði Ragnar þetta skýra hve langan tíma tók að reka málið. Eina leiðin hefði verið að þvinga fram játningar ólöglegan hátt. Þá hefði verjendum verið meinað að sækja dómþing annarra en skjólstæðinga sinna í málinu og því hefði ekki komið fram raunhæf vörn.

Þá benti Ragnar á að í ákæru hefði hlutur hvers og eins í málinu ekki verið skilgreindur og það hefði því verið óljóst í huga ákæruvaldsins hvenær atburðirnir áttu sér stað.

„Saklaus er hver maður uns sekt hans er sönnuð,“ benti Ragnar á en sagði þá reglu hafa verið brotna frá fyrsta degi við rannsókn málsins. Allir þeir sem komu að rannsókninni hefðu talið dómfelldu seka og beinlínis fullyrt það. Ákæruvaldinu hefði þó aldrei tekist að sanna sekt þeirra. Atburðir hefðu hins vegar verið tengdir saman með ágiskunum og öll atvik skýrð ákæruvaldinu í hag.

Allt fram yfir 15 daga einangrun er stórhættulegt

Ragnar sagði það hafið yfir allan skynsamlegan vafa að Guðjón hefði gefið falska játningu í málinu. Dagbækur Guðjóns, sem hann hélt í gæsluvarðhaldinu, eru meðal gagna í málinu en þar skrifaði hann um meðferðina sem hann mátti þola og óhóflega lyfjagjöf þar sem fangaverðir skömmtuðu lyfin en ekki læknar. Ragnar sagðist telja að Guðjón hefði í raun ekki játað neitt þó að Hæstiréttur hefði gengið út frá því á sínum tíma.

Hann sagði langvarandi gæsluvarðhald og einangrun vera pyntingu í sjálfu sér. Allt fram yfir 15 daga einangrun væri stórhættulegt, hvað þá 90 eða 100 daga. Dæmi væru um að menn játuðu á sig glæpi sem þeir hefðu ekki framið eftir aðeins nokkrar klukkustundir í einangrun.

Hann benti á að verjandi skjólstæðings síns hefði ekki alltaf fengið að vera viðstaddur yfirheyrslur og að spurningar hefðu ekki verið bókaðar.

Ragnar sagði að þar sem játning Guðjóns væri fölsk væri ekkert að marka hana. Hann færi því ekki eingöngu fram á að skjólstæðingur hans yrði sýknaður heldur að hann væri saklaus. Það yrði að horfast í augu við það þrátt fyrir að sami dómstóll hefði dæmt hann á sínum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vaxandi rigning með snjókomu til fjalla

07:31 Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu í dag, en vaxandi norðanátt verður í dag með rigningu fyrir norðan og austan, en slyddu eða snjókomu til fjalla. Færð getur því orðið varasöm á fjallvegum þegar líður að kvöldi. Meira »

Grunaður um alvarlegt brot á samkeppnislögum

07:10 Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Meira »

57% öryrkja með geðgreiningu

06:43 Tæp­lega 38% ör­yrkja, sjö þúsund og tvö hundruð manns, eru ör­yrkj­ar á grund­velli geðrösk­un­ar sem fyrstu grein­ing­ar. Hlut­fallið fer upp í 56,6% eða hátt í ell­efu þúsund manns þegar litið er til allra þeirra sem eru með geðgrein­ingu ásamt fleiri grein­ing­um. Meira »

Fannst í annarlegu ástandi í kjallaranum

06:11 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var barst tilkynning um hávaða frá íbúð við Hringbraut á öðrum tímanum í nótt. Er lögregla kom á staðinn fannst eigandi íbúðarinnar hvergi í íbúðinni. Meira »

Meirihluti Borealis úr landi

05:30 Alþjóðlegt sérhæft gagnaversfyrirtæki, Etix Group, með höfuðstöðvar í Lúxemborg, hefur keypt 55% hlut í gagnaversfyrirtækinu Borealis Data Center. Etix Group er að 41% hluta í eigu japanska bankans SBI Holdings. Meira »

300 æfa viðbrögð við hryðjuverkum

05:30 Árleg æfing sprengjusérfræðinga, Northern Challenge, er haldin á Suðurnesjum um þessar mundir. Frá þessu er greint á heimasíðu Landhelgisgæslu Íslands. Meira »

