Fagnar niðurstöðu Hæstaréttar

Haukur Guðmundsson (t.h.) rannsakaði Geirfinnsmálið á sínum tíma. Hér er …
Haukur Guðmundsson (t.h.) rannsakaði Geirfinnsmálið á sínum tíma. Hér er hann á spjalli við Atla Steinarsson blaðamann. Árni Sæberg

„Ég get ekki gert annað en að fagna þessu því ég hef verið þessar skoðunar áratugum saman,“ segir Haukur Guðmundsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, sem var einn þeirra sem rannsökuðu hvarf Geirfinns Einarssonar, um sýknu Hæstaréttar í málinu.

„Ég held nú að ég hafi verið fyrsti maðurinn sem sagði opinberlega að ég efaðist um þessa niðurstöðu, sem endaði í þáttunum Sönn íslensk sakamál hjá Sigursteini Mássyni.“

Rannsókn í Keflavík var lokað en síðar tekin upp að nýju í Reykjavík. „Við lokuðum engu, það var náttúrlega bara dómsmálaráðuneytið sem ákvað að þessari formlegu rannsókn í Keflavík yrði hætt 5. júní 1975.“

Spurður í Morgunblaðinu í dag hvort hann muni eftir viðhorfi samstarfsfélaga sinna á þessum tíma segir hann að flestir hafi trúað því að málið væri leyst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert