Lögreglumenn ekki ákærðir vegna dauða ungrar konu

Mál á hendur lögreglumönnunum hefur verið fellt niður.
Mál á hendur lögreglumönnunum hefur verið fellt niður. mbl.is/Eggert

Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumönnum sem voru til rannsóknar vegna afskipta lögreglu af ungri konu sem dó á Landspítala síðar sama kvöld í apríl. Rannsókn málsins lauk í upphafi mánaðar en Kolbrún Benediktsdóttir varahérðaðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is í dag að ákæra verði ekki gefin út.

Málið kom inn á borð héraðssak­sókn­ara nokkr­um dög­um eft­ir and­látið en for­eldr­ar kon­unn­ar, sem er fædd árið 1994, voru ósátt­ir við meðferð lög­reglu á dótt­ur þeirra. Kon­an var í sam­kvæmi þar sem mikið var um eit­ur­lyf og var hún í miklu ójafn­vægi þegar lög­regla var kölluð til. Eft­ir að lög­regl­an hafði af­skipti af henni fór hún í hjarta­stopp og hóf­ust end­ur­lífg­un­ar­til­raun­ir. Kon­an var flutt á Land­spít­al­ann og lést þar á þriðju­dags­morg­un, 9. apríl.

For­eldr­ar kon­unn­ar segja hana hafa verið í geðrofi vegna neyslu en að lög­regl­an hafi hand­járnað hana og bundið á fót­um. Slíkt eigi ekki að gera við fólk í neyslu, held­ur sprauta niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert