Stjórnvöld verði að taka á málinu

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Mjög margt er þarna undir og það sér ekki enn fyrir endann á þessu máli,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), í samtali við mbl.is vegna máls bílaleigunnar Procar en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa viðurkennt að kílómetramælar að minnsta kosti um eitt hundrað bifreiða sem það hefur selt hafi verð færðir niður. Bílaleigan var í gær rekin úr Samtökum ferðaþjónustunnar vegna málsins.

„Við teljum mjög mikilvægt á þessu stigi að einhver opinber aðili stígi fram,“ segir Runólfur. Þarna þurfi ljóslega einhver slíkur aðili að grípa inn í. Það þurfi að tryggja það að þetta athæfi hafi ekki átt sér stað í tilfelli annarra bifreiða sem Procar hafi selt. Fyrir liggi aðeins orð forsvarsmanna fyrirtækisins um að þessi iðja hafi aðeins verið stunduð á ákveðnu tímabili og hafi verið hætt. Til þess þurfi einhver aðili að fara þarna inn.

Runólfur bendir á að Samtök ferðaþjónustunnar telji nauðsynlegt að farið verði í athugun á þessum málum hjá bílaleigum með stikkprufum enda ljóst að þetta mál skaðar ekki aðeins orðspor Procar heldur einnig bílaleigugreinarinnar í heild og bílgreinarinnar enda kunni umræddar bifreiðar síðan að ganga kaupum og sölum áfram. Það sem er þó alvarlegast sé aðförin að öryggi neytenda sem þessi starfsemi feli í sér.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Bifreiðarnar geta þannig verið miklu meira úr sér gengnar en ætla má vegna þess að þeim hefur verið ekið miklu meira en stendur á mælunum. Þetta er skjalafals, það er verið að selja ökutækið á röngum forsendum. Þetta hefur veruleg áhrif á verðgildi ökutækisins enda er það sem vegur þyngst í verðgildi bifreiða aldur þeirra og akstursnotkun. Þarna er verið að búa til leið til þess að selja ökutæki langt umfram eðlilegt verð.“

Ráðherra breyti reglum um skoðun bílaleigubíla

Við þetta bætist framtíðarskaði vegna endursölu ökutækjanna. „Síðan þarf einhver opinber aðili að halda skrá yfir raunverulega akstursnotkun þeirra því við viljum ekki að þessar bifreiðar fari síðan í endursölu og týnist inn í framtíðina með kolranga akstursstöðu.“ Þess utan skori FÍB á Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra að breyta reglugerð um aðalskoðun bifreiða þess efnis að skoða þurfi bílaleigubíla árlega.

„Þetta er fyrst og fremst öryggismál en ekki síður neytendamál eins og sýnir sig núna vegna þess að kílómetrastaða bifreiða er skráð við aðalskoðun og þá er alla vega komin þessi árlega skráning þessara bílaleigubíla,“ segir Runólfur. Mjög aðkallandi sé að þetta sé gert. Þá gagnrýnir hann Procar fyrir að ætlast til að kaupendur umræddra bifreiða hafi samband við lögfræðinga á vegum fyrirtækisins og gangi frá einhverju samkomulagi.

Bendir Runólfur á að kaupendur þurfi þá að minnsta kosti að hafa einhvern með sér sem geti gætt réttar þeirra og kostnaður vegna þess sé einnig eitthvað sem fyrirtækið eigi að bera enda hluti af þeim skaða sem umræddir einstaklingar hafi orðið fyrir. Þá sé eðlilegast að opinberir aðilar fari yfir málið og leggi mat á það hvaða bifreiðar af þeim sem fyrirtækið hafi selt á liðnum árum hafi verið átt við með þessum hætti.

„Þetta geta verið það alvarleg mál varðandi það sem fólk taldi sig í góðri trú vera að kaupa að það gætu verið forsendur fyrir því að rifta kaupunum,“ segir Runólfur enn fremur. Eðlilegast væri að Procar myndi einfaldlega bjóða kaupendum að rifta kaupunum og taka bifreiðarnar til sín aftur.

mbl.is

Innlent »

Kom sjálfum sér á óvart með söngnum

22:20 „Frumsýningin gekk eins og í sögu og það voru allir í sæluvímu eftir hana,“ segir Mímir Bjarki Pálmason, annar aðalleikarinn í söngleiknum Xanadú sem nemendur Verslunarskóla Íslands frumsýndu á dögunum. Meira »

Færa inngang og sleppa við friðlýsingu

22:03 Landssímareiturinn verður ekki friðlýstur gegn því að Lindarvatn gerir breytingu á hönnun byggingu sinnar, segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, í samtali við mbl.is. Lindarvatn muni þó sækja að fá tjón sitt vegna sex vikna tafa á framkvæmdum bætt. Meira »

Lilja: „Sigur fyrir söguna“

21:39 „Ég lít svo á að þessi lausn sé sigur fyrir söguna – fyrir sögu Víkurgarðs sem mun öðlast verðugan sess og fyrir okkur sem þjóð sem vill þekkja uppruna sinn,“ segir í Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra. Meira »

Fallast á verndun Víkurgarðs

21:05 Fallist hefur verið á sjónarmið Minjastofnunar um verndun Víkurgarðs og hefur stofnunin því dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Minjastofnun sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

„Börn eiga alltaf rétt á stuðningi“

20:40 Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og aðstoð í samræmi við stöðu sína sem börn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Vekur hún þar athygli á frumvarpi sínu um að heildstætt mat verði frekar notað heldur en aldursgreiningar. Meira »

Ekkert sem bendir til ójafnvægis

20:10 „Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið í einhverju ójafnvægi eða eitthvað slíkt,“ sagði Davíð Karl Wiium á K100 síðdegis í dag um hvarf bróður síns Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni. „Hvað varðar andlega heilsu Jóns þá er ekkert sem bendir til annars að hann hafi bara verið við góða heilsu.“ Meira »

„Vonin minnkar með hverjum deginum“

19:45 „Mér líst ekkert á þetta,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, spurður hvernig hann meti líkurnar á því að kvóti verði gefinn út fyrir loðnuveiðar á næstu vikum. Afleiðingarnar geti orðið gífurlegar fyrir mörg sjávarútvegsfyrirtæki, fólkið sem hjá þeim starfar og ríkissjóð. Meira »

Segja árás formanns VR ómaklega

19:16 Almenna leigufélagið segist fagna allri umræðu um leigumarkaðinn á Íslandi. Málflutningur Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um Almenna leigufélagið sé hins vegar óheppilegt innlegg í umræðuna. Meira »

Appelsína úr Hveragerði

19:00 Daginn er farið vel að lengja, snjór er yfir öllu bæði í byggð og uppi á hálendinu og því er kominn fiðringur í fjallamenn. Til þess að koma sér í gírinn og fá tilfinningu fyrir tækjunum mættu margir á hina árlegu jeppasýningu Toyota sem haldin var í Garðabæ á laugardag. Meira »

Munu styðja samkomulag við vinnumarkað

18:39 Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, myndi styðja breytingar á skattkerfinu líkt og verkalýðsfélögin hafa óskað eftir. Meira »

Veita 30 milljónir fyrir flóttafólk frá Venesúela

18:02 Utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Er það til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í lok janúar. Meira »

Keyptu níu „svindl-bíla“ árið 2017

18:02 Rekstraraðilar bílaleigu sem keypti notaða bílaleigubíla af gerðinni Suzuki Jimny af bílaleigunni Procar árið 2017 voru undrandi og hálf slegnir er blaðamaður hafði samband og sagði þeim að átt hefði verið við kílómetramælana í a.m.k. níu bílum sem nú eru í eigu fyrirtækisins. Meira »

Þakkaði Karli Gauta góða yfirferð

17:22 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður utan þingflokka, gagnrýndi í fyrirspurn sinni til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafi verið fenginn til starfa í Reykjavík án þess að staða hans hafi verið auglýst, þar sem kveðið er á um að sýslumaður skuli vera í Eyjum. Meira »

Nektarmyndsendingar algengar í 10. bekk

17:00 Tæplega helmingur stúlkna í 10. bekk í grunnskóla hefur verið beðin um að senda einhverjum öðrum ögrandi mynd eða nektarmynd af sér í gegnum netið. Í tilfelli drengja er hlutfallið 28%. Þá hafa 27% stúlkna í sama bekk sent slíkar myndir og 21% drengja. Meira »

„4 milljóna króna laun eru ekki hófleg“

16:07 „Fjögurra milljóna króna laun eru ekki hófleg í neinum þeim veruleika sem við þekkjum til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Voru orð hennar svar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Meira »

Húsnæði fyrir flóttafólk mesta áskorunin

15:50 Stærsti fyrirvari Blönduósbæjar við móttöku sýrlenskra fjölskyldna á flótta er að finnist nægilegt húsnæði, segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, í samtali við mbl.is. Sveitarstjórn bæjarins samþykkti í síðustu viku að að taka við flóttafólki samkvæmt beiðni frá félagsmálaráðuneytinu. Meira »

Hóta að taka fé úr stýringu hjá Kviku

15:24 VR segist ekki sætta sig við að Almenna leigufélagið hafi hækkað leigu um tugþúsundir króna í einhverjum tilfellum og gefið leigjendum fjóra daga til að samþykkja hækkunina. Krefst VR þess að áformin séu dregin til baka, en að öðrum kosti ætli félagið að taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka, en um er að ræða 4,2 milljarða. Meira »

Mótmæla við Landsbankann

15:03 Hópur fólks er saman kominn fyrir utan húsnæði Landsbankans í Austurstræti til þess að mótmæla launum bankastjórans. Sjá má af skiltum fólksins að farið er fram á að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur verði lækkuð. Meira »

Unnur Brá tekur á ný sæti á Alþingi

14:52 Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í dag sæti á Alþingi fyrir Ásmund Friðriksson, alþingismann flokksins. Unnur Brá starfar sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, skipuð af forsætisráðherra í fyrra, og var henni falið að sinna verkefnisstjórn við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Meira »
Tæki fyrir skógræktina
Framundan er grisjun. Öflugir vökvastýrðir kurlarar, viðarkljúfar, stubbafræsar...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Múrverk, múrviðgerðir, flísalagnir, flotun ofl.
Getum bætt við okkur verkefnum í múrverki, múrviðgerðum, flísalögnum, flotun ofl...