Illfært innanbæjar

Frá Akureyri í gær.
Frá Akureyri í gær. mbl.is/Einar Guðmann

Flestar íbúðagötur á Akureyri eru illfærar en búið er að ryðja stofnbrautir og flestar strætóleiðir. Að sögn lögreglu er ófært fyrir fólksbíla víða. Skólastarf verður með eðlilegum hætti í bænum í dag.

Víða er enn ófært á Norðurlandi eða vegir lokaðir en mokstur byrjaður á aðalleiðum. Vegurinn um Vatnsskarð er lokaður og eins Vaðlaheiðargöng. Þverárfjall er lokað og eins Siglufjarðarvegur. Lokað er milli Ketiláss og Siglufjarðar. Leiðirnar um Öxnadalsheiði og Ólafsfjarðarmúla eru lokaðar.

Á Norðausturlandi eru vegir víðast hvar ófærir eða lokaðir en mokstur hafinn á öllum aðalleiðum. 

mbl.is