Vitum ekki hvar verður næst slys

„Það er sérstakur forgangur settur í að aðskilja akstursstefnu og ...
„Það er sérstakur forgangur settur í að aðskilja akstursstefnu og tvöfalda Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð á næstu árum,“ segir Sigurður Ingi. mbl.is/Eggert

„Í fyrsta skipti höfum við nægilegt fjármagn til þess að geta sett fram raunverulega áætlun, þó hún sé til fimmtán ára, um að ljúka við aðskilnað akstursstefna á þeim vegum þar sem alvarlegustu slysin verða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og nefnir þar Suðurlandsveg, Vesturlandsveg og Reykjanesbraut, þar sem banaslys varð í gærmorgun.

Sigurður Ingi segir eðlilegt að þrýstingur á úrbætur aukist í kjölfar slysa sem þessa en segir mikilvægt að horft sé á stóru myndina. „Það er hörmulegt þegar þessi alvarlegu slys verða, en þótt það hafi orðið á Reykjanesbraut í þessu tilviki vitum við ekki á hvaða vegi það verður næst.“

Núverandi samgönguáætlun sé heildstæð og þar sé kveðið á um tvöföldun Reykjanesbrautar og aðskilnað akstursstefnu frá Reykjavík austur að Hellu og norður í Borgarnes. „Það mun skipta mjög miklu.“

„Það er sérstakur forgangur settur í að aðskilja akstursstefnu og tvöfalda Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð á næstu árum,“ segir Sigurður Ingi. Af þessum sökum verði til dæmis aðeins ráðist í aðskilnað akstursstefna frá Hvassahrauni fyrst en breikkun vegarins síðar.

Sigurður Ingi staðfestir að hann hafi sett sig í samband við forsvarsfólk Stopp hingað og ekki lengra! og ætli að hitta það til þess að ræða málin, líklega í næstu viku.

Möguleiki að flýta framkvæmdum með gjaldtöku

Guðbergur Reynisson, einn forsvarsmanna hópsins, fundaði með Birni Viðari Ell­erts­syni, eig­anda jarðvinnu­verk­taka­fyr­ir­tæks­ins Ell­erts Skúla­son­ar, í morg­un þar sem þeir ræddu einkaframtak. Björn Viðar lýsti þar yfir vilja til þess að taka að sér allt verkið en fá endanlega greitt árið 2033, þegar fimmtán ára samgönguáætlun lýkur.

Guðberg­ur sagði ljóst að fram­kvæmd­ir sem þess­ar þyrftu að fara í útboð. „En hann sagðist myndu taka vel í svona verk­efni, svo aðrir hljóta að gera það líka,“ segir Guðbergur. Björn Viðar staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

„Í rík­is­batte­rí­inu er ekki hægt að fram­kvæma vegna skorts á fjár­veit­ing­um en svona er hægt að gera á ann­an hátt,“ seg­ir Björn Viðar, en Ellert Skúlason var meðal þeirra fyrirtækja sem stofnuðu Spöl til þess að gera jarðgöng undir Hvalfjörð á sínum tíma.

Sigurður Ingi segir það til skoðunar hvernig hugsanlegt væri að fá inn aukið fjármagn, og flýta þannig ákveðnum verkefnum á borð við tvöföldun Reykjanesbrautar, með breyttri gjaldtöku fyrir afnot af vegum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bókanir í útsýnisflugi sumarsins líta vel út

08:18 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Circle Air á Akureyri, sem býður upp á útsýnisflug og leiguflug um land allt á flugvélum og þyrlum, segir að bókanir í ár líti vel út, þrátt fyrir áberandi tal um samdrátt í ferðaþjónustu. Meira »

Breytt áform ógni enn friðhelgi Saltfiskmóans

07:57 Byggðar verða 50-60 íbúðir við Sjómannaskólann segir í lóðarvilyrði sem borgarstjóri Reykjavíkur undirritaði síðasta mánudag við félagið Vaxtarhús ehf. Þar kemur fram að íbúðirnar á svæðinu skuli flokkast sem „hagkvæmt húsnæði“, sem ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa forgang að kaupum á. Meira »

Birgir og Þorsteinn eru hnífjafnir

07:37 Alþingi kemur saman að nýju 29. apríl næstkomandi að loknu 17 daga páskahléi. Samkvæmt starfsáætlun þingsins verður síðasti þingfundur fyrir sumarhlé miðvikudaginn 5. júní. Meira »

Báru fyrir sig hnífa í átökum

07:33 Tveir menn voru handteknir í miðborginni laust eftir klukkan fjögur í nótt en þeir höfðu borið fyrir sig hnífa í átökum. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Meira »

Víða skúrir á landinu

07:10 Í dag er spáð suðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu og víða skúrum en bjart verður að mestu norðaustan- og austantil.  Meira »

Hefði átt að vega þyngra

05:30 Niðurstaðan úr mati hæfnisnefndar um umsækjendur um Landsrétt kom sumum nefndarmanna nokkuð á óvart þegar hún lá fyrir.  Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 23. apríl. Fréttaþjónusta verður á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir páskana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Meira »

Ágætt færi í brekkum víða um land

05:30 Víða á landinu viðraði ágætlega til skíðaiðkunar í gær á föstudaginn langa. Fyrir norðan, austan og vestan voru brekkur opnar og var talað um hið besta vorfæri á vefjum skíðasvæðanna. Höfuðborgarbúar sátu þó eftir, því Bláfjöllum og Skálafelli hefur þegar verið lokað þennan veturinn. Meira »

Fjórði dýrasti bjórinn á Íslandi

05:30 Bjór á Íslandi er sá fjórði dýrasti í heimi. Hér kostar stór bjór að meðaltali 1.258 krónur, andvirði 8,03 sterlingspunda.   Meira »

Leita atbeina dómstóla

05:30 Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotu sem fyrirtækið kyrrsetti hinn 28. mars síðastliðinn til tryggingar nærri tveggja milljarða skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll. Meira »

Víkurgarður til ríkissaksóknara

05:30 Sóknarnefnd Dómkirkjunnar hefur með bréfi Ragnars Aðalsteinssonar hrl. til ríkissaksóknara lagt fram kæru á hendur þeim sem hafa veitt leyfi fyrir framkvæmdum í Víkurkirkjugarði og forsvarsmönnum framkvæmdaraðila, Lindarvatns ehf., fyrir að hafa raskað grafarhelgi. Meira »

Kjósi um lífskjörin í símanum

05:30 „Þetta hefur allt saman gengið mjög vel og engir hnökrar á þessu,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), um kosningakerfið Valmund, sem Advania hefur þróað. Meira »

Markaðurinn er yfirfullur af plasti

Í gær, 19:45 Heimsmarkaðurinn er yfirfullur af plasti og um þessar mundir er lítil eftirspurn eftir plasti til endurvinnslu. Því er stærstur hluti plasts sem safnað er hér á landi sendur erlendis til orkuendurvinnslu, en Sorpa er eina íslenska fyrirtækið sem tekur við plasti öðru en umbúðaplasti til endurvinnslu. Meira »

Þrír unnu 92 milljónir króna

Í gær, 19:25 Fyrsti vinningur í Eurojackpot-lottóinu, upp á tæpa 7 milljarða króna, gekk ekki út í kvöld en þrír heppnir lottóspilarar eru hins vegar rúmum 92 milljónum króna ríkari eftir að hafa unnið annan vinninginn. Meira »

Fer eigin leiðir í veikindunum

Í gær, 18:41 „Ég fann ekki neitt. Ég var í ofsalega fínum gír,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, í viðtali á sjónvarpsstöðunni Hringbraut þar sem hann ræðir veikindi sín en hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Meira »

„Loftslagsváin er þögul ógn“

Í gær, 16:23 Níunda loftslagsverkfallið var haldið á Austurvelli í dag. Hingað til hafa verkföllin verið mjög kraftmikil en í dag var ákveðið að verkfallið yrði þögult og sitjandi vegna föstudagsins langa. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að það hafi verið viðeigandi. Meira »

Brýrnar helsti veikleikinn

Í gær, 15:01 Brýrnar eru helsti veikleiki vegakerfisins á Suðurlandi, það blasir við. Þetta segir Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur. Ólafur mun sjá um úttekt á umferðaröryggi á Suðurlandi. Meira »

Forsetinn á meðal píslarvotta

Í gær, 13:19 Píslarganga umhverfis Mývatn er haldin í 25. skipti í dag, föstudaginn langa. Gangan er með nokkuð óhefðbundnu sniði en píslarvottarnir fara yfir með mismunandi hætti, ýmist á tveimur jafnfljótum, á hjólum eða á hjólaskíðum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan mótorhjólamann

Í gær, 12:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan mann á Landspítala í nótt, en maðurinn hafði slasast á fæti á ferð sinni um Víðidalstunguheiði á mótorhjóli, eða svokölluðum krossara. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...