„Grenjandi bylur“ í Vík

Veðrið er slæmt í Vík.
Veðrið er slæmt í Vík. mbl.is/Jónas Erlendsson

Búið er að loka þjóðveginum undir Eyjafjöllum frá Seljalandsfossi að Vík í Mýrdal en vonskuveður er á syðsta hluta landsins. Vindur í Vík í Mýrdal fer í 26 m/s í hviðum.

Rauð viðvörun vegna ofsaveðurs tekur gildi á Suðurlandi klukkan fimm í nótt en nú þegar er farið að blása býsna hressilega.

Samkvæmt fréttaritara mbl.is í Vík er „grenjandi bylur“ í bænum og ekkert ferðaveður.

Auk þess verður rauð viðvörun í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og á Suðausturlandi frá því snemma í fyrramálið.

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aust­anaftaka­veðurs­ins sem skell­ur á öllu land­inu í nótt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert