„Hann útvegaði vopnið sama morgun“

„Við höfðum ekkert í höndunum sem styður það að grunaði ...
„Við höfðum ekkert í höndunum sem styður það að grunaði hafi haft aðgang að vopni áður en manndrápið átti sér stað,“ sagði Torstein Pettersen, deildarstjóri rannsóknardeildar Finnmerkurumdæmis norsku lögreglunnar og stjórnandi rannsóknar Mehamn-málsins. Ljósmynd/Ole-Tommy Pedersen/Finnmarken

Torstein Pettersen, deildarstjóri rannsóknardeildar Finnmerkurumdæmis norsku lögreglunnar, sagði þegar mbl.is ræddi við hann í gær að lögregla hefði ekkert haft í höndunum sem styddi þann grun að Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa ráðið Gísla Þór Þórarinsson hálfbróður sinn af dögum í Mehamn aðfaranótt 27. apríl, hefði haft aðgang að skotvopni dagana fyrir andlát Gísla.

„Við höfðum ekkert í höndunum sem styður það að grunaði hafi haft aðgang að vopni áður en manndrápið átti sér stað,“ sagði Pettersen, „það hefur þegar verið leitt í ljós við rannsókn málsins að grunaði kom höndum yfir skotvopnið sama morgun og ódæðið var framið,“ sagði hann einnig.

Í berhögg við upplýsingar mbl.is og iFinnmark

Þessi yfirlýsing deildarstjórans gengur þvert á þær upplýsingar sem mbl.is og norski netmiðillinn iFinnmark öfluðu frá tveimur heimildarmönnum í gær og fyrradag, annar þeirra er Marius Nilsen, sem steig fram í viðtali við iFinnmark í gær, en hinn getur mbl.is ekki nafngreint.

Báðir heimildarmennirnir standa á því fastar en fótunum að hvort tveggja kærasta Gísla Þórs heitins og hann sjálfur hafi látið lögreglu í té þær upplýsingar að grunaði, Gunnar Jóhann, hafi haft aðgang að skotvopni á því tímabili sem hann hafði í hótunum við hálfbróður sinn og hafði fengið sér úrskurðað nálgunarbann gagnvart honum 17. apríl sem sýslumannsembættið tilkynnti Gunnari um símleiðis, en þá framkvæmd gagnrýndi Nilsen harðlega í samtali sínu við iFinnmark í gær eins og lesa má í fréttinni bak við hlekkinn hér að ofan.

Lögreglan í Finnmörku þagði þunnu hljóði um hugsanlegt skotvopn í fórum Gunnars Jóhanns við iFinnmark í fyrradag og í gærmorgun, þar til iFinnmark og mbl.is höfðu birt fréttir sínar af grunsemdum Gísla Þórs og aðstandenda hans. 

Yfirlýsing saksóknara nokkrum mínútum eftir fréttir

Samkvæmt því sem ritstjóri iFinnmark tjáði mbl.is í gær barst skrifleg yfirlýsing frá Önju Mikkelsen Indbjør saksóknara fáeinum mínútum eftir að iFinnmark og mbl.is birtu fréttir sínar í gærmorgun. Var yfirlýsing Indbjør svohljóðandi:

„Í tengslum við kæruna vegna hótana og úrskurð lögreglu 17.04.2019 [nálgunarbannið] var spurt hvort grunaði hefði aðgang að vopni. Hvort tveggja þeirra sem misgert var við [Gísli Þór og unnusta hans] sagðist ekki telja að svo væri og vísuðu til þess að þau hefðu hvorki séð vopn né öryggisskáp fyrir vopnageymslu á heimili grunaða. Hins vegar var orð haft á því að vopn hefði horfið frá þriðja aðila árið áður og hugsanlegt væri að grunaði hefði verið þar að verki, en þetta höfðum við enga vitneskju um. Enginn rökstuddur grunur lá fyrir um ólöglegar vörslur vopns og því var ekki tekin ákvörðun um að framkvæma húsleit heima hjá grunaða,“ sagði Indbjør saksóknari í yfirlýsingu sinni.

Anja Mikkelsen Indbjør, saksóknari lögregluembættisins í Finnmörku, sagði í gær ...
Anja Mikkelsen Indbjør, saksóknari lögregluembættisins í Finnmörku, sagði í gær að lögregla hefði ekki talið sig hafa haft ástæðu til að framkvæma húsleit á heimili grunaða vegna hugsanlegs skotvopns þar, rökstuddur grunur hefði ekki verið fyrir hendi. Ljósmynd/Andrea Dahl/iFinnmark

Enn fremur sagði hún að sá aðili sem sakna hefði átt horfins vopns hefði sagt lögreglu að sú væri ekki raunin. „Það var heldur ekki það vopn sem lögregla lagði hald á á vettvangi. Vopnið sem lögregla telur hafa verið notað við verknaðinn útvegaði grunaði sér sama dag og ódæðið var framið.“ Hún segir að til að lögreglu sé stætt á að verða sér úti um húsleitarheimild verði rökstuddur grunur að liggja fyrir, líkurnar á broti verði að vera meira en helmingslíkur (n. sannsynlighetsovervekt på over 50 prosent).

„Slíkt lá ekki fyrir og ákæruvaldið hafði af þeim sökum ekki efni til að aðhafast meira en að fá úrskurðað nálgunarbann, það var gert sama dag. Grunaði fór frá Mehamn daginn sem honum var úrskurðað nálgunarbannið,“ sagði Anja Mikkelsen Indbjør, handhafi ákæruvalds Finnmerkurlögreglunnar, í niðurlagi yfirlýsingar sinnar í gær.

mbl.is

Innlent »

Hafa rætt orkupakkann í um 50 tíma

Í gær, 23:52 Þriðja kvöldið í röð stefnir í að næturumræður fari fram á Alþingi um þriðja orkupakkann. Síðustu sólarhringa hafa nær eingöngu þingmenn Miðflokksins haldið ræður í síðari umræðu um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann og þessa stundina eru eingöngu þingmenn Miðflokksins á mælendaskrá. Meira »

Bílvelta í Hörgárdal

Í gær, 23:33 Ung kona var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hafa velt bifreið sinni á Staðarbakkavegi, skammt við bæinn Staðartungu, í Hörgárdal í kvöld. Meira »

Hugsi yfir stöðu uppljóstrara

Í gær, 22:30 Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru Halldórsdóttur, segir umbjóðanda sinn nokkuð sátta með úrskurð Persónuverndar og að hún sé reiðubúin að eyða upptökunum frá því á Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. Þetta kom fram í viðtali við lögmann Báru í tíufréttum á RÚV. Meira »

Borðtennis í blóðinu

Í gær, 22:15 Systkinin Gestur, Eiríkur Logi og Guðbjörg Vala, börn Guðrúnar Gestsdóttur og Gunnars Skúlasonar, urðu samtals fimmfaldir Íslandsmeistarar í borðtennis á dögunum. Meira »

„Bjóða ódýrasta dropann sem er í boði“

Í gær, 21:59 Tvö ár verða á morgun frá því að Costco hóf starfsemi á Íslandi. Hver hafa „Costco-áhrifin“ verið á hinn almenna neytanda síðan þá? mbl.is ræddi við einstaklinga sem gæta að hagsmunum neytenda og allir eru þeir sammála um að mestu muni um samkeppnina sem Costco veitir á eldsneytismarkaði. Meira »

Gengu með dýragrímur á Dýradaginn

Í gær, 20:30 „Þetta gekk vonum framar. Við stefnum að því að þetta verði árlegur viðburður og Jane Goodall hefur sýnt því áhuga að mæta á næsta ári,“ segir Katrín Magnúsdóttir, verkefnastjóri Skóla á grænni grein hjá Landvernd. Landvernd stóð fyrir Dýradeginum sem haldinn var hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi í dag, á degi líffræðilegs fjölbreytileika. Meira »

Var farin að ímynda mér það versta

Í gær, 20:20 „Það ríkti aldrei nein óeining innan Hatara. Við vorum öll á sömu blaðsíðu, jafnvel þó ég hafi verið hrædd eftir þetta,“ segir Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara. Greint var frá óeiningu eftir að Hatari veifaði palestínska fánanum á Eurovision en Sólbjört segir það af og frá. Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun, kúgun og blekkingu

Í gær, 19:50 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa á um 20 mánaða tíma­bili villt á sér heim­ild­ir í sam­skipt­um við konu á sam­fé­lags­miðlin­um Snapchat, fengið hana hana til að senda sér nekt­ar­mynd­ir og notað þær til að kúga hana til kyn­maka með öðrum mönn­um. Meira »

Bára braut af sér

Í gær, 19:37 Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í dag að Bára Halldórsdóttir hefði brotið af sér þegar hún tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á Klaustri í lok nóvember á síðasta ári. Henni var ekki gert að greiða sekt. Meira »

Verði stærsta timburhús landsins

Í gær, 19:24 Samkvæmt vinningstillögu fyrir skipulag á lóð við Malarhöfða og Sævarhöfða, þar sem nú er Malbikunarstöðin, er gert ráð fyrir að reisa stærsta timburhús landsins með sem samtals verður um 22 þúsund fermetrar að stærð, þar af um 17 þúsund fermetrar af íbúðum. Meira »

Mótmælti Katrínu og Jóni Atla

Í gær, 19:08 Mótmælandi með gjallarhorn setti svip sinn á opnun ráðstefnu á sviði kynjafræða í dag þegar hún mótmælti stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda. Meira »

Úrskurðaður í nálgunarbann og gæsluvarðhald

Í gær, 18:42 Karlmaður sem var á mánudag úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann vegna rökstudds gruns um að hafa beitt fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu sína lík­am­legu, and­legu og kyn­ferðis­legu of­beldi, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku. Meira »

„Hinn besti reytingur“

Í gær, 18:30 „Það var jafn og góður afli allan túrinn, hinn besti reytingur. Við vorum einungis að veiðum í rétt rúmlega þrjá sólarhringa þannig að aflinn fór yfir 30 tonn á sólarhring. Við vorum í ýsu og þorski á Lónsbugtinni og síðan héldum við í Berufjarðarálinn og enduðum túrinn í Hvalbakshallinu.“ Meira »

Hafi enn tíma til að sjá að sér

Í gær, 18:19 Efling stendur fast á því að rifta kjarasamningi við hótelstjórann Árna Val Sólonsson vegna þess sem stéttarfélagið segir að séu ólöglegar hópuppsagnir á hótelunum Capital-Inn, Park Hotel og City Center Hotel sem Árni rekur. Meira »

Ekki hagkvæm lausn á sorphirðu

Í gær, 17:55 „Mitt mat er það að staðan er ekki góð. Það er greinilegt að þarna erum við með opna hauga,“ segir formaður Landverndar eftir ferð að urðun­ar­stöðinni í Fífl­holti á Mýr­um til að skoða aðstæður. Ljóst sé þó að góður vilji og þekking sé þó til að bregðast við. Meira »

300 íbúðir við Lágmúla

Í gær, 17:39 Vinningstillaga fyrir skipulag á lóð við gatnamót Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar gerir ráð fyrir 4-8 hæða byggingu sem verður samtals 10.360 fermetrar, þar af verslanir á fyrstu tveimur hæðunum, skrifstofur á næstu tveimur og 300 íbúðir í svokölluðu „co-living“ umhverfi þar fyrir ofan. Meira »

Eitt stórfellt fíkniefnalagabrot í apríl

Í gær, 17:20 Tilkynningum um innbrot fjölgaði á milli mánaða í aprílmánuði og fjölgaði innbrotum í fyrirtæki og stofnanir þar af hlutfallslega mest. Þá fjölgaði tilkynningum um eignaspjöll á milli mánaða og voru alls 124 í aprílmánuði. Meira »

„Þetta eru auðvitað ánægjuleg tíðindi“

Í gær, 17:06 „Þetta eru auðvitað ánægjuleg tíðindi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is innt eftir viðbrögðum hennar við þeirri ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í morgun að lækka vexti um 0,5% í 4%. Meira »

Drífa á þingi Evrópusambands verkalýðsfélaga

Í gær, 16:29 Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði þing Evrópusamband verkalýðsfélaga (ETUC) í gær þar sem rætt var um þann kafla í aðgerðaráætlun ETUC sem fjallar um „Traustara lýðræði og betri framtíð í Evrópu fyrir vinnandi fólk“. Meira »
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...