Sýknað í einu Aserta-máli en bótaskylda í hinu

Tveir dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur komast að ólíkum niðurstöðum varðandi ...
Tveir dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur komast að ólíkum niðurstöðum varðandi bótaskyldu ríkisins gagnvart sakborningum í svonefndu Aserta-máli. mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Tveir dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur komast að ólíkum niðurstöðum varðandi bótaskyldu ríkisins gagnvart sakborningum í svonefndu Aserta-máli. Dómarnir féllu báðir á þriðjudag og voru öðrum sakborninganna dæmdar bætur en bótakröfu hins var hafnað þó að málin væru mjög keimlík.

Þeir Gísli Reynisson, sem dæmdar voru bætur, og Karl Löve Jóhannsson, sem ekki fær bætur, voru tveir af fjórum sak­born­inga í Aserta-mál­inu. Voru þeir sakaðir um að hafa brotið gegn fjár­magns­höft­un­um með ólög­mæt­um gjald­eyrisviðskipt­um. Málið kom upp í janú­ar 2010 og voru fjór­menn­ing­arn­ir sýknaðir í Héraðsdómi Reykja­ness 2016.

Mbl.is greindi frá því í gær að héraðsdómur hefði gert íslenska ríkinu að greiða Gísla Reynissyni, einum sakborninganna, 1,4 milljónir króna í miskabætur. Bæturnar fær hann fyrir kyrrsetningu á eignum, sem þótti standa of lengi og fyrir ummæli þáverandi yfirmanns efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Dómari í málinu var Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari.

Í dag var svo birtur annar dómur gagnvart öðrum sakborningi í Aserta-málinu, Karli Löve og var dómari þar Kjartan Bjarni Björgvinsson. Hann sýknaði íslenska ríkið af kröfum Karls, sem krafðist 35 milljóna kr. bóta, af sambærilegum ástæðum og Gylfi.

Segir í dóminum í máli Karls Löve að hann hafi engin gögn lagt fram um fjárhagslegt tjón sem rekja megi til til kyrrsetninganna. Hafi Karl Löve í „engu leitast við að sýna fram á hvaða fjárhagslega tjón megi rekja til handtöku hans eða þeirrar húsleitar sem gerð var hjá honum“. Þá sé það mat dómsins að Karl Löve hafi „sjálfur stuðlað að nokkru að þeim þvingunaraðgerðum sem beindust að honum og hans hagsmunum“.

Þá var það einnig mat dómara að Helgi Magnús hafi ekki vegið að æru Karls með orðum sem hann lét falla á blaðamannfundi, þar sem hann sagði sterkar vísbendingar um sekt í málinu. Segir í dóminum að Karl Löve hafi ekki verið formlega tengdur félaginu á þeim tíma, heldur hefði hann setið í stjórn þess um nokkurra mánaða skeið áður en málið kom upp.

Fréttastofa RÚV, sem greindi fyrst frá síðari dóminum, hefur eftir Jóni Magnússyni, lögmanni Karls Löve, að það sé mjög sérstakt að tveir dómarar dæmi hvor í sínu máli þar sem málsatvik eru þau sömu og dómkröfur líka mestmegnis eins. Niðurstöðunni verði því augljóslega áfrýjað.

mbl.is

Innlent »

Walker laus úr fangelsi

08:25 Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut 18 mánaða dóm hér á landi fyrir að bíta hluta úr tungu eiginmanns síns, er nú laus úr fangelsi. Meira »

Skemmtilegt að skrifa um hesta

08:18 „Mér fannst vanta fræðsluvef fyrir almenna hestamenn og fólk sem stundar útreiðar,“ segir Ásdís Haraldsdóttir, þjóðfræðingur og blaðamaður á Álftanesi á Mýrum, sem skrifar og heldur úti vefnum hestamennska.is. Meira »

Þrír Íslendingar á Everest í dag

08:16 Þrír Íslendingar toppuðu hæsta fjall heims, Everest, í morgun því auk Bjarna Ármannssonar stóðu þeir Leifur Örn Svavarsson og Lýður Guðmundsson þar einnig í morgun. Það þýðir að níu Íslendingar hafa náð á tind Everest. Meira »

Forrest Gump er gjaldþrota

08:00 Forrest Gump ehf., Eyrargötu í Siglufirði, stofnað 2006, hefur verið úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að skiptafundur verði haldinn 19. ágúst nk. Meira »

Bók um ris og fall WOW air

07:57 Þriðjudaginn 28. maí nk. gefur Vaka-Helgafell út bókina WOW - Ris og fall flugfélags eftir Stefán Einar Stefánsson, viðskiptafréttastjóra á Morgunblaðinu. Meira »

Heimild ráðherra til launahækkana skert

07:37 Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að nokkrar breytingar verði gerðar á frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð. Meira »

Nokkrar gráður gætu lyft snjólínunni

07:00 Áfram verður gott veður í dag á Suður- og Vesturlandi. Það kólnar í veðri um helgina og kuldapollur kemur yfir landið á mánudag og þriðjudag. Hitastig gæti farið nálægt frostmarki með slyddu og gráma í fjöllum fyrir norðan í norðanáttinni sem fylgir. Hiti niður að frostmarki nær frá Tröllaskaga og að nyrstu Austfjörðum. Meira »

Bjarni Ármanns á tindi Everest

06:29 Bjarni Ármannsson er kominn í hóp þeirra Íslendinga sem hafa náð á topp hæsta fjalls heims, Everest, en hann náði því takmarki í morgun. Meira »

Stal áfengi en síminn varð eftir

05:59 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um þjófnað af hóteli í Austurbænum (hverfi 105) um eitt í nótt en þar hafði maður stolið áfengi og hrint afgreiðslustúlku í gólfið. Meira »

Einar Ben á Alþingi

05:33 Þriðju nóttina í röð ræða þingmenn Miðflokksins um þriðja orkupakkann og hefur umræðan farið víða. Á öðrum tímanum í nótt bað Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, menn um að halda sig við umræðuefnið og sleppa upplestri á kveðskap Einars Benediktssonar. Fundi var slitið klukkan 6:01. Meira »

Borgin vill hærri arðgreiðslur

05:30 Svigrúm Faxaflóahafna sf. er mikið til aukinna arðgreiðslna til eigenda. Þetta kemur fram í greinargerð Reykjavíkurborgar með ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018. Greinargerðin var kynnt á síðasta stjórnarfundi þess. Meira »

Samþykkt í útlöndum, hafnað hér

05:30 „Sjúkratryggingar samþykktu að greiða fyrir aðgerð á vinstra brjóstinu en ég átti sjálf að borga fyrir aðgerð á því hægra og það var vegna þess að ég hafði greinst með krabbamein í því.“ Meira »

Ríkið greiðir 1,2 milljarða fyrir hveri

05:30 Ríkinu ber að greiða fyrrverandi sameigendum sínum að hverasvæðinu Geysi í Haukadal um 1,2 milljarða króna, með vöxtum og verðbótum, samkvæmt yfirmati sem gert var á verðmæti eignarinnar. Meira »

Listaverk að seljast fyrir metverð

05:30 Það vakti athygli þegar skúlptúrinn „Kanína“ eftir Jeff Koons seldist á 11,3 milljarða króna 15. maí. Það var met fyrir verk eftir listamann á lífi. Meira »

80% félagsmanna ASÍ samþykktu

05:30 Nýgerðir kjarasamningar voru samþykktir í öllum aðildarfélögum Samiðnar nema Félagi járniðnaðarmanna á Ísafirði. Tæplega 73% þeirra sem þátt tóku samþykktu samningana. Meira »

Tillaga Andrúms vann

05:30 Andrúm arkitektar fengu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni sem haldin var um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi. Niðurstaðan var kynnt 17. maí við opnun sýningar á öllum innsendum tillögum en þær voru 27 talsins frá innlendum og erlendum arkitektum. Meira »

Snjókoma í kortunum um helgina

05:30 Útlit er fyrir norðanátt og slyddu, jafnvel snjókomu um norðaustanvert landið eftir helgi, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.   Meira »

Hafa rætt orkupakkann í um 50 tíma

Í gær, 23:52 Þriðja kvöldið í röð stefnir í að næturumræður fari fram á Alþingi um þriðja orkupakkann. Síðustu sólarhringa hafa nær eingöngu þingmenn Miðflokksins haldið ræður í síðari umræðu um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann og þessa stundina eru eingöngu þingmenn Miðflokksins á mælendaskrá. Meira »

Bílvelta í Hörgárdal

Í gær, 23:33 Ung kona var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hafa velt bifreið sinni á Staðarbakkavegi, skammt við bæinn Staðartungu í Hörgárdal í kvöld. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - Naust
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...