Öll nýjustu tíðindi af ofsaveðrinu

Sögufrægur vélbátur, Blátindur VE21 í Vestmannaeyjum, skömmu áður en hann …
Sögufrægur vélbátur, Blátindur VE21 í Vestmannaeyjum, skömmu áður en hann sökk í morgun. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Sérlega kröpp lægð gekk inn á landið í nótt og eru appelsínugular viðvaranir í gildi fram eftir degi. Mesti veðurofsinn er nú genginn niður á höfuðborgarsvæðinu, Suð- og Suðausturlandi og við Faxaflóa, þar sem rauðar viðvaranir voru í gildi í morgun.

Veðrið hefur haft töluverð áhrif. Bátur sökk í Eyjum, bílar hafa fokið til í Reykjanesbæ, þak fauk af fjölbýlishúsi á Kjalarnesi og maður var færður á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir þakplötu í Hvalfirði. Einnig hefur sjór gengið á land á Suðurnesjum, bæði í Reykjanesbæ og Garði, og það valdið tjóni.

Hér að neðan má finna allar nýjustu fréttir og uppfærslur frá blaðamönnum mbl.is og fréttariturum víða um land.mbl.is