Óttast að tvennt hafi farist

Húsið var alelda þegar slökkviliðið bar að garði. Voru aðstæður …
Húsið var alelda þegar slökkviliðið bar að garði. Voru aðstæður mjög erfiðar á vettvangi og stóð slökkvistarf yfir langt fram eftir kvöldi mbl.is/​Hari

Óttast var að maður og kona hefðu farist í miklum eldsvoða sem kom upp í einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi um fjögurleytið í gær, með þeim afleiðingum að þau hafi orðið innlyksa á efri hæð hússins.

Taldi slökkvilið sig hafa komist að því hvar fólkið var mögulega staðsett á efri hæðinni laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi en farið var varlega í allar aðgerðir með tilliti til rannsóknarhagsmuna.

Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Selfossi voru húsráðandi og gestkomandi kona handtekin vegna rannsóknar á eldsupptökum, en ekki fengust frekari upplýsingar um ástæður handtökunnar þegar leitað var eftir þeim í gærkvöldi.

Þá sagði í fréttatilkynningu lögreglunnar á Selfossi að sérfræðingar tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið kallaðir til aðstoðar við rannsókn málsins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert