Sakar Samfylkingu um nýfrjálshyggju

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, kveðst ekki sáttur ...
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, kveðst ekki sáttur við fullyrðingar um sósíalismann í þingsályktunartillögu um alþjóðasamstarf. mbl.is/Árni Sæberg

„Það vekur […] undrun að þingmenn Samfylkingarinnar skuli skrifa undir það að sósíalísk barátta tuttugustu aldarinnar hafi ekki verið annað en þjónkun við Sovétríkin og það klíkuræði sem rændi þar völdum,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, er mbl.is leitar viðbragða við þingsályktunartillögu um skipun nefndar um framtíð Íslands í svæðisbundinni, fjölþjóðlegri samvinnu.

Tillagan miðar að því að nefnd verði gert að meta hvernig styrkja megi stöðu Íslands á alþjóðavettvangi til framtíðar og að hún skili af sér skýrslu vorið 2021. Undir tillöguna rita þingmenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata.

Sigruðu sósíalismann í kalda stríðinu

Tilefni orða Gunnars Smára er ekki tillagan sem slík heldur efni greinargerðar hennar. Þar segir meðal annars að í kaldastríðinu hafa tekist á „vestræn ríki undir forustu Bandaríkjanna og hins vegar sósíalistaríki undir forustu Sovétríkjanna.“

Jafnframt að „hugmyndafræðin greindist í tvennt með sama hætti, þar sem annars vegar voru hugsjónir lýðræðis og frjálsra viðskipta en hins vegar hugmyndaheimur alræðis og sósíalisma“ og að „lýðræði og alþjóðavæðing hefðu einfaldlega borið sigurorð af sósíalismanum.“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Ljósmynd/Berglaug Petra

Samfylkingin í skotgröfum kalda stríðsins

„Þegar Bandaríkjamenn […] eru aftur farnir að tala um sósíalisma, er undarlegt að sjá þingmenn Samfylkingarinnar djúpt ofan í skotgröfum kalda stríðsins,“ segir Gunnar Smári sem tekur þó fram að það komi honum „ekki á óvart að þingmenn Samfylkingarinnar afneiti sósíalismanum með þessum hætti“.

„Þótt sá flokkur hafi orðið til úr þeim stjórnmálaflokkum sem spruttu af sósíalískri verkalýðsbaráttu á síðustu öld, þá hefur Samfylkingin aldrei verið sósíalískur flokkur heldur fyrst og fremst nýfrjálshyggjuflokkur,“ staðhæfir formaðurinn og vísar í „hugmyndaheim hægrikrata sem birtust hvað skýrast í hægri beygju Verkamannaflokksins breska undir Tony Blair“.

Leifar af sósíalískri baráttu

Gunnar Smári vísar því á bug að sósíalismi hafi verið hugmyndafræði Sovétríkjanna. „Því miður hafa hægrikratar á Íslandi ætíð stutt slíkan samjöfnuð og lagt sig fram um að sverta og grafa undan baráttufólki fyrir bættum kjörum alþýðunnar, viljað gera það samsekt með glæpum þeirra klíka sem náðu völdum og brutu niður lýðræði og réttlæti í mörgum þeirra landa sem kenndu sig við sósíalisma eða alþýðu.“

„Það að Samfylkingarfólk skuli skrifa þetta með fólki úr Viðreisn og Pírötum, sem hvort tveggja eru afkvæmi nýfrjálshyggjutímans, sýnir vel hvar sú klíka stendur sem náð hefur undir sig leifunum af þeim stjórnmálaflokkum sem byggðir voru upp af sósíalískri baráttu síðustu aldar,“ segir hann að lokum.

mbl.is

Innlent »

Sjálfstæðismenn safni undirskriftum

13:35 „Deilur meðal sjálfstæðismanna um orkupakka 3 hafa verið harðar og fara harðnandi. Það er kominn tími á að láta lýðræðið ráða för.“ Meira »

Erfitt að réttlæta fatakaup

13:22 Þau Vigdís Freyja Gísladóttir og Egill Gauti Sigurjónsson kaupa nær eingöngu notuð föt. Þau segja umhverfisverndunar- og siðferðissjónarmið stýra því að þau kaupi bara notað. Meira »

Ruddust inn í íbúð í miðborginni

12:50 Tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun um tvo einstaklinga sem ruðst hefðu inn í íbúð í miðborg Reykjavíkur og veist að húsráðanda. Meira »

Leikhúsið svar við vondum þáttum

12:35 „Ég held að hin ótrúlega mikla aðsókn að Þjóðleikhúsinu sýni að við erum að svara einhverri þörf hjá almenningi,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri í samtali við Sunnudagsblaðið þar sem hann ræðir stöðu leikhússins og svarar gagnrýni sem að honum hefur verið beint. Meira »

Lofar ekki kraftaverkum

12:15 Rahul Bharti er fæddur inn í fátæka indverska fjölskyldu en var ættleiddur af ungu og ríku svissnesku pari aðeins tveggja ára gamall. Hann bjó alla sína æsku meðal frumbyggja og ættbálka víða um heim sem kenndu honum fornar lækningalistir. Meira »

Tókst að bjarga bláuggatúnfiskinum

11:45 Mun strangari reglur og öflugt eftirlit varð til þess að undanfarinn áratug fór bláuggatúnfiskur í Atlantshafi að ná sér aftur á strik. Meira »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...