Segir tal um hrun í greininni kjaftæði

Ferðamenn við Jökulsárlón.
Ferðamenn við Jökulsárlón. mbl.is/RAX

Þrátt fyrir talningu Isavia og Ferðamálastofu síðasta fimmtudag sem leiddi það í ljós að um fjórðungs fækkun var á ferðamönnum í maí á milli ára, virðast fyrirtæki í ferðaþjónustu enn sem komið er, ekki finna fyrir því.

Brott­far­ir er­lendra farþega frá Íslandi um Kefla­vík­ur­flug­völl voru um 126 þúsund í maí eða um 39 þúsund færri en í sama mánuði í fyrra,  sam­kvæmt taln­ingu Ferðamála­stofu og Isa­via frá því í síðustu viku. Nemur fækkun milli ára því 23,6% eða næst­um fjórðungi.

Í samtali við mbl.is sögðust rekstrarstjórar Jökulsárlóns, Möðrudals, Jarðbaðanna á Mývatni og Special tours hvalaskoðunar, ekki hafa fundið fyrir umtalsverðri, ef nokkurri, fækkun ferðamanna í maí. Þó skal bent á það að hlutfall fækkunar ferðamanna er mishátt á milli fyrirtækja og landshluta.

„Miðað við maí er salan hjá okkur að ganga mjög vel, það er smá fækkun miðað við 2018 en miðað við 2017 er aukning. En það er ekki mikill munur í rauninni. Þetta er að byrja bara rosa svipað og frá því í fyrra, það munar eiginlega engu. Það er aðeins minni sala á veitingum reyndar, ég hugsa alveg 10-15%,“ segir Ágúst Elvarsson, rekstrarstjóri Jökulsárlóns ehf.

Sumir staðir komnir að þolmörkum

Ágúst segir fyrirfram bókanir í bátsferðir líta mjög svipað út og síðustu ár.

„Ennþá eru svipað margir að bóka hjá okkur. Eins og þetta lítur út núna allavega er þetta rosa svipað og síðustu ár. Það gæti alveg orðið einhver fækkun en hún er samt bara lítil. Ef það væri 10% fækkun frá því í fyrra er það samt meira en fyrir tveimur árum. Þannig að tala um eitthvað hrun í greininni hjá okkur allavega er bara kjaftæði. Ég er bara þokkalega bjartsýnn fyrir sumarið en svo er spurning með veturinn, það er kannski annað mál.“

Þá segir Ágúst mikilvægt að hafa í huga að ákveðnir staðir á landinu eru komnir að þolmörkum hvað varðar fjölda ferðamanna og að dreifa þurfi ferðamönnum betur um landið fyrir náttúrunnar sakir.

„Það að tala um eitthvað hrun er bara smá galið. Þó það sé ekki alltaf 10% aukning á farþegum þá get ég ekki sagt að það sé eitthvað hrun ef það er bara svipaður fjöldi eða jafnvel aðeins minni. En við erum náttúrulega búin að vera hérna í 30 ár og löngu komin á kortið þannig að þetta er frekar stabílt hjá okkur. Það getur líka ekkert verið endalaus aukning. Yfir háanna tímann gætum við ekki tekið við mikið fleirum.

„Það gæti bara byrjað að koma niður á gæðum vörunnar og fyrir suma er þetta kannski komið að þolmörkum þar. Suðurlandið getur ekki tekið við mikið fleiri bílum á þjóðveginn og svo framvegis en svo vantar kannski ferðamenn fyrir norðan. Það þarf að dreifa fólki betur um landið.“

Jarðböðin í Mývatnssveit eru vinsæl meðal ferðamanna.
Jarðböðin í Mývatnssveit eru vinsæl meðal ferðamanna. mbl.is/Birkir Fanndal Haraldsson

Mjög gott að gera

Guðmundur Þór Birgisson, framkvæmdarstjóri Jarðbaðanna við Mývatn segist ekki heldur hafa fundið fyrir mikilli fækkun ferðamanna það sem af er sumars.

„Það eru kannski aðeins færri en annars er þetta hjá okkur bara eins og undanfarin ár. Það er mjög mikið bókað fyrirfram, meira ef eitthvað er. Við erum að sjá fleiri bókanir fyrir sumarið en verið hefur. Það verður örugglega einhver samdráttur næsta vetur en hann lítur ágætlega út,“ segir Guðmundur.

Þá tekur Vilhjálmur Vernharðsson, eigandi Fjalladýrðar í Möðrudal á fjöllum, í svipaðan streng.

„Við finnum ekkert. Það er alveg það sama og hefur verið undanfarin ár. Það verður alveg fullt í sumar, það er mjög gott að gera.“

Möðrudalur á Fjöllum.
Möðrudalur á Fjöllum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Markaðurinn hefur minnkað

Hilmar Stefánsson, framkvæmdarstjóri Special tours hvalaskoðunar, segir sumarið fara mjög svipað af stað og síðastliðin ár, en hann sjái að markaðurinn hafi minnkað. 

„Við erum að sjá eilitla breytingu, en ekki í maí, þá vorum við bara á sama reiki og í fyrra. Það var svona heldur minna í apríl þrátt fyrir að páskarnir væru þá en svo veit maður ekki alveg hvað gerist í framhaldinu. Við sjáum alveg að markaðurinn er aðeins minni.

„En þetta fer mjög áþekkt á stað, kannski heldur rólegra. Hjá okkur er bókað svipað mikið fyrirfram og áður og við erum sátt við það. Aftur á móti er stór hluti okkar rekstrar fólk sem bókar með skemmri fyrirvara og það vitum við ekki hvernig þróast, það eru þessi áhrif sem við eigum eftir að sjá hvernig spilist út.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þróa kerfi til að tryggja velferð barna

12:30 Félagsmálaráðuneytið, Kópavogsbær, hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect og UNICEF á Íslandi hafa undirritað samstarfssamning um að hefja vinnu við þróun samræmds upplýsingakerfis sem ætlað er að tryggja velferð barna á Íslandi. Meira »

„Umræðan verið nokkuð harkaleg“

12:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti í dag fund með helstu hagsmunaaðilum í uppbyggingu fiskeldis. Tilefni fundarins var samþykkt Alþingis í síðustu viku á tveimur frumvörpum um fiskeldi, annars vegar um gjaldtöku og hins vegar um breytingar á ýmsum lögum um fiskeldi. Meira »

Lið Toyota leiðir áheitasöfnunina

11:54 Lið World Class, Airport Direct og Advania, sem fara fremst í flokki í WOW Cyclothon, renndu framhjá Goðafossi klukkan 7:30 í morgun, en ræst var út í liðakeppni frá Egilshöll í gærkvöldi. Meira »

Tjá sig ekki um svar stjórnar LV

11:30 Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) sendi Fjármálaeftirlitinu (FME) í gær svar við fyrirspurn FME vegna mats stjórnarinnar á lögmæti þess að fulltrúaráð VR hefur ákveðið að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn LV. Boltinn er hjá FME, að sögn formanns stjórnar. Meira »

Friðlýsing verði lögð fram á haustþingi

11:02 Fulltrúar Landverndar munu síðar í dag afhenda undirskriftir rúmlega fimmþúsund Íslendinga sem vilja að friðlýsingu Drangajökulsvíðerna, sem innifelur athafnasvæði Hvalárvirkjunar, verði hraðað. Fer hópurinn fram á að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Meira »

Skráðum kynferðisafbrotum fjölgar

10:55 Fækkun varð á skráðum fíkniefnabrotum á höfuðborgarsvæðinu í maí en mikil fjölgun á skráðum kynferðisafbrotum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir maí 2019. Meira »

Meindýraeyðir man eftir fyrsta lúsmýinu

10:08 „Þetta er þetta helvítis lúsmý,“ sagði húsmóðir í Grafarvogi við meindýraeyði árið 2013. Ekki orðrétt, samt. Á þessum tíma var ekki komið íslenskt orð yfir þessa pöddu, sem gerir fólki nú lífið leitt. Meira »

Eldur í rjóðri við FSu

10:03 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um eld í rjóðri við Fjölbrautarskóla Suðurlands um miðnætti í nótt. Dælubíll og slökkviliðsmenn frá Selfosseiningu slökkviliðsins voru sendir á vettvang til þess að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Sprengisandsleið opnuð

10:01 Fært er nú yfir Sprengisand, en það var í gær sem Vegagerðin gaf út tilkynningu þess efnis. Unnið hafði verið síðustu daga að því að gera leiðina klára, en vegheflar voru sendir út á mörkina að sunnan frá Hrauneyjum og að norðan úr Bárðardal. Meira »

Sex ár fyrir tilraun til manndráps

09:20 Sindri Brjánsson, karlmaður á þrítugsaldri, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot, en hann stakk annan mann ítrekað í höfuð og búk fyrir utan Arion banka á Akureyri 3. nóvember síðastliðinn. Meira »

Atvinnuleysi eykst

09:17 4,7% atvinnuleysi var í maí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Að jafnaði voru 210.200 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í maí 2019. Það jafngildir 82,4% atvinnuþátttöku. Meira »

„Bullandi meðvindur“ í Reykjadal

08:36 Betur viðrar nú á hjólaliðin í A- og B-flokki en fremstu lið nálgast nú Laugar í Reykjadal í „bullandi meðvindi“ að sögn liðsmanna Airport Direct. Hópur af kindum hægði á ferð Chris Bukard í morgun þar sem þær fóru heldur hægar yfir en hann á hjólinu. Meira »

Kúlan ekki úr eynni fyrr en 2047

08:18 Listaverkið „Orbis et Globus“, er ekki á leiðinni úr Grímsey í bráð, að minnsta kosti ekki fyrr en árið 2047 þegar heimskautsbaugurinn yfrgefur eyna. Þetta staðfestir María Helena Tryggvadóttir, verkefnastjóri ferðamála á Akureyrarstofu. Meira »

Fylgjast með ferðaþjónustu

07:57 Sérstakt eftirlit verður í sumar af hálfu vettvangseftirlits ríkisskattstjóra með starfsemi tengdri ferðaþjónustu. Þar er með talin starfsemi erlendra ferðaþjónustuaðila á Íslandi, en að minnsta kosti tveir hópar munu á vegum embættis RSK fara í sérstakar eftirlitsferðir í öllum landsfjórðungum. Meira »

105.000 krónur fyrir fram

07:37 „Við lítum svo á að þetta standi öllum þeim sem eru með lausa kjarasamninga hjá okkur til boða,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, um samkomulag um frestun kjaraviðræðna fram í ágúst. Meira »

Sea Shepherd í Reykjavíkurhöfn

07:30 Liðsmenn Sea Shepherd, samtaka aðgerðasinna sem m.a. berjast fyrir verndun hvala, eru komnir hingað til lands. Skip þeirra, MV Brigitte Bardot, lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í fyrradag, skammt frá hvalveiðiskipum Hvals hf. Meira »

Fer yfir 25 stig í dag

06:56 Hiti fór yfir 20 stig austanlands í gær og gera spár ráð fyrir að hann gæti farið yfir 25 stig á stöku stað þar í dag. Um helgina er útlit fyrir kólnandi veður og að á Norðausturlandi fari hitinn ekki yfir 7 stig. Meira »

Eiríkur hættur keppni

05:36 Eiríkur Ingi Jóhannsson er hættur keppni í einstaklingsflokki í WOW Cyclot­hon-keppninni, samkvæmt færslu á Facebook-síðu hans. Meira »

Samþykktu deiliskipulag Stekkjarbakka

05:30 „Elliðaárdalurinn er eins og Central Park í New York nema Elliðadalurinn er miklu merkilegri,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann og aðrir fulltrúar í minnihluta greiddu atkvæði gegn nýju deiliskipulagi fyrir nýtt þróunarsvæði á Stekkjabakka í skipulags- og samgönguráði í gær. Meira »
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 484.500,-
Stapi er hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað og reglur. ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...