Mikilvægt að skilja við fortíð málsins

Ragnar sagði ekkert að marka játningar Guðjóns Skarphéðinssonar, enda væru ...
Ragnar sagði ekkert að marka játningar Guðjóns Skarphéðinssonar, enda væru þær metnar falskar samkvæmt sálfræðimati. mbl.is/Hari

„Það er afar mikilvægt að í þessum dómi verði skilið við fortíð þessa máls, tekið verði á mistökum og þau viðurkennd,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, í málflutningi sínum við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins í Hæstarétti í dag.

Guðjón hlaut tíu ára dóm í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa banað Geirfinni Einarssyni í nóvember árið 1974, ásamt Sævari Cieselski og Kristjáni Viðari Viðarssyni sem einnig hlutu þunga dóma í málinu.

Ragnar sagði dómsmorð hafa verið framið á dómfelldu í málinu á sínum tíma. Ef dómurinn tæki á málinu nú myndi það hafa áhrif á réttlæti fyrir dómstólum í landinu og auka virðingu. En sú sérstaka staða er uppi í málinu að bæði ákæruvaldið og verjendur krefjast sýknu. Það er hins vegar alltaf á valdi Hæstaréttar hvort sýknukrafan verði tekin til greina eða ekki.

Samkvæmt sálfræðimati er játning Guðjóns í málinu talin vera fölsk. Ragnar sagði sök hafa verið fellda á skjólstæðing sinn eingöngu með framburði og játningum annarra, sem aflað hefði verið með ólöglegum hætti. Ekki hefðu nein sönnunargögn verið til staðar í málinu.

Rannsakendur sögðu dómfelldu strax seka

Sagðist Ragnar telja að rannsóknin hefði byggst á því að leiða áfram frá frásagnir sem lögreglan bjó til. Ekkert hefði bent til þess að skjólstæðingur hans eða aðrir dómfelldu í málinu hefðu verið í Keflavík þegar Geirfinnur á að hafa horfið þaðan. Þvert á móti hefðu  verið sterkar vísbendingar um annað. Sagði Ragnar þetta skýra hve langan tíma tók að reka málið. Eina leiðin hefði verið að þvinga fram játningar ólöglegan hátt. Þá hefði verjendum verið meinað að sækja dómþing annarra en skjólstæðinga sinna í málinu og því hefði ekki komið fram raunhæf vörn.

Þá benti Ragnar á að í ákæru hefði hlutur hvers og eins í málinu ekki verið skilgreindur og það hefði því verið óljóst í huga ákæruvaldsins hvenær atburðirnir áttu sér stað.

„Saklaus er hver maður uns sekt hans er sönnuð,“ benti Ragnar á en sagði þá reglu hafa verið brotna frá fyrsta degi við rannsókn málsins. Allir þeir sem komu að rannsókninni hefðu talið dómfelldu seka og beinlínis fullyrt það. Ákæruvaldinu hefði þó aldrei tekist að sanna sekt þeirra. Atburðir hefðu hins vegar verið tengdir saman með ágiskunum og öll atvik skýrð ákæruvaldinu í hag.

Allt fram yfir 15 daga einangrun er stórhættulegt

Ragnar sagði það hafið yfir allan skynsamlegan vafa að Guðjón hefði gefið falska játningu í málinu. Dagbækur Guðjóns, sem hann hélt í gæsluvarðhaldinu, eru meðal gagna í málinu en þar skrifaði hann um meðferðina sem hann mátti þola og óhóflega lyfjagjöf þar sem fangaverðir skömmtuðu lyfin en ekki læknar. Ragnar sagðist telja að Guðjón hefði í raun ekki játað neitt þó að Hæstiréttur hefði gengið út frá því á sínum tíma.

Hann sagði langvarandi gæsluvarðhald og einangrun vera pyntingu í sjálfu sér. Allt fram yfir 15 daga einangrun væri stórhættulegt, hvað þá 90 eða 100 daga. Dæmi væru um að menn játuðu á sig glæpi sem þeir hefðu ekki framið eftir aðeins nokkrar klukkustundir í einangrun.

Hann benti á að verjandi skjólstæðings síns hefði ekki alltaf fengið að vera viðstaddur yfirheyrslur og að spurningar hefðu ekki verið bókaðar.

Ragnar sagði að þar sem játning Guðjóns væri fölsk væri ekkert að marka hana. Hann færi því ekki eingöngu fram á að skjólstæðingur hans yrði sýknaður heldur að hann væri saklaus. Það yrði að horfast í augu við það þrátt fyrir að sami dómstóll hefði dæmt hann á sínum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Klósettferðin á BSÍ kostar 200 krónur

14:25 Gjaldtaka hófst í vikunni fyrir notkun salernisaðstöðu á BSÍ. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að ákvörðunin hafi verið tekin í haust og að tilgangurinn sé fyrst og fremst að tryggja hreinlæti. 200 krónur kostar að fara á salernið en frítt er fyrir börn. Meira »

Borðum okkur ekki í gröfina!

13:56 „Það fjalla mjög margir þættir í sjónvarpi um lífsstíl og við liggur að hugtakið sé komið með óorð á sig. Þess vegna langaði mig að koma úr annarri átt og niðurstaðan varð sú að leggja áherslu á að þetta væri vísindaleg nálgun án þess þó að hljóma eins og Sigurður H. Richter.“ Meira »

„Auðvitað kvikna viðvörunarljós“

11:59 „Rauð ljós kvikna út um allt, eðlilega,“ segir Gunn­ar Hrafn Birg­is­son, doktor í klín­ískri sál­fræði, um bréfaskrif Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar til Guðrún­ar Harðardótt­ur, systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins. Meira »

Slagsmál í BT opnuðu augun

11:55 Þegar Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson áttaði sig á að hann hafði eytt bróðurparti lífs síns í tölvuleiki og óhóflega tölvunotkun ákvað hann að snúa blaðinu við og aðstoðar í dag aðra við að ná tökum á skjánotkun sinni. Meira »

Hægt að skella sér á skíði

11:53 Skíðasvæðin á Dalvík, Oddskarði og Siglufirði eru opin í dag en lokað í Hlíðarfjalli og Tindastól. Í Bláfjöllum er búið að leggja gönguskíðabraut og eins verður hægt að fara á gönguskíði á troðinni braut í Heiðmörk eftir hádegi. Á Ísafirði er lokað í Tungudal en opið í Seljalandsdal. Meira »

„Stefndu mér!“

11:10 Aldís Schram segir föður sinn vera siðblindan kynferðisbrotamann en hún hefur sett inn færslu á Facebook í tilefni af beiðni mbl.is um viðtal í gær vegna yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í gærmorgun. Meira »

Spá hríð og skafrenningi

11:03 Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að útlit sé fyrir hríð, skafrenning og slæmu skyggni á Hellisheiði og öðrum fjallvegum suðvestanlands milli klukkan 18 og 21 í kvöld. Meira »

Ræða bréfaskrif Jóns Baldvins

09:20 Gunnar Hrafn Birgisson, doktor í klínískri sálfræði er gestur Bjartar Ólafsdóttur í þættinum Þingvellir á K100 klukkan tíu. Þau munu meðal annars ræða bréfaskrif Jóns Baldvins Hannibalssonar til Guðrúnar Harðardóttur í þættinum. Meira »

Svipað magn og við krufningar

09:17 Ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna hefur fjölgað gríðarlega undanfarin misseri og rannsókn á blóðsýnum þeirra sýnir svo að ekki verður um villst að margir þeirra sem eru úti í umferðinni eru undir áhrifum vímuefna og eða lyfja. Kvíðalyf eru þar áberandi. Meira »

Unnið að hreinsun gatna

08:09 Hálka og hálkublettir eru á öllum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu en starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa frá því nótt verið að hreinsa götur og stíga en heldur bætti í snjóinn í nótt. Meira »

Frábær árangur hjá íslensku konunum

07:58 Fimm af þeim átta íslensku ofurhlaupurum sem tóku þátt í Hong Kong ultra-hlaup­inu sem hófst aðfararnótt laugardags luku keppni. Íslensku konurnar stóðu sig frábærlega í hlaupinu en þær luku allar keppni. Tveir af fimm körlum náðu að ljúka hlaupinu. Meira »

Náðist eftir eftirför

07:21 Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu í hverfi 104 á fjórða tímanum í nótt en náðist eftir eftirför. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vara sviptur ökuréttindum. Hann var einn fjölmargra sem var stöðvaður í gærkvöldi og nótt fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. Meira »

Stormur og snjókoma í kvöld

07:07 Dagurinn byrjar á klassísku vetrarveðri, suðvestanátt og éljum um landið sunnan- og vestanvert, en víða léttskýjað fyrir austan og frost um allt land. Um kvöldmatarleytið koma skil upp að landinu suðvestanverðu með suðaustan hvassviðri eða stormi og snjókomu. Meira »

Tvö útköll á dælubíla

06:58 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti tveimur brunaútköllum í nótt en í báðum tilvikum tengt eldamennsku.   Meira »

Þrír haldi vegna líkamsárásar

06:51 Lögreglan handtók þrjá menn í Hafnarfirðinum á níunda tímanum í gærkvöldi vegna líkamsárásar, vopnaburðar og vörslu fíkniefna. Mikið álag var á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt vegna ölvunar og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Gul viðvörun á morgun

Í gær, 22:51 Gul viðvörun er í gildi vegna hríðarveðurs annað kvöld á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðvesturlandi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun á morgun ganga í suðaustan 15-23 m/s undir kvöldið með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

Í gær, 22:20 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

Ísland eins og Havaí árið 1960

Í gær, 21:35 Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

Í gær, 21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »