Aldrei sektað fyrir ólöglega gistingu

Tjaldað er víðar en leyft er.
Tjaldað er víðar en leyft er. mbl.is/Golli

Umhverfisstofnun er ekki kunnugt um það að nokkur hafi verið sektaður vegna ólöglegrar gistingar í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum eða fellihýsum.

Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Davíð Örvari Hanssyni, sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun, við fyrirspurn Morgunblaðsins. Þrátt fyrir það er nokkuð um að fólk á faraldsfæti gisti utan merktra tjaldsvæða.

Einar Guðmann, ljósmyndari sem ferðast mikið um landið vegna vinnu sinnar, sagði í viðtali við Morgunblaðið sem birtist síðastliðinn laugardag að lögin væru gloppótt og þau þyrfti að rýmka.

„Miðað við hvað náttúruverndarlögin hafa staðið sig illa í að veita þær refsingar sem þeim var eflaust ætlað og hvað þetta hefur reynst götótt kerfi þá hef ég ekki mikla trú á því að þessi lög myndu standast dóm ef ætti að sekta menn fyrir slíkt,“ sagði Einar. Í lögum um náttúruvernd er refsiákvæði sem gerir ráð fyrir að hægt sé að beita brotlega aðila sektum eða fangelsi eftir alvarleika brota, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert