Yfirgáfu Grindavík eftir skjálfta

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Töluvert af fólki yfirgaf Grindavík eftir að tveir jarðskjálftar gengu yfir svæðið með skömmu millibili fyrr í vikunni. 

Þetta sagði Otti Rafn Sigmarsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar og félagi í björgunarsveitinni Þorbirni frá Grindavík, í útvarpsþættinum Vikulokin á Rás 1.

Átti hann við skjálfta á miðvikudagsmorgun, sem margir íbúar Grindavíkur fundu fyrir. 

„Þetta var fyrst og fremst hræðsla en líka skortur á upplýsingum,“ sagði Otti, sem sagði mikla vinnu hafa verið lagða í að upplýsa fólk um stöðu mála. Hann sagði það eðlilegt að þegar jarðskjálfti vekur fólk og svo kemur annar stuttu seinna að það verði smeykt og spái í næstu skref.

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á svæðinu. „Það sem óvissustig gerir er að það segir okkur að við vitum ekki alveg hvað er að fara að gerast.“

Hann bætti við um andrúmsloftið í bænum þessa dagana: „Það eru margir sem eru órólegir, það er óhætt að segja það.“ 

Að sögn Otta var næstum sex mánaða vinna unnin á fyrstu tveimur sólahringunum eftir að jarðhræringarnar hófust varðandi hvernig eigi að bregðast við ef til eldgoss kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert