Nánast allt landið lokað

Skjáskot af vef Vegagerðarinnar.

Vegir víðast hvar um landið eru lokaðir fyrir utan Reykjanesbrautina og á Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra er óveður og ófært á öllum leiðum. Á Akureyri er ófært innanbæjar og biður lögreglan fólk að halda sig heima nema brýna nauðsyn beri til.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ekki unnið að mokstri en fært er frá Þjórsá austur að Hvolsvelli.

Skólahald fellur niður fyrir norðan í dag.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is