Fráveita skýrir há fasteignagöld

05:30 Mikill kostnaður við uppbyggingu hreinsistöðva, fráveitu og tengdra mannvirkja er meginástæða þess hve há fasteignagjöld í Borgarbyggð eru. Byggðastofnun birti á dögunum samanburð á heildarálagningu fasteignagjalda í 26 sveitarfélögum á landinu. Þar er Borgarbyggð í 2. sæti. Meira »

Áform um Indlandsflug óbreytt

05:30 Wow air mun fljúga fyrsta áætlunarflug sitt milli Keflavíkur og Delí á Indlandi í desember. Áform félagsins um að hefja Asíuflug eru óbreytt. Meira »

Rannsaka vopnalagabrot á Rauðasandi

05:30 Lögreglan í Borgarnesi rannsakar nú mögulegt vopna- og veiðilagabrot í Rauðasandi á Mýrum. Veiðimenn á báti skutu þar tugi fugla að sögn sjónarvotta. Meira »

Aldrei hlustað á okkur

05:30 Þeir sem reka hótel við Laugaveg eru mjög andvígir þeim áformum Reykjavíkurborgar að gera Laugaveginn að göngugötu allan ársins hring. Meira »

Auka hernaðarumsvif sín

05:30 Ekkert samráð var haft við stjórnvöld hér á landi þegar bandaríska varnarmálaráðuneytið undirritaði á sunnudaginn viljayfirlýsingu um að leggja fram fjármuni til uppbyggingar á mannvirkjum á Grænlandi með það fyrir augum að styrkja stöðu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum. Meira »

Tillaga um nýtt sjúkrahús til borgarráðs

Í gær, 22:22 „Það var enginn sem gat mælt gegn þessu,“ segir Eyþór Arnalds. Borgarstjórn samþykkti í kvöld að vísa tillögu hans um staðarvalsgreiningu fyrir aðra sjúkrahúsuppbyggingu í Reykjavík í borgarráð til úrvinnslu. „Það þarf líka að ná sátt í þessum málum og ekki vera í skotgröfum.“ Meira »

Landakotsskóli í stappi við borgina

Í gær, 22:06 Landakotsskóli hefur staðið í miklu stappi við Reykjavíkurborg varðandi kostnaðarþátttöku borgarinnar í frístund. Skólinn hefur boðið upp á hljóðfæranám og marga aðra áhugaverða kosti í frístund án þess að rukka sérstaklega fyrir þá og að vonast er til þess að svo verði hægt áfram. Meira »

Reykjavík önnur dýrasta borgin

Í gær, 21:18 Reykjavík er önnur dýrasta borg í Evrópu samkvæmt ferðavefnum Wanderu og fylgir þar á hæla Mónakó sem er dýrasta borgin og er aðgangur að reykvískum söfnum 28 sinnum dýrari en í Chisinau í Moldvaíu, þar sem hann var ódýrastur. Ódýrasta borgin er hins vegar Skopje í Makedóníu. Meira »

Vilja tryggja trúverðugleika úttektar

Í gær, 20:45 „Mál Áslaugar verður að sjálfsögðu skoðað sem hluti þessarar úttektar, og það verður skoðað frá öllum hliðum,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Að hennar sögn verður aðkoma óðháðs aðila að úttektinni tekin til skoðunar á stjórnarfundi á morgun. Meira »

Jáeindaskanninn kominn í notkun

Í gær, 20:33 Jáeindaskanninn á Landspítalanum við Hringbraut var tekinn í notkun í síðustu viku. Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, staðfestir í samtali við mbl.is að byrjað sé að nota skannann og að níu sjúklingar hafi þegar gengist undir rannsókn í tækinu. Meira »

„Auðvitað gekk ýmislegt á“

Í gær, 20:22 „Það er ánægjulegt að sjá þennan vilja til að fjárfesta í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við 200 mílur um kaup FISK-Seafood á öllum hlut Brims hf. í Vinnslustöðinni. Meira »

Pysjum bjargað í Vestmannaeyjum

Í gær, 20:05 Pysjutíðin stendur sem hæst um þessar mundir í Vestmannaeyjum og hafa margir Eyjamenn gert sér glaðan dag og bjargað pysjum.  Meira »

Reiði og tómleikatilfinning

Í gær, 19:53 Al­gengt er að fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un sé rang­lega greint með geðhvörf (bipol­ar) en þar standa sveifl­ur í skapi yfir í lengri tíma og eru sjald­gæfari ásamt því að önn­ur ein­kenni en skapsveifl­ur greina á milli hvorri rösk­un fyr­ir sig. Um 2-6% fólks er með röskunina. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...