Liðsinnis danska flughersins óskað við leitina

Vélin flytur kafara, björgunarsveitarmenn og búnað norður á Akureyri til …
Vélin flytur kafara, björgunarsveitarmenn og búnað norður á Akureyri til að aðstoða við leitina. mbl.is/Árni Sæberg

Landhelgisgæslan hefur óskað liðsinnis danska flughersins vegna leitar sem nú stendur yfir í Sölvadal að unglingspilti sem féll í Núpá á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni tóku Danir vel í hjálparbeiðni Landhelgisgæslunnar og var danskri C130 Hercules-flugvél flughersins, sem var skammt undan ströndum Íslands, snúið við og lenti vélin á Reykjavíkurflugvelli kl. 11:48.

Vélin flytur kafara, björgunarsveitarmenn og búnað norður á Akureyri til að aðstoða við leitina. 

Laust fyr­ir kl 22:00 í gær­kvöldi barst lög­regl­unni á Norður­landi eystra til­kynn­ing um að maður hefði fallið í ána en hann hafði verið við ann­an mann að vinna við stíflu sem er í ánni þegar krapa­skafl hreif hann með sér. Björgunaraðilar hafa þegar notið liðsinnis tveggja þyrla Landhelgisgæslunnar.

Dönsk C130 Hercules-flugvél flughersins lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 11:48.
Dönsk C130 Hercules-flugvél flughersins lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 11:48. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert