„Hann útvegaði vopnið sama morgun“

„Við höfðum ekkert í höndunum sem styður það að grunaði ...
„Við höfðum ekkert í höndunum sem styður það að grunaði hafi haft aðgang að vopni áður en manndrápið átti sér stað,“ sagði Torstein Pettersen, deildarstjóri rannsóknardeildar Finnmerkurumdæmis norsku lögreglunnar og stjórnandi rannsóknar Mehamn-málsins. Ljósmynd/Ole-Tommy Pedersen/Finnmarken

Torstein Pettersen, deildarstjóri rannsóknardeildar Finnmerkurumdæmis norsku lögreglunnar, sagði þegar mbl.is ræddi við hann í gær að lögregla hefði ekkert haft í höndunum sem styddi þann grun að Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa ráðið Gísla Þór Þórarinsson hálfbróður sinn af dögum í Mehamn aðfaranótt 27. apríl, hefði haft aðgang að skotvopni dagana fyrir andlát Gísla.

„Við höfðum ekkert í höndunum sem styður það að grunaði hafi haft aðgang að vopni áður en manndrápið átti sér stað,“ sagði Pettersen, „það hefur þegar verið leitt í ljós við rannsókn málsins að grunaði kom höndum yfir skotvopnið sama morgun og ódæðið var framið,“ sagði hann einnig.

Í berhögg við upplýsingar mbl.is og iFinnmark

Þessi yfirlýsing deildarstjórans gengur þvert á þær upplýsingar sem mbl.is og norski netmiðillinn iFinnmark öfluðu frá tveimur heimildarmönnum í gær og fyrradag, annar þeirra er Marius Nilsen, sem steig fram í viðtali við iFinnmark í gær, en hinn getur mbl.is ekki nafngreint.

Báðir heimildarmennirnir standa á því fastar en fótunum að hvort tveggja kærasta Gísla Þórs heitins og hann sjálfur hafi látið lögreglu í té þær upplýsingar að grunaði, Gunnar Jóhann, hafi haft aðgang að skotvopni á því tímabili sem hann hafði í hótunum við hálfbróður sinn og hafði fengið sér úrskurðað nálgunarbann gagnvart honum 17. apríl sem sýslumannsembættið tilkynnti Gunnari um símleiðis, en þá framkvæmd gagnrýndi Nilsen harðlega í samtali sínu við iFinnmark í gær eins og lesa má í fréttinni bak við hlekkinn hér að ofan.

Lögreglan í Finnmörku þagði þunnu hljóði um hugsanlegt skotvopn í fórum Gunnars Jóhanns við iFinnmark í fyrradag og í gærmorgun, þar til iFinnmark og mbl.is höfðu birt fréttir sínar af grunsemdum Gísla Þórs og aðstandenda hans. 

Yfirlýsing saksóknara nokkrum mínútum eftir fréttir

Samkvæmt því sem ritstjóri iFinnmark tjáði mbl.is í gær barst skrifleg yfirlýsing frá Önju Mikkelsen Indbjør saksóknara fáeinum mínútum eftir að iFinnmark og mbl.is birtu fréttir sínar í gærmorgun. Var yfirlýsing Indbjør svohljóðandi:

„Í tengslum við kæruna vegna hótana og úrskurð lögreglu 17.04.2019 [nálgunarbannið] var spurt hvort grunaði hefði aðgang að vopni. Hvort tveggja þeirra sem misgert var við [Gísli Þór og unnusta hans] sagðist ekki telja að svo væri og vísuðu til þess að þau hefðu hvorki séð vopn né öryggisskáp fyrir vopnageymslu á heimili grunaða. Hins vegar var orð haft á því að vopn hefði horfið frá þriðja aðila árið áður og hugsanlegt væri að grunaði hefði verið þar að verki, en þetta höfðum við enga vitneskju um. Enginn rökstuddur grunur lá fyrir um ólöglegar vörslur vopns og því var ekki tekin ákvörðun um að framkvæma húsleit heima hjá grunaða,“ sagði Indbjør saksóknari í yfirlýsingu sinni.

Anja Mikkelsen Indbjør, saksóknari lögregluembættisins í Finnmörku, sagði í gær ...
Anja Mikkelsen Indbjør, saksóknari lögregluembættisins í Finnmörku, sagði í gær að lögregla hefði ekki talið sig hafa haft ástæðu til að framkvæma húsleit á heimili grunaða vegna hugsanlegs skotvopns þar, rökstuddur grunur hefði ekki verið fyrir hendi. Ljósmynd/Andrea Dahl/iFinnmark

Enn fremur sagði hún að sá aðili sem sakna hefði átt horfins vopns hefði sagt lögreglu að sú væri ekki raunin. „Það var heldur ekki það vopn sem lögregla lagði hald á á vettvangi. Vopnið sem lögregla telur hafa verið notað við verknaðinn útvegaði grunaði sér sama dag og ódæðið var framið.“ Hún segir að til að lögreglu sé stætt á að verða sér úti um húsleitarheimild verði rökstuddur grunur að liggja fyrir, líkurnar á broti verði að vera meira en helmingslíkur (n. sannsynlighetsovervekt på over 50 prosent).

„Slíkt lá ekki fyrir og ákæruvaldið hafði af þeim sökum ekki efni til að aðhafast meira en að fá úrskurðað nálgunarbann, það var gert sama dag. Grunaði fór frá Mehamn daginn sem honum var úrskurðað nálgunarbannið,“ sagði Anja Mikkelsen Indbjør, handhafi ákæruvalds Finnmerkurlögreglunnar, í niðurlagi yfirlýsingar sinnar í gær.

mbl.is

Innlent »

Þetta er adrenalínfíkn

Í gær, 22:33 Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »

„Allt gekk upp og allir voru glaðir“

Í gær, 21:55 Mýrdalshlaupið var hlaupið í dag og mikil lukka var meðal þátttakenda. Nýlunda í ár var sú að boðið var upp á 23 kílómetra leið. Það var uppselt fyrir viku í þann flokk. Meira »

Margrét Friðriksdóttir kveður

Í gær, 21:41 Síðasta útskriftarathöfn Margrétar Friðriksdóttur sem skólameistara MK var haldin í Digraneskirkju í gær. Þar brautskráðust alls 218 nemar úr skólanum. Meira »

Tuttugu stúdentar útskrifaðir

Í gær, 21:26 Tuttugu stúdentar voru útskrifaðir í dag frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Þá lauk einn nemandi námi í fjallamennsku, tveir nemendur luku framhaldsskólaprófi, einn útskrifaðist af fisktæknibraut, einn útskrifaðist úr tækniteiknun og einn nemandi A stigi vélstjórnar að því er segir í fréttatilkynningu frá skólanum. Meira »

Tveimur milljónum króna ríkari

Í gær, 20:55 Heppinn lottóspilari er tveimur milljónum króna ríkari eftir að dregið var í Lottóinu í kvöld en hann var með allar fimm tölurnar réttar í Jókernum. Meira »

Rokkhrokinn settur í aftursætið

Í gær, 20:00 Hann er leikari og þungarokkari, trommari og fjölskyldumaður. Björn Stefánsson, oft nefndur Bjössi í Mínus, hefur nú stimplað sig inn í leikhúsheiminn. Hann hefur verið edrú í áratug, lært leiklist í Danmörku og sýnt og sannað að hann á heima uppi á sviði, og ekki bara á bak við trommurnar. Meira »

Þingmenn að „bregðast þjóð sinni“

Í gær, 18:42 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar á útifundi á Austurvelli í dag. Hann sagði þá vera að „bregðast þjóð sinni“ og að Alþingi væri ekki treystandi. Meira »

Eineggja tvíburar dúx og semídúx

Í gær, 18:00 Við útskrift í Flensborgarskólann á fimmtudaginn reyndust dúx og semídúx vera tvíburasystur. Þær eru á sömu námsbraut, í sömu íþrótt og líta eins út. Þær gera allt saman. Meira »

Barðsvíkin kjaftfull af rusli

Í gær, 17:45 Félagið Hreinni Hornstrandir stendur fyrir hreinsunarferð í Barðsvíkina helgina 14.-16. júní og segir forsprakki hópsins Barðsvíkina kjaftfulla af rusli. Sjálfur hóf hann að hreinsa rusl á Hornströndum eftir að franskur ljósmyndari setti upp sýningu erlendis á ruslinu við strendurnar. Meira »

Þakklátur pabba að hafa rekið mig í iðnnám

Í gær, 17:17 Myndlistarmaðurinn Daníel Magnússon er mikill hagleikssmiður og þekktur fyrir sérstaka stóla sína. Hann segir góða endingu nytjahluta á vissan hátt vera fegurð ef hún sé skynsamlega útfærð. „Í mínum huga eru nytjahlutir eitthvað sem allir listamenn ættu að hafa skoðun á.“ Meira »

Riðin árleg tvídreið

Í gær, 16:51 Þau voru gleðileg að sjá, fólkið sem klæddi sig í sitt fínasta púss upp úr hádegi í dag og kom saman við Hallgrímskirkju til þess að hjóla uppstrílað um miðbæ Reykjavíkur. Það var í hinni árlegu tvídreið, sem er kölluð Tweed Ride Reykjavík. Meira »

Vilja meiri umfjöllun um afstöðu sína

Í gær, 16:04 Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, gagnrýndu fjölmiðla, og þá aðallega ríkisfjölmiðilinn, fyrir skort á umfjöllun um þau efnisatriði sem Miðflokksmenn hafa lagt áherslu á í málflutningi sínum um innleiðingu þriðja orkupakkans, í þingræðum sínum um málið í morgun. Meira »

Eyþór tók Krúnuleikastefið á Selló

Í gær, 15:46 Á sjötta hundrað manns mættu á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins í dag en um þessar mundir eru 90 ár liðin frá samruna Íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins. Meira »

Glöð ef þau komast inn fyrir jólin 2021

Í gær, 14:47 Það er öryggi að þetta bjargræði er til staðar. Fólk treystir því að það er í lagi að eldast hér,” segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU í Hornafirði. Meira »

Íslenskur sundknattleikur að lifna við

Í gær, 14:15 Ármenningar eru Íslandsmeistarar í sundknattleik 2019, en þeir lögðu keppinauta sína úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) með 13 mörkum gegn 8 í Laugardalslaug fyrir hádegi. Leikurinn var liður í alþjóðlegu tíu liða móti sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Meira »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

Í gær, 12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

Í gær, 12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

Í gær, 11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »

Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun

Í gær, 11:20 Þingmenn hafa komið að máli við forseta Alþingis og spurt hann að því hvort ekki sé orðið tímabært að stöðva umræðu þingmanna Miðflokksins með því að beita ákvæði í 71. gr. þingskaparlaga. Steingrímur segist hafa verið „tregur til að gangast inn á“ að hann sé farinn að hugleiða það, ennþá. Meira »
Til sölu spónlagðar plötur eik, mahogan
Til sölu spónlagðar plötur eik, mahogany og beyki, 60 x280 cm. 16 mm þykkar. Ver...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 400.00
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...