Kallaðir fyrir stjórnskipunarnefnd vegna meintra loforða

Guðlaugur Þór Þórðarson, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar …
Guðlaugur Þór Þórðarson, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson. Samsett mynd

Samþykkt var á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun að kalla Bjarna Benediktsson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Guðlaug Þór Þórðarson og Gunnar Braga Sveinsson fyrir nefndina vegna ummæla um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga.

Greint var frá málinu á vef Rúv en Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar, bar tillöguna upp. Jón Þór Ólafsson, annar varaformaður, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. 

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Þór býst við því að fjórmenningarnir verði boðaðir á nefndarfund á miðvikudag eftir viku en það á þó eftir að staðfesta það.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi frá því á Facebook í dag að hann hafi ekki í hyggju að gera Gunnar Braga, þingmann Miðflokksins, að sendiherra. Að sögn Guðlaugs áttu hann og Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra óform­leg­an fund með Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Miðflokks­ins, þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunn­ars Braga á sendi­herra­stöðu.

Sem fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra kann Gunn­ar Bragi að hafa haft vænt­ing­ar um slíka skip­un en það er í það minnsta ekki á grund­velli neinna lof­orða, eins og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, og raun­ar Gunn­ar Bragi sjálf­ur, hef­ur staðfest. Frá­sagn­ir í al­ræmdu sam­sæti á Klaustri um ein­hvers kon­ar sam­komu­lag í þessa átt voru mér enda al­gjör­lega fram­andi, eins og ég hef þegar tjáð mig um,“  kom meðal annars fram í færslu Guðlaugs.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson réttir upp hönd á fundi Miðflokksins á …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson réttir upp hönd á fundi Miðflokksins á mánudag. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert