Skjálftahrinur við Gjögurtá og Reykjanestá

Skjálftarnir hafa flestir verið á milli 1 og 2 að …
Skjálftarnir hafa flestir verið á milli 1 og 2 að stærð, en nokkrir yfir 2. Kort/Veðurstofa Íslands

Skjálftahrina hófst við Gjögurtá á áttunda tímanum í morgun og hafa um 70 skjálftar mælst frá því hrinan hófst. Samkvæmt sérfræðingi á jarðhræringavakt Veðurstofu Íslands verða reglulega skjálftahrinur á svæðinu.

Skjálftarnir hafa flestir verið á milli 1 og 2 að stærð, en nokkrir yfir 2.

Þá heldur áfram skjálftahrina við Reykjanestá, sem hófst aðfaranótt sunnudags, og hafa orðið um 40 skjálftar þar, það sem af er degi, einnig flestir á milli 1 og 2 að stærð.

Dregur úr skjálftavirkni við Grindavík

Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni við Grindavík, en þar hafa mælst um 20 skjálftar í dag, flestir undir 1 að stærð en nokkrir á milli 1 og 2.

mbl.is