„Þetta er slæm staða“

Kúabú á Vestfjörðum sem og aðrir dýraeigendur búa við það ...
Kúabú á Vestfjörðum sem og aðrir dýraeigendur búa við það að hafa engan dýralækni á svæðinu. mbl.is/Styrmir Kári

„Þetta er slæm staða,“ segir Ólöf María Samúelsdóttir kúabóndi á Hvammi á Barðaströndinni um þá stöðu að enginn dýralæknir er starfandi í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum. Eini dýralæknirinn á svæðinu, Sigríður Inga Sigurjónsdóttir sem er á Ísafirði, sagði upp samningi sínum við Matvælastofnun í mars. Frá 1. júlí hefur enginn verið starfandi á svæðinu.   

Ólöf María segir að þetta verði að leysa sem fyrst. Þrátt fyrir að þau séu vön að bjargað sér í mörgum tilfellum sé ekki ásættanlegt að geta ekki leitað til dýralæknis á svæðinu. Hún bendir á að á veturna séu samgöngur milli sunnanverðra Vestfjarða og Ísafjarðar erfiðar á veturna og gjarnan ófært marga daga. Talsvert langt er milli Ísafjarðar og Hvamms eða um tæplega 500 km leið að fara. Á Hvammi eru tæplega 40 mjólkandi kýr og einn mjaltaþjónn. Nýverið var þeim fækkað vegna kvótaleysis.

„Þetta er rosalegt að vera á vakt allan sólarhringinn allt árið, líka að hafa enga afleysingu. Það er kannski hægt í stuttan tíma í senn,“ segir Ólöf María. Hún hefur þurft að hringja í Sigríði Ingu dýralækni um miðja nætur og telur sig örugglega ekki vera þá einu sem hefur þurft að gera það. „Maður gerir það ekki nema brýna nauðsyn beri til,“ segir hún. Í einu slíku tilfelli þurfti hún að gera bráðakeisara á kú um miðja nótt en slík aðgerð tekur að minnsta kosti nokkrar klukkustundir. Í ofan á lag tekur tíma að koma sér til og frá bænum.

Landsvæðið sem dýralæknir á Vestfjörðum er með á sinni könnu er stórt og að mati Ólafar Maríu er það of stórt. Dýralæknar eru starfandi í Búðardal og í Stykkishólmi. Þeir hafa verið kallaðir til á Hvamm þegar Sigríður hefur ekki getað komið en það tekur tíma fyrir þessa dýralækna að komast á staðinn. „Það væri auðvitað draumur að vera með dýralækni hér á sunnaverðum Vestfjörðum,“ segir hún og bætir við „það er gott að vera hér“. 

Ólöf María veltir því einnig fyrir sér hver dýravelferðin sé í raun og veru þegar enginn dýralæknir er á svæðinu. Hún bendir á að bændur hafa ekki leyfi til að eiga t.d. deyfilyf sem þeir gætu þurft að nota til að bjarga sér. 

Árni Brynjólfsson kúabóndi á Vöðlum í Önundarfirði, tekur í sama streng og Ólöf María. Hann bendir á að bændur og dýraeigendur þurfi að uppfylla ákveðnar skyldur. „Ég trúi því að reglurnar eigi að virka á báða bóga. Á hinn veginn líka,“ segir hann og vísar til reglu­gerðar nr. 846/​2011.  

Hún kveður á um að ríkið styðji við dýra­lækna til að búa og starfa á þess­um til­tekn­um svæðum á land­inu. Reglu­gerðinni er ætlað að „tryggja dýra­eig­end­um nauðsyn­lega al­menna dýra­lækna­þjón­ustu og bráðaþjón­ustu við dýr á landsvæðum þar sem fjöldi dýra er tak­markaður og/​eða verk­efni dýra­lækna eru af skorn­um skammti“ eins og seg­ir í reglu­gerðinni.

Búið Hvammur á Barðaströnd
Búið Hvammur á Barðaströnd Ljósmynd/Aðsend

„Ekki gott að geta ekki verið í skjóli“

Spurður hvaða hann hyggist gera ef sú staða kemur upp að hann þurfi á dýralækni að halda segist hann ekki hafa hugsað það til enda. „Kannski er það kæruleysi að vera ekki búinn að ákveða fyrirfram hvaða leið ég fer. Ég hef verið upptekinn af öðru,“ segir hann. 

Hann furðar sig á þjónustusamningi Mast og dýralækna, sérstaklega þessari stöðugu vakt sem dýralæknirinn þarf að vera á. „Maður getur sett sig í þessu spor. Það er ekki gott að geta ekki verið í skjóli. Það sækist svo sem enginn í það,“ segir hann.  

Hann er vongóður um að þetta leysist. „Allavega að það verði fundin leið sem okkur er ætluð hvort sem það er til bráðabirgða í einhvern tíma,“ segir Árni. Hann býr á Vöðlum sem fyrr segir og er með tæplega 70 mjólkandi kýr og einn mjaltaþjón.  

Unnið að því að leysa málið í ráðuneytinu

Þau svör fengust frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að unnið væri að málinu í samvinnu við Matvælastofnun og Dýralæknafélag Íslands. Fundur var í ráðuneytinu 3. júlí síðastliðinn með Dýralæknafélaginu. Ekki fengust frekari upplýsingar um hvort þjónustusamningurinn verði endurskoðaður í heild sinni. Núgildandi samningur rennur út á 9 stöðum á landinu 1. nóvember næstkomandi.   

Árni Brynjólfsson bóndi á Vöðlum í Önundarfirði.
Árni Brynjólfsson bóndi á Vöðlum í Önundarfirði. Ljósmynd/Vestfjarðastofa
mbl.is

Innlent »

„Gamli Herjólfur sinnir þessu alveg“

15:32 Lagfæringum á ekju- og landgöngubrúm fyrir nýja Herjólf er næstum lokið. Nú eru það hins vegar viðlegukantar í Vestmannaeyjahöfn sem setja strik í reikninginn. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ekki liggja á að taka skipið í notkun, enda afkasti gamli Herjólfur álíka miklu. Meira »

Bannar sæbjúgnaveiðar í Faxaflóa

15:28 Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið hef­ur gert all­ar veiðar á sæ­bjúg­um óheim­il­ar frá og með deg­in­um í dag, á til­teknu svæði á Faxa­flóa. Þetta kem­ur fram í reglu­gerð ráðuneyt­is­ins, sem sögð er falla úr gildi 31. ág­úst næst­kom­andi. Meira »

Sækja slasaða konu á Fimmvörðuháls

15:16 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna slasaðrar konu á Fimmvörðuhálsi. Konan er slösuð á fæti og er stödd ofarlega á Fimmvörðuhálsi, miðja vegu milli Baldvinsskála og Fimmvörðuhálsskála. Meira »

Umferðarlagabrotum og kynferðisbrotum fjölgar

15:03 Umferðarlagabrotum og skráðum kynferðisafbrotum fjölgaði mikið á höfuðborgarsvæðinu í júní. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júní 2019. Meira »

Ekkert fæst frá Isavia fyrr en á morgun

14:48 Næstu skref Isavia vegna dóms héraðsdóms í forræðisdeilu ríkisfyrirtækisins og bandaríska fyrirtækisins ALC verða ákveðin á morgun. Forstjóri fyrirtækisins hefur verið óínáanlegur síðustu daga. Meira »

Hefur hliðstæða reynslu af Birgittu

13:59 Þingflokkur Pírata var sammála um að rétt væri að upplýsa fundarmenn á félagsfundi flokksins á þriðjudaginn á hreinskilinn hátt um reynsluna af samstarfi þingmanna hans við Birgittu Jónsdóttur áður en greidd væru atkvæði um það hvort hún tæki sæti í trúnaðarráði flokksins. Meira »

Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

13:26 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi og brennu 9. júlí. Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október. Meira »

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

12:59 Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín. Meira »

Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

12:51 Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hann missti stjórn á bíl sínum. Meira »

Pétur G. Markan til Biskupsstofu

12:50 Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst. Meira »

Áforma að friðlýsa Goðafoss

12:19 Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Greint er frá áformunum á vef Stjórnarráðs og Umhverfisstofnunnar, Goðafoss er er einn af vatnsmestu fossum landsins og vinsæll ferðamannastaður. Meira »

Skúta strand í Skerjafirði

12:08 Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði. Meira »

Mega eiga von á 150 milljóna kröfu

11:08 Flugvél í eigu ALC, sem Isavia hefur haldið á Keflavíkurflugvelli, er nú laus úr haldi. Stefnt er að því að fljúga henni úr landi sem fyrst, helst á morgun. Lögmaður ALC segir Isavia eiga yfir höfði sér skaðabótamál upp á um 150 milljónir króna. Meira »

„Alltaf gleðistund“

10:40 Nýr togari Síldarvinnslunnar hf., Vestmannaey VE, kom til heimahafnar í gær og var haldin athöfn af því tilefni laust eftir hádegi þegar skipið sigldi inn til Eyja í fyrsta sinn. Meira »

Sveigjanlegt kerfi skýrir brottfall

10:34 Mikið brottfall íslenskra námsmanna úr framhaldsskóla- og háskólanámi má að hluta skýra af sveigjanlegu námskerfi. Nemendur geta hætt námi þegar þeim sýnist vitandi að þeir hafi alltaf möguleikann á að byrja aftur síðar, þótt þeir geri það ekki endilega. Meira »

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

08:40 Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey. Meira »

Drónar fundu áður óþekktar minjar

07:57 Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi. Meira »

Lengsta skip sem hingað hefur komið

07:37 Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Meira »

Ekið á mann á vespu

07:35 Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......