Mannréttindadómstóllinn skoðar rannsóknarnefnd

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. mbl.is/Golli

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið kæru Ólafs Óafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck og Auf­häuser að kaup­um 45,8 pró­senta hlut­ar í Búnaðarbanka Íslands árið 2003 til skoðunar.

Frá þessu er greint í kvöldfréttum RÚV.

Þar segir að ríkið þurfi að svara hvort störf nefndar hafi haft ígildi sakamálarannsóknar og hvort Ólafur hafi notað réttarverndar samkvæmt því.

Ólafur kærði málsmeðferðina til MDE um miðjan júlí 2017 en niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis var kynnt í lok mars sama ár. Ólafur taldi umgjörð og málsmeðferð hafa falið í sér sakamál og að niðurstaðan hefði jafngilt refsingu.

Fram kemur í frétt RÚV að þetta þýði þó ekki að mál Ólafs verði tekið til dóms en aðeins um 5,4% þeirra mála sem MDE bárust vegna endurupptöku í fyrra enduðu með dómi.

mbl.is

Bloggað um fréttina