Sagðist vera morðingi

Húsið við Kirkjuveg 18 á Selfossi áður en það var …
Húsið við Kirkjuveg 18 á Selfossi áður en það var rifið. mbl.is/Eggert

Karlmaðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi, greindi lögreglu frá því að eigin frumkvæði á vettvangi að hann hafi kveikt í og að hann „væri bara morðingi“.

Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands sem er birtur í úrskurði Landsréttar þar sem gæsluvarðhald yfir manninum til 29. nóvember er staðfest. Úrskurður Landsréttar var birtur í dag en hann var kveðinn upp 15. nóvember.

Fram kemur að þegar lögreglan kom á vettvang hafi maðurinn verið fyrir utan húsið ásamt konunni sem var einnig úrskurðuð í gæsluvarðhald en síðar sleppt. Þau hafi tjáð lögreglu að tveir menn væru á efri hæð hússins. Ekki hafi verið hægt að senda reykkafara inn í húsið sökum mikils elds og hita.

Maðurinn hafi augljóslega verið í annarlegu ástandi og undir áhrifum áfengis, lyfja og/eða fíkniefna. Hann hafi verið handtekinn á vettvangi, færður á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert