Fært norður í land

Búið er að opna allar helstu leiðir á Norðurlandi en vetrarfærð er á öllu svæðinu. Þæfingur er á nokkrum útvegum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Búið er að opna veginn um Vatnsskarð og eins Þverárfjall en þar er hálka. Snjór er á Öxnadalsheiði en búið að opna veginn og eins á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla. Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Norðausturlandi. Stórhríð er á Vopnafjarðarheiði og vegurinn ófær. Flughálka er í Jökuldal og á nokkrum leiðum út frá Egilsstöðum.

Hvasst er á Kjalarnesi og eru vegfarendur beðnir að fara varlega. Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Vesturlandi og nokkuð hvasst á sunnanverðu Snæfellsnesi. Ófært er á Laxárdalsheiði. Búið er að opna Bröttubrekku. Búið er að opna Holtavörðuheiði en þar er hálka og skafrenningur.

Skutulsfjarðarbraut og Eyrarhlíð er lokaðar vegna snjóflóðahættu. Flestar leiðir eru ófærar á Vestfjörðum en þó er fært á Hálfdán, Mikladal og á Kleifaheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert