Ágreiningur á leið til dómstóla

Í Vaðlaheiðargöngum.
Í Vaðlaheiðargöngum.

Vaðlaheiðargöng hf. eru rekin af hlutafélagi sem er að mestu í eigu ríkisins. Erfitt hefur reynst að ljúka uppgjöri vegna ágreinings félagsins við Ósafl um hvað eigi að greiða fyrir aukaverk. Endanlega kostnaðartala við göngin mun ráðast af því hvaða niðurstaða fæst í ágreinginn við verktakana um aukaverkin en mikið ber á milli aðila.

Hilmar Gunnlaugsson er stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga. „Við erum lengi búin að vera í ágreiningi við Ósafl. Eftir að við gáfum út fréttatilkynningu síðasta haust hafa komið fram frekari kröfur frá Ósafli. Það hefur verið fyrirséð frá því um áramót að ekki var búið að gera allt upp, eins og alvanalegt er í framkvæmdum sem þessum, enda voru þá ákveðnir verkþættir enn eftir,“ segir Hilmar í Morgunblaðinu í dag.

Umframkeyrsla enn ekki ljós

Hilmar segir að á þessu stigi sé ekki hægt að segja til um hversu mikil umframkeyrsla kostnaðar verður miðað við þá 17 milljarða sem áætlað var að göngin myndu kosta. Lánsheimildin hjá ríkinu vegna Vaðlaheiðarganga nam 14,4 milljörðum króna miðað við verðlag í lok árs 2016.

Aðspurður hvort félagið hafi burði til frekari greiðslna til Ósafls tapist málið fyrir dómstólum sagði Hilmar að lánsheimildir hafi ekki verið fullnýttar og þannig sé eitthvað svigrúm fyrir hendi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert