Enn unnið að viðgerð á Dalvíkurlínu

Erfitt að segja hvort viðgerðum geti lokið nú síðdegis eða …
Erfitt að segja hvort viðgerðum geti lokið nú síðdegis eða í kvöld. Ljósmynd/Frans Friðriksson

Starfsmenn Landsnets vinna enn hörðum höndum að því að koma Dalvíkurlínu í gagnið. Enn er stefnt að því að hún komist í rekstur í dag, miðvikudag.

Þetta staðfestir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, í samtali við mbl.is. Hún segir þó erfitt að segja hvort það takist fljótlega eða seinna í dag eða í kvöld.

Þegar Dalvíkurlína verður komin í lag verður svo hægt að veita rafmagni til Árskógssands, Hríseyjar, Svarfaðardals, Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Allir þessir staðir hafa þó rafmagn í gegnum varaafl þangað til, samkvæmt vef Rarik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert