Dómari óskar eftir launuðu leyfi

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hari

Jón Finnbjörnsson, einn fjögurra dómara við Landsrétt sem hefur ekki sinnt dómstörfum vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu, hefur óskað eftir launuðu leyfi til áramóta. Nýr dómari verður settur í hans stað.

Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV þar sem enn fremur kom fram að nýi dómarinn gæti jafnvel verið settur í næsta mánuði.

Stjórn Dómstólasýslunnar athugaði í síðasta mánuði hvort dómararnir fjóra myndu óska eftir launuðu leyfi til áramóta en með því væri hægt að leysa bráðavanda með skipun nýrra dómara.

Hinir þrír dómararnir óskuðu ekki eftir launuðu leyfi. 

Eins og kom fram fyrr í mánuðinum var áætlað að ófremdarástand myndi skapast við réttinn innan skamms þar sem tæp 500 mál yrðu óafgreidd um áramótin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert