„Þetta er slæm staða“

Kúabú á Vestfjörðum sem og aðrir dýraeigendur búa við það ...
Kúabú á Vestfjörðum sem og aðrir dýraeigendur búa við það að hafa engan dýralækni á svæðinu. mbl.is/Styrmir Kári

„Þetta er slæm staða,“ segir Ólöf María Samúelsdóttir kúabóndi á Hvammi á Barðaströndinni um þá stöðu að enginn dýralæknir er starfandi í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum. Eini dýralæknirinn á svæðinu, Sigríður Inga Sigurjónsdóttir sem er á Ísafirði, sagði upp samningi sínum við Matvælastofnun í mars. Frá 1. júlí hefur enginn verið starfandi á svæðinu.   

Ólöf María segir að þetta verði að leysa sem fyrst. Þrátt fyrir að þau séu vön að bjargað sér í mörgum tilfellum sé ekki ásættanlegt að geta ekki leitað til dýralæknis á svæðinu. Hún bendir á að á veturna séu samgöngur milli sunnanverðra Vestfjarða og Ísafjarðar erfiðar á veturna og gjarnan ófært marga daga. Talsvert langt er milli Ísafjarðar og Hvamms eða um tæplega 500 km leið að fara. Á Hvammi eru tæplega 40 mjólkandi kýr og einn mjaltaþjónn. Nýverið var þeim fækkað vegna kvótaleysis.

„Þetta er rosalegt að vera á vakt allan sólarhringinn allt árið, líka að hafa enga afleysingu. Það er kannski hægt í stuttan tíma í senn,“ segir Ólöf María. Hún hefur þurft að hringja í Sigríði Ingu dýralækni um miðja nætur og telur sig örugglega ekki vera þá einu sem hefur þurft að gera það. „Maður gerir það ekki nema brýna nauðsyn beri til,“ segir hún. Í einu slíku tilfelli þurfti hún að gera bráðakeisara á kú um miðja nótt en slík aðgerð tekur að minnsta kosti nokkrar klukkustundir. Í ofan á lag tekur tíma að koma sér til og frá bænum.

Landsvæðið sem dýralæknir á Vestfjörðum er með á sinni könnu er stórt og að mati Ólafar Maríu er það of stórt. Dýralæknar eru starfandi í Búðardal og í Stykkishólmi. Þeir hafa verið kallaðir til á Hvamm þegar Sigríður hefur ekki getað komið en það tekur tíma fyrir þessa dýralækna að komast á staðinn. „Það væri auðvitað draumur að vera með dýralækni hér á sunnaverðum Vestfjörðum,“ segir hún og bætir við „það er gott að vera hér“. 

Ólöf María veltir því einnig fyrir sér hver dýravelferðin sé í raun og veru þegar enginn dýralæknir er á svæðinu. Hún bendir á að bændur hafa ekki leyfi til að eiga t.d. deyfilyf sem þeir gætu þurft að nota til að bjarga sér. 

Árni Brynjólfsson kúabóndi á Vöðlum í Önundarfirði, tekur í sama streng og Ólöf María. Hann bendir á að bændur og dýraeigendur þurfi að uppfylla ákveðnar skyldur. „Ég trúi því að reglurnar eigi að virka á báða bóga. Á hinn veginn líka,“ segir hann og vísar til reglu­gerðar nr. 846/​2011.  

Hún kveður á um að ríkið styðji við dýra­lækna til að búa og starfa á þess­um til­tekn­um svæðum á land­inu. Reglu­gerðinni er ætlað að „tryggja dýra­eig­end­um nauðsyn­lega al­menna dýra­lækna­þjón­ustu og bráðaþjón­ustu við dýr á landsvæðum þar sem fjöldi dýra er tak­markaður og/​eða verk­efni dýra­lækna eru af skorn­um skammti“ eins og seg­ir í reglu­gerðinni.

Búið Hvammur á Barðaströnd
Búið Hvammur á Barðaströnd Ljósmynd/Aðsend

„Ekki gott að geta ekki verið í skjóli“

Spurður hvaða hann hyggist gera ef sú staða kemur upp að hann þurfi á dýralækni að halda segist hann ekki hafa hugsað það til enda. „Kannski er það kæruleysi að vera ekki búinn að ákveða fyrirfram hvaða leið ég fer. Ég hef verið upptekinn af öðru,“ segir hann. 

Hann furðar sig á þjónustusamningi Mast og dýralækna, sérstaklega þessari stöðugu vakt sem dýralæknirinn þarf að vera á. „Maður getur sett sig í þessu spor. Það er ekki gott að geta ekki verið í skjóli. Það sækist svo sem enginn í það,“ segir hann.  

Hann er vongóður um að þetta leysist. „Allavega að það verði fundin leið sem okkur er ætluð hvort sem það er til bráðabirgða í einhvern tíma,“ segir Árni. Hann býr á Vöðlum sem fyrr segir og er með tæplega 70 mjólkandi kýr og einn mjaltaþjón.  

Unnið að því að leysa málið í ráðuneytinu

Þau svör fengust frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að unnið væri að málinu í samvinnu við Matvælastofnun og Dýralæknafélag Íslands. Fundur var í ráðuneytinu 3. júlí síðastliðinn með Dýralæknafélaginu. Ekki fengust frekari upplýsingar um hvort þjónustusamningurinn verði endurskoðaður í heild sinni. Núgildandi samningur rennur út á 9 stöðum á landinu 1. nóvember næstkomandi.   

Árni Brynjólfsson bóndi á Vöðlum í Önundarfirði.
Árni Brynjólfsson bóndi á Vöðlum í Önundarfirði. Ljósmynd/Vestfjarðastofa
mbl.is

Innlent »

Fá ekki að skrá sig sem foreldra

00:07 Mannréttindadómstóll Evrópu samþykkti í vikunni að taka til efnismeðferðar mál tveggja íslenskra kvenna, sem Hæstiréttur hafnaði að skrá sem foreldra drengs. Meira »

Eldur í loftpressu í íþróttahúsi

Í gær, 23:10 Eldur kviknaði í loftpressu í kjallara íþróttamiðstöðvar í Vestmannaeyjum á áttunda tímanum í kvöld. Starfsmenn höfðu snör handtök og náðu að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Töluverður reykur hafði náð að berast í sundlaugarsal og því var reykræst. Tjónið var minniháttar. Meira »

„Sem betur fer sleppur konan“

Í gær, 21:14 „Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bifreið rann af athafnasvæði í Súðarvogi. Bifreiðin lenti næstum á hjólareiðamanni áður en bifreiðin lenti á vegg.“ Þannig hljómar Facebook-færsla Búa Baldvinssonar kvikmyndagerðarmanns en litlu munaði að slys yrði á vinnusvæði við Súðarvog í dag. Meira »

Lokað fyrir umferð í aðra átt á Hellisheiði

Í gær, 21:00 Lokað verður fyrir bílaumferð um Hellisheiði í átt til vesturs á milli Hveragerðis og afleggjara að Hellisheiðarvirkjun í fyrramálið frá kl. 6 til 22 vegna malbikunarframkvæmda. Hins vegar verður opið fyrir umferð til austurs. Meira »

„Aldrei mætt svona margir“

Í gær, 20:57 500 manns eru saman komnir til að snæða skötu í Gerðaskóla í Garði. Um góðgerðarviðburð er að ræða en fjórum milljónum verður úthlutað í kvöld. Meira »

Glannaakstur endaði á gatnamótum

Í gær, 20:45 Glannaakstur fjögurra ungmenna á stolinni bifreið endaði snögglega á gatnamótum Hraunbæjar og Bæjarháls rétt fyrir miðnætti í gær. Ungmennin flúðu vettvang í miklum flýti og er nú leitað af lögreglu. Meira »

Þurfa að bíða lengur eftir nýjum Herjólfi

Í gær, 20:08 Nýr Herjólfur hefur ekki siglingar milli lands og Eyja á morgun eins og stefnt hafði verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að fara þurfi betur yfir ákveðin atriði áður en nýja ferjan sigli af stað. Þangað til verði sú gamla að duga. Meira »

