„Þetta er slæm staða“

Kúabú á Vestfjörðum sem og aðrir dýraeigendur búa við það ...
Kúabú á Vestfjörðum sem og aðrir dýraeigendur búa við það að hafa engan dýralækni á svæðinu. mbl.is/Styrmir Kári

„Þetta er slæm staða,“ segir Ólöf María Samúelsdóttir kúabóndi á Hvammi á Barðaströndinni um þá stöðu að enginn dýralæknir er starfandi í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum. Eini dýralæknirinn á svæðinu, Sigríður Inga Sigurjónsdóttir sem er á Ísafirði, sagði upp samningi sínum við Matvælastofnun í mars. Frá 1. júlí hefur enginn verið starfandi á svæðinu.   

Ólöf María segir að þetta verði að leysa sem fyrst. Þrátt fyrir að þau séu vön að bjargað sér í mörgum tilfellum sé ekki ásættanlegt að geta ekki leitað til dýralæknis á svæðinu. Hún bendir á að á veturna séu samgöngur milli sunnanverðra Vestfjarða og Ísafjarðar erfiðar á veturna og gjarnan ófært marga daga. Talsvert langt er milli Ísafjarðar og Hvamms eða um tæplega 500 km leið að fara. Á Hvammi eru tæplega 40 mjólkandi kýr og einn mjaltaþjónn. Nýverið var þeim fækkað vegna kvótaleysis.

„Þetta er rosalegt að vera á vakt allan sólarhringinn allt árið, líka að hafa enga afleysingu. Það er kannski hægt í stuttan tíma í senn,“ segir Ólöf María. Hún hefur þurft að hringja í Sigríði Ingu dýralækni um miðja nætur og telur sig örugglega ekki vera þá einu sem hefur þurft að gera það. „Maður gerir það ekki nema brýna nauðsyn beri til,“ segir hún. Í einu slíku tilfelli þurfti hún að gera bráðakeisara á kú um miðja nótt en slík aðgerð tekur að minnsta kosti nokkrar klukkustundir. Í ofan á lag tekur tíma að koma sér til og frá bænum.

Landsvæðið sem dýralæknir á Vestfjörðum er með á sinni könnu er stórt og að mati Ólafar Maríu er það of stórt. Dýralæknar eru starfandi í Búðardal og í Stykkishólmi. Þeir hafa verið kallaðir til á Hvamm þegar Sigríður hefur ekki getað komið en það tekur tíma fyrir þessa dýralækna að komast á staðinn. „Það væri auðvitað draumur að vera með dýralækni hér á sunnaverðum Vestfjörðum,“ segir hún og bætir við „það er gott að vera hér“. 

Ólöf María veltir því einnig fyrir sér hver dýravelferðin sé í raun og veru þegar enginn dýralæknir er á svæðinu. Hún bendir á að bændur hafa ekki leyfi til að eiga t.d. deyfilyf sem þeir gætu þurft að nota til að bjarga sér. 

Árni Brynjólfsson kúabóndi á Vöðlum í Önundarfirði, tekur í sama streng og Ólöf María. Hann bendir á að bændur og dýraeigendur þurfi að uppfylla ákveðnar skyldur. „Ég trúi því að reglurnar eigi að virka á báða bóga. Á hinn veginn líka,“ segir hann og vísar til reglu­gerðar nr. 846/​2011.  

Hún kveður á um að ríkið styðji við dýra­lækna til að búa og starfa á þess­um til­tekn­um svæðum á land­inu. Reglu­gerðinni er ætlað að „tryggja dýra­eig­end­um nauðsyn­lega al­menna dýra­lækna­þjón­ustu og bráðaþjón­ustu við dýr á landsvæðum þar sem fjöldi dýra er tak­markaður og/​eða verk­efni dýra­lækna eru af skorn­um skammti“ eins og seg­ir í reglu­gerðinni.

Búið Hvammur á Barðaströnd
Búið Hvammur á Barðaströnd Ljósmynd/Aðsend

„Ekki gott að geta ekki verið í skjóli“

Spurður hvaða hann hyggist gera ef sú staða kemur upp að hann þurfi á dýralækni að halda segist hann ekki hafa hugsað það til enda. „Kannski er það kæruleysi að vera ekki búinn að ákveða fyrirfram hvaða leið ég fer. Ég hef verið upptekinn af öðru,“ segir hann. 

Hann furðar sig á þjónustusamningi Mast og dýralækna, sérstaklega þessari stöðugu vakt sem dýralæknirinn þarf að vera á. „Maður getur sett sig í þessu spor. Það er ekki gott að geta ekki verið í skjóli. Það sækist svo sem enginn í það,“ segir hann.  

Hann er vongóður um að þetta leysist. „Allavega að það verði fundin leið sem okkur er ætluð hvort sem það er til bráðabirgða í einhvern tíma,“ segir Árni. Hann býr á Vöðlum sem fyrr segir og er með tæplega 70 mjólkandi kýr og einn mjaltaþjón.  

Unnið að því að leysa málið í ráðuneytinu

Þau svör fengust frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að unnið væri að málinu í samvinnu við Matvælastofnun og Dýralæknafélag Íslands. Fundur var í ráðuneytinu 3. júlí síðastliðinn með Dýralæknafélaginu. Ekki fengust frekari upplýsingar um hvort þjónustusamningurinn verði endurskoðaður í heild sinni. Núgildandi samningur rennur út á 9 stöðum á landinu 1. nóvember næstkomandi.   

Árni Brynjólfsson bóndi á Vöðlum í Önundarfirði.
Árni Brynjólfsson bóndi á Vöðlum í Önundarfirði. Ljósmynd/Vestfjarðastofa
mbl.is

Innlent »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

Í gær, 16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

Í gær, 16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

Í gær, 16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

Í gær, 15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

Í gær, 14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Sprautulökkun
Ónotað síubox til sölu, stærð breidd 241 cm, dýpt 78 cm og hæð 115 cm + plús gri...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...