Leið oft eins og geimveru

Hrund Gunnsteinsdóttir, verðandi framkvæmdastjóri Festu.
Hrund Gunnsteinsdóttir, verðandi framkvæmdastjóri Festu. Kristinn Magnússon

„Tækifærin felast í því að endurhugsa samfélagslega ábyrgð frá grunni. Þetta kemur inn á hringrásarhagkerfið, vinnustaðinn og stjórnarhætti og snýst um að huga að þessum hlutum strax frá upphafi hugmyndavinnu og framleiðsluferlisins. Þannig á að hugsa. Þannig á að vinna.“

Þetta segir Hrund Gunnsteinsdóttir sem tekur um mánaðamótin við starfi framkvæmdastóra Festu – miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð en hún hefur látið þau mál sig varða um langt skeið. 

„Við erum lítið samfélag en þrátt fyrir smæðina benda rannsóknir til þess að töluvert vanti upp á samstarf milli stofnana og geira og við því þarf að bregðast. Sum fyrirtæki og stofnanir eru komin lengra en önnur í þessu ferli og Festa hefur ríku hlutverki að gegna þegar kemur að því að brúa bilið þarna á milli og auðvelda tengingar milli hins opinbera og einkageirans. Festa er ensím fyrir atvinnulífið sem hefur það hlutverk að hjálpa fólki, fyrirtækjum og stofnunum að tala og vinna saman og kortleggja leiðir til að mæla samfélagslega ábyrgð og árangur þar að lútandi. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að Festa mætir fyrirtækjum þar sem þau eru stödd, hvort sem þau eru komin langt eða skammt á veg. Það þarf ekki að þyrma yfir neinn. Við tökum þetta skref fyrir skref. Maður borðar ekki fíl í heilu lagi, heldur með því að taka einn bita í einu.“

– Maður hefur á tilfinningunni að þessir hlutir séu að breytast hratt. Hefði ekki verið mun erfiðara að kynna þessa nálgun fyrir tíu árum?

„Miklu erfiðara. Ég var dálkahöfundur á Viðskiptablaðinu um miðjan síðasta áratug og skrifaði um alþjóðamál, alþjóðlega hringrás fólks og viðskipta og hvernig þetta tengist, samfélagslega ábyrgð og fleira. Ég man eftir að hafa gúglað „samfélagslega ábyrgð“ á íslensku og fékk engar niðurstöður. Þetta var einfaldlega ekki til á netinu alla vega. Á svipuðum tíma hringdi ég í fjárfestingarsjóð á Íslandi í tengslum við greinaskrif og spurði hvort menn væru farnir að huga að því að fjárfesta í samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum og það var nánast hlegið upp í opið geðið á mér: „Æ, kúturinn minn. Þú ert svo mikið hugsjónaprik!“ Þannig hugsuðu einhverjir á þeim tíma; voru ekki að velta þessum málum fyrir sér. Nú er öldin önnur. Sem betur fer.“

– Þegar þú varst að hefja þessa vegferð, hugsaðirðu þá með þér: Jæja, þetta verður léttara verk eftir einhver ár?

„Já og nei. Ég hef oft misst móðinn, eins og flestir ef ekki allir sem eru svona þenkjandi. Mér leið oft eins og geimveru. Þetta hefur breyst mjög hratt, það sem þótti léttvægt fyrir fimm árum er það alls ekki í dag. Ég hélt fyrirlestur á Íslandi um það árið 2011 að kerfin okkar væru orðin úrelt og of stirð og stæðust ekki kröfur samtímans. Ekki tóku allir vel í það en í dag eru flestir sammála um þetta. Það er heldur ekki langt síðan fólk hváði þegar orð eins og nýsköpun bar á góma. Við erum smám saman að læra þessi orð og skilja fyrir hvað þau standa; ekki er til dæmis langt síðan við fórum að gera greinarmun á nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Þetta hverfist heldur ekki eingöngu um tækni, eins og sumir virðast halda og nýsköpun og nýhugsun á við um opinbera geirann eins og einkageirann.“

Ítarlega er rætt við Hrund í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Innlent »

Gul viðvörun á morgun

22:51 Gul viðvörun er í gildi vegna hríðarveðurs annað kvöld á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðvesturlandi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun á morgun ganga í suðaustan 15-23 m/s undir kvöldið með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

22:20 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

Ísland eins og Havaí árið 1960

21:35 Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »

Jensína orðin elst allra

16:20 Jensína Andrésdóttir náði þeim áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga sem hafa búið hér á landi. Jensína, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, er 109 ára og 70 daga í dag og er vakin athygli á þessum tímamótum á Facebook-síðunni Langlífi. Meira »

17 er fyrir ömmu og afa

14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »

Loksins snjór

14:22 Jólasnjórinn kom seint þennan veturinn í Reykjavík en í dag snjóaði hressilega á öllu Suðvesturlandinu mörgum til ánægju. Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni enda hálka og krapi víða. Meira »

Kennarar bera kerfið uppi

13:27 Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Meira »

Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

12:07 Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu. Meira »

Hálka og snjókoma

12:02 Hálka er á Reykjanesbraut og mjög mikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla biður fólk um að fara varlega en snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi. Meira »
Útsala!!! Kommóða ofl..
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...