Vilji til að takmarka jarðakaup auðmanna

Í gær, 19:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir breiðan pólitískan vilja til að takmarka jarðakaup auðmanna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjónustu. Meira »

Eldur kviknaði í út frá eldamennsku

Í gær, 19:43 Eldur kviknaði í út frá eldamennsku í tveimur húsum á höfuðborgarsvæðinu í dag með nokkurra klukkustunda millibili. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall á Seljaveg í Reykjavík fyrir hádegi og eftir hádegið gerðist slíkt hið sama í Þverholti í Mosfellsbæ. Meira »

Einstakt altari í kapellu Lindakirkju í Kópavogi

Í gær, 19:30 „Þegar smíði hófst við Lindakirkju árið 2007 var eitt fyrsta verk smiðanna hjá Ístaki að koma sér upp vinnuborði. Það var notað lengst af við smíð kirkjunnar. Örlög slíkra vinnuborða eru oftast þau að gripið er til kúbeinsins og þau rifin.“ Meira »

13 kg af amfetamíni á tveimur mánuðum

Í gær, 19:13 Á síðustu tveimur mánuðum hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagt hald á 13 kíló af amfetamíni í tveimur málum. Lögreglan telur að töluvert magn fíkniefna sé framleitt hér á landi sem er erfiðara fyrir lögregluna að finna því starfsemin er skipulögð. Meira »

„Þetta var bara einum of mikið“

Í gær, 18:55 „Þetta er náttúrulega bara ógeðslegasti fundur sem ég hef verið á,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, oddviti Pírata í Reykjanesbæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í samtali við mbl.is um félagsfund hjá Pírötum sem fram fór í gær. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 18:34 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en hann hljóðaði upp á 616 milljónir króna. Eng­inn hlaut held­ur ann­an vinn­ing, þar sem rúm­ 31 millj­ón króna var í boði. Meira »

Talar við tunglfara í sjónvarpsmynd

Í gær, 18:30 „Eftir að hafa lifað og hrærst í geimferðasögunni síðustu ár og kynnst nokkrum af þeim mönnum sem fóru til tunglsins á sínum tíma geri ég mér sífellt betur ljóst hve stórt hlutverk Ísland hafði í þessu ævintýri,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson á Húsavík. Meira »

Hótaði því að drekka blóð lögregluþjóns

Í gær, 17:20 Landsréttur hefur úrskurðað karlmann í gæsluvarðhald til 9. ágúst fyrir þjófnað, hótanir, valdstjórnarbrot og líkamsárásir. Maðurinn er hælisleitandi og á engan sakaferil hér á landi. Meira »

Enginn skráð boðsmiða nema Pawel

Í gær, 17:00 Skrifstofa borgarstjórnar lítur svo á að boðsmiðar á viðburði þurfi ekki að skrá í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa nema virði þeirra sé yfir 50.000 krónum. Þetta kemur fram í svari skrifstofunnar við fyrirspurn mbl.is Meira »

„Reyna að kúga SGS til uppgjafar“

Í gær, 16:47 Starfsgreinasambandið (SGS) hefur boðað formannafund til að ræða „alvarlega stöðu og ákveða næsta skref“ eins og fram kemur í fréttatilkynningu. Formaður SGS segir stöðuna í kjaradeilunni við Samband íslenskra sveitarfélaga alvarlega en næsti fundur deiluaðila er 21. ágúst. Meira »

Nýi Sólvangur opnaður í Hafnarfirði

Í gær, 16:44 Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili sem leysir af hólmi gamla Sólvang í Hafnarfirði var formlega opnað við athöfn nú fyrr í dag. Fyrstu íbúarnir munu flytja inn í byrjun ágúst en gamli Sólvangur mun áfram gegna hlutverki í þágu aldraðra. Þá veitti heilbrigðisráðherra heimild til að fjölga sérhæfðum dagdvalarrýmum. Meira »

Níu eldingar við Þorlákshöfn

Í gær, 16:30 Þrumuveður gekk yfir Þorlákshöfn á þriðja tímanum í dag. Skömmu síðar heyrðist til eldinga í Reykjavík, meira að segja á meðan veðurfræðingur ræddi við blaðamann. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...