Lýsa vantrausti á stjórn Reykjalundar

Reykjalundur.
Reykjalundur. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Rúmlega hundrað starfsmenn á Reykjalundi hafa lýst yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í tengslum við brottvísanir bæði forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga í lok september og í dag. Starfsfólkið fundaði í hádeginu vegna málsins.

Í yfirlýsingunni kemur fram að starfsfólkið telji Reykjalund vera óstarfhæfa heilbrigðisstofnun í ljósi aðstæðna og fullnægi ekki lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnanir.

Er framkoma stjórnar Reykjalundar sögð hranaleg og ómanneskjuleg sem skapi óvissu, óöryggi og vanlíðan. Staðan muni bitna harkalega á skjólstæðingum á endurhæfingarstofnuninni.

Þess er krafist að heilbrigðisráðherra grípi inn í stöðu mála „með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt“.

Rúmlega hundrað starfsmenn á Reykjalundi hafa lýst yfir vantrausti á …
Rúmlega hundrað starfsmenn á Reykjalundi hafa lýst yfir vantrausti á stjórnina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert