Óbreytt hjá Delta næsta sumar

Farþegaþota Delta Air Lines á Keflavíkurflugvelli.
Farþegaþota Delta Air Lines á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Aðsend

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun halda óbreyttri áætlun á Íslandi næsta sumar að loknu því vetrarhléi sem er fram undan.

Þetta kemur fram í svari Delta við fyrirspurn mbl.is.

Delta hefur boðið upp á áætlunarflug hingað frá JFK-flugvellinum í New York frá árinu 2011 en mun ekki fljúga til Íslands í vetur.

Flugfélagið vildi ekkert segja um ástæðuna fyrir því að hætt var við áætlunarflugið á komandi vetri, auk þess sem fleiri spurningum var ósvarað. 

Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur einnig fækkað flugferðum sínum til Íslands. 

mbl